#

Íbúakönnun á Vesturlandi : staða og mikilvægi búsetuskilyrða á Vesturlandi

Skoða fulla færslu

Titill: Íbúakönnun á Vesturlandi : staða og mikilvægi búsetuskilyrða á VesturlandiÍbúakönnun á Vesturlandi : staða og mikilvægi búsetuskilyrða á Vesturlandi
Höfundur: Vífill Karlsson 1965 ; Guðný Anna Vilhelmsdóttir 1966
URI: http://hdl.handle.net/10802/6786
Útgáfa: 04.2008
Ritröð: Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi., Skýrslur SSV ; 1-2008
Efnisorð: Búseta; Lífskjör; Skýrslur; Vesturland
ISSN: 1670-7923
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.ssv.is/files/Skra_0027390.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991010125699706886
Útdráttur: Vestlendingar eru almennt séð ánægðir með búsetuskilyrði í sinni heimabyggð en þó ekki eins ánægðir og þeir voru samkvæmt sambærilegri könnun sem gerð var fyrir þremur árum.

Mikil ánægja var með friðsæld, nálægð við fjölbreytta náttúru, almennt öryggi, gott mannlíf og gæði heilsugæslu.

Búsetuskilyrði sem Vestlendingar töldu að þyrftu að lagast voru vöruverð og framfærslukostnaður, launatekjur, atvinnutækifæri (úrval), tækifæri til afþreyingar, almenningssamgöngur, og aðstoð við fólk í fjárhagsvanda.

Á Akranesi og í Hvalfirði voru launatekjur efst á blaði af þeim þáttum sem þyrfti að bæta.

Í Borgarfirði voru atvinnuúrval, launatekjur og atvinnuöryggi helstu þættir sem þyrfti að bæta.

Á Snæfellsnesi voru það vöruverð, kostnaður við framfærslu og vöruúrval sem voru efst á blaði.

Í Dölum eru efst á blaði vöruverð af þeim þáttum sem þarf að bæta en næst á eftir koma launatekjur, kostnaður við framfærslu, vöruúrval og atvinnuúrval.

Þættir sem eru Vestlendingum mikilvægari nú, en í sambærilegri könnun árið 2007 varðandi áframhaldandi búsetu eru atvinnuöryggi, framfærslukostnaður, vöruverð og heilsugæslan. Þættir sem ekki eru eins mikilvægir og síðast eru framboð af leiguhúsnæði, atvinnuúrval og launatekjur. Aðrir þættir koma svipað út.

Þættir sem Vestlendingar álitu með verri stöðu nú en 2007 eru launatekjur, atvinnuúrval, vöruverð, möguleikar á eigin atvinnurekstri, kostnaður við framfærslu og heilsugæsla. Þættir sem álitnir voru með betri stöðu nú eru framboð af leiguhúsnæði, framboð af fasteignum, námsmöguleikar á háskólastigi, vegakerfi, nettengingar, farsímasamband og almennt öryggi.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skra_0027390.pdf 317.1Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta