#

Ungt fólk utan skóla 2009 : félagsleg staða 16-20 ára ungmenna á Íslandi sem ekki stunda nám við framhaldsskóla árið 2009

Skoða venjulega færslu

dc.contributor Hrefna Pálsdóttir 1975 is
dc.contributor Álfgeir Logi Kristjánsson 1975 is
dc.contributor Inga Dóra Sigfúsdóttir 1967 is
dc.contributor Birna Baldursdóttir 1964 is
dc.contributor Jón Sigfússon 1961 is
dc.date.accessioned 2014-09-03T10:21:54Z
dc.date.available 2014-09-03T10:21:54Z
dc.date.issued 2009
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/6789
dc.description Unnið fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið is
dc.description Höfundar: Hrefna Pálsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Birna Baldursdóttir, Jón Sigfússon. is
dc.description Myndefni: línurit, töflur is
dc.description.abstract Hér á eftir verða reifaðar niðurstöður rannsóknar sem gerð var á aðstæðum íslenskra ungmenna á aldrinum 16 – 20 ára og standa utan hefðbundinna framhaldsskóla.

Niðurstöðurnar voru unnar á þann hátt að bornir voru saman þrír hópar ungmenna; 1) þau sem segjast aðallega vera í námi, 2) ungmenni sem segjast aðallega vera í vinnu, og 3) ungmenni sem segjast vera atvinnulaus. Hópunum þremur var einnig skipt eftir aldri, þ.e. yngri en 18 ára og 18 ára og eldri og þar sem verulegur munur var á kynjum voru niðurstöður greindar eftir kyni*. Alls tóku 370 drengir og 405 stúlkur þátt í könnunni. Niðurstöður leiða í ljós að hagir og líðan ungmenna 16 til 20 ára sem eru aðallega í vinnu eða atvinnulaus eru síðri en þeirra ungmenna sem segjast vera aðallega í námi. Í ákveðnum tilfellum voru niðurstöður einnig bornar saman við þann hóp ungmenna sem stundar nám við hefðbundna framhaldsskóla (rannsóknin Ungt fólk 2007 meðal framhaldsskólanema) og lúta m.a. að vímuefnanotkun, sjálfsmynd og líðan ásamt ástundun íþrótta og líkamsræktar. Áhugavert er að niðurstöður sem snerta ungmenni sem eru í einhvers konar námi, utan hefðbundins framhaldsskóla, eru á margan hátt sambærilegar niðurstöðum úr áðurnefndri rannsókn meðal ungmenna í framhaldsskólum árið 2007. Vísa þær til þess að hagir og líðan ungmenna 16 til 20 ára sem stunda eitthvað nám, innan eða utan hefðbundinna framhaldsskóla, séu sambærileg og betri en þeirra sem ekkert nám stunda, vinna eða eru atvinnulaus. Þó ber að hafa varann á í slíkum samanburði milli rannsókna yfir tíma. Niðurstöður benda þó til að allt nám hafi jákvæð áhrif á ungmenni, sama hvort það er nám í framhaldsskólum eða sérskólum á framhaldsskólastigi.

Rannsóknin leiðir í ljós að tengsl ungmenna sem eru aðallega í vinnu eða atvinnulaus, við fjölskyldu sína, eru veikari en þeirra sem eru í skóla og þau virðast frekar upplifa skort á stuðningi frá foreldrum sínum. Einnig virðast ungmenni í vinnu eða án telja sig eiga erfiðara með að fá umhyggju og hlýju frá foreldrum sínum en þau ungmenni sem eru aðallega í námi. Foreldrar virðast líka frekar fylgjast með því hvar og með hverjum þau ungmenni eru sem eru í námi. Rannsóknir Rannsókna & greiningar hafa áður leitt í ljós að stuðningur foreldra, eftirlit og aðhald er veigamikill þáttur í því að tryggja almenna velferð barna og ungmenna.

