Útdráttur:
|
Í skýrslunni er fjallað um niðustöðu mælinga á svifaur, skriðaur og ljósdeyfingu við Sóleyjarhöfða í Þjórsá árin 2003 til 2005. Styrkjur S1 svifaurssýna var á bilinu 400-1600 mg/l en styrkur S2 og S3 sýna var umtalsvert lægri. Stærstur hluti flestra svifaurssýna (S1) var méla (0,002-0,02 mm) en minnstur hluti svifaurssýnanna var >0,2 mm. Gerður var sumarlykill fyrir svifaursframburð. Skriðaursframburður var mjög misjafn yfir farveginn og á milli einstakra sýnatökusyrpa, og var minnstur 19,8 kg/s og mestur 46,2 kg/s. Ekki var augljós fylgni skriðaursframburðar og rennslis og er líklegt að stjórnun rennslis ofar í farveginum hafi þar mikil áhrif. Ljósdeyfing (áður kölluð ljósgleypni) var mæld samfelld yfir sumrin þrjú og var hún kvörðuð með styrk svifaurssýna. Búnir voru til lyklar fyrir vensl ljósdeyfingar og styrk svifaurs af kornastærðum <0,002 mm, <0,02 mm og <0,06 mm. |