Titill: | Gróður, fuglar, hreindýr og verndargildi á og við vegarstæði yfir Öxi, í Skriðdal og um botn BerufjarðarGróður, fuglar, hreindýr og verndargildi á og við vegarstæði yfir Öxi, í Skriðdal og um botn Berufjarðar |
Höfundur: | |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/6806 |
Útgefandi: | Náttúrustofa Austurlands |
Útgáfa: | 04.2009 |
Ritröð: | Náttúrustofa Austurlands ; NA-090090 |
Efnisorð: | Gróðurfar; Dýralíf; Umhverfisvernd; Umhverfisáhrif; Vegagerð; Skriðdalur; Berufjörður (Suður-Múlasýsla) |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://www.na.is/images/stories/utgefid/2009og2010/NA-090090-%20Axarvegur.pdf |
Tegund: | Bók |
Gegnir ID: | 991010525339706886 |
Athugasemdir: | Unnið fyrir Vegagerðina Myndefni: myndir, töflur Áætlanir eru hjá Vegagerðinni um lagningu nýs vegar um Öxi og endurbyggingu á hluta Hringvegar í Skriðdal og Hringvegar í botni Berufjarðar. Í tengslum við það er í þessari skýrslu gerð grein fyrir gróðurlendum, tegundafjölbreytni gróðurs, fjölbreytni og þéttleika fugla, aflað upplýsinga um hreindýr og lagt mat á verndargildi landslagsheilda á svæðinu sem nær yfir mögulegt framkvæmdasvæði vegagerðar og efnistöku. Niðurstöður sýna að gróður er fjölbreyttur en mis gróskumikill. Á láglendi í Skriðdal og í Berufirði er gróðurþekjan víða gróskumikil og samfelld en er minni á Öxi þar sem hún er meira rofin. Votlendi eru víða og birkiskógur og kjarr er í Skriðdal og í Berufirði. Á áhrifasvæðum veglína A, B, C og D eru gróðurfarsleg verðmæti töluverð. Minnsta gróðurþekja er á veglínu Z í botni Berufjarðar. Fuglalíf er í heild sinni í meðallagi fjölskrúðugt en leiran fyrir botni Berufjarðar er sérstök fyrir svæðið vegna fjölda tegunda og einstaklinga. Fuglategundir á válista finnast á svæðinu. Mest áhrif vegagerðar á fugla verða ef farið er með veg nærri leirunni í Berufirði og í fjöru í norðanverðum firðinum. Hreindýr fara um þetta svæði. Ekki er talið að vegagerð muni hafa mikil áhrif á dýrin en aukin umferð og meiri hraði á nýjum Axarvegi mun auka hættuna á árekstrum við hreindýr. Niðurstöður áhrifa á verndargildi landslagsheilda sýna að áhrifin af vegagerð verða ekki víðtæk í Skriðdal og á Öxi. Hins vegar gætu vatnakerfin orðið fyrir skaða ef mikið rask verður í þeim. Áhrif vegagerðar í Berufirði geta orðið töluverð. Röskun á leirunni í Berufirði getur rýrt búsvæði fugla og annarra lífvera í leirunum. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
NA-090090- Axarvegur.pdf | 20.36Mb |
Skoða/ |