Rannsóknin nú sýnir einnig að þau ungmenni sem eru aðallega í vinnu eða atvinnulaus eru líklegri en þau sem eru aðallega í námi, til að hafa lakara sjálfstraust. Þessi ungmenni virðast frekar upplifa það að hafa engan til að tala við, vera einmana, eiga erfitt með eignast vini, upplifa sig misheppnuð, finnast þau einskis nýt o.fl. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að þau ungmenni sem eru aðallega að vinna eða atvinnulaus, virðast líklegri en þau sem eru aðallega í námi til að finna til ýmissa þunglyndiseinkenna á borð við að bresta auðveldlega í grát eða langa til að gráta, vera niðurdregin eða döpur, ekki spennt fyrir að gera neitt, finnast framtíðin vonlaus og hafa hugleitt sjálfsvíg. Margt af þessu á sérstaklega við um ungmenni sem eru yngri en 18 ára og atvinnulaus. Einnig er vert að benda á að þau ungmenni sem eru yngri en 18 ára og atvinnulaus eru líklegri en önnur ungmenni til að upplifa það að finnast allir hafa brugðist sér. Þau ungmenni sem eru aðallega í vinnu eða atvinnulaus, virðast jafnframt telja andlega og líkamlega heilsu sína lakari en þau ungmenni sem eru í námi. Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós mikilvægi skipulagðs íþrótta- og tómstundastarfs. Í þessarri rannsókn kemur fram að þau ungmenni sem eru í námi virðast frekar en þau sem eru í vinnu eða atvinnulaus taka þátt í skipulögðu íþrótta-, æskulýðs-, félags- og tómstundastarfi. Þau ungmenni sem eru atvinnulaus virðast einnig síst stunda íþróttir eða líkamsrækt. Enn fremur eru atvinnulaus ungmenni ólíklegri en aðrir til að æfa eða keppa með íþróttafélagi.

Þá leiðir rannsóknin í ljós að þau ungmenni sem eru í vinnu eða atvinnulaus reykja frekar en þau sem eru aðallega í námi. Niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk 2007 meðal framhaldsskólanema sýna að heldur dró úr hlutfalli stráka og stelpna sem sögðust reykja sígarettur daglega, frá 2000 til 2007. Í rannsókninni nú sýna niðurstöður sem snúa að áfengisneyslu ungmenna að ungmenni yngri en 18 ára og í námi verða sjaldnar drukkin en þau sem eru í vinnu eða atvinnulaus. Jafnframt má sjá að ungmenni sem eru í vinnu eða atvinnulaus eru mun líklegri en þau sem eru í námi til þess að hafa notað ólögleg fíkniefni á borð við hass, marijúana og amfetamín sem og að hafa farið í meðferð vegna áfengis-og/eða vímuefnanotkunar.

Þessar niðurstöður eru þýðingarmiklar fyrir stjórnvöld, stofnanir, félög, félagasamtök og aðra þá sem sem móta og framkvæma stefnu í málefnum ungs fólks á Íslandi. Ljóst er að ákveðinn hópur ungmenna nær ekki að festa rætur í framhaldsskólum og vísbendingar eru um að þessi hópur ungmenna eigi einnig erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum. Í desember 2009 voru 537 ungmenni á aldrinum 16-19 ára skráð atvinnulaus samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar og um 2700 ungmenni á aldrinum 16-24 ára. Það er því afar mikilvægt að beina sjónum að þeim hópi ungmenna sem er atvinnulaus til að koma í veg fyrir að þau verði óvirkir samfélagsþegnar. Brottfall úr framhaldsskólum hefur verið svipað milli ára undanfarin ár (mynd 1) og ungmenni hafa því sótt út á vinnumarkaðinn í staðinn. Eins og staðan er í samfélaginu í dag, þá er litla vinnu að fá og mikil hætta á að ungmennin sitji uppi aðgerðarlaus. Það er því þörf á að skoða alla þessa þætti í samhengi og ekki síst með tilliti til aðstæðna í samfélaginu.
is
dc.format.extent 81 s. is
dc.language.iso is
dc.publisher Rannsóknir og greining is
dc.relation.uri http://brunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/.ibmmodres/domino/OpenAttachment/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/6BA2943D93C22ABB002576F00058DD3B/Attachment/ungt_folk_utan_skola_2009.pdf
dc.subject Ungt fólk is
dc.subject Félagslegar aðstæður is
dc.subject Æskulýðsmál is
dc.subject Tómstundir is
dc.subject Brottfall úr skóla is
dc.subject Félagslíf is
dc.subject Íþróttir is
dc.subject Ísland is
dc.title Ungt fólk utan skóla 2009 : félagsleg staða 16-20 ára ungmenna á Íslandi sem ekki stunda nám við framhaldsskóla árið 2009 is
dc.type Bók is
dc.identifier.gegnir 991010278899706886


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
ungt_folk_utan_skola_2009.pdf 991.3Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta