#

Eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu : skýrsla vinnuhóps sem forsætisnefnd fól að fara yfir núverandi lagareglur um eftirlit þingsins með framkvæmdarvaldinu og leggja mat á hvort breytinga sé þörf

Skoða venjulega færslu

dc.contributor Bryndís Hlöðversdóttir 1960 is
dc.contributor Andri Árnason 1957 is
dc.contributor Ragnhildur Helgadóttir 1972 is
dc.contributor Ásmundur Helgason 1969 is
dc.contributor Alþingi is
dc.date.accessioned 2014-09-02T09:34:43Z
dc.date.available 2014-09-02T09:34:43Z
dc.date.issued 2009
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/6698
dc.description Bryndís Hlöðversdóttir ritaði I., III. og VI. kafla ásamt VII.2. kafla, Andri Árnason ritaði VII.4.-6. kafla, Ragnhildur Helgadóttir ritaði II. kafla, nema II.6. kafla, svo og VII.3. kafla og Ásmundur Helgason ritaði II.6. kafla, IV. kafla V. kafla og VIII. kafla. is
dc.description Myndefni: 25 sm. is
dc.description Með samþykkt forsætisnefndar Alþingis frá því í júní 2008 var settur á laggirnar vinnuhópur þriggja sérfræðinga sem var falið að fara yfir núgildandi lagareglur um eftirlit þingsins með handhöfum framkvæmdarvalds og leggja mat á hvort breytinga sé þörf. Í vinnuhópinn voru skipuð Bryndís Hlöðversdóttir aðstoðarrektor, sem jafnframt er formaður hópsins, Andri Árnason hæstaréttarlögmaður og Ragnhildur Helgadóttir prófessor.

Starfsmaður hópsins er Ásmundur Helgason, aðallögfræðingur Alþingis.

Vinnuhópnum er meðal annars ætlað að skoða ákvæði stjórnarskrárinnar, sem lúta að eftirlitshlutverki þingsins, svo og ákvæði þingskapalaga, lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm o.fl. Vinnuhópnum er jafnframt ætlað að fara yfir stjórnskipunarleg álitaefni í tengslum við eftirlitshlutverk þingsins og gera grein fyrir þeirri þróun sem orðið hefur á þessu sviði í nágrannalöndum. Vinnuhópnum er samkvæmt samþykkt forsætisnefndar meðal annars ætlað að taka eftirfarandi atriði til athugunar:

Hvaða almennu sjónarmið liggja til grundvallar eftirlitshlutverki þingsins með framkvæmdarvaldinu og hvers eðlis er þetta eftirlit að teknu tilliti til núgildandi reglna?

Er þörf á að setja skýrari reglur um upplýsingagjöf ráðherra til þingsins og skyldu hans til að svara erindum frá Alþingi?

Þarf að afmarka betur rétt þingmanna til fyrirspurna á Alþingi og rétt þeirra til að óska skýrslna ráðherra?

Þarf að skýra betur rétt þingnefnda til eftirlits með störfum framkvæmdarvaldsins?

Hvernig á þingið að meðhöndla mál þar sem fram koma ásakanir um brot ráðherra í starfi eða önnur atriði sem geta kallað á að hann standi þinginu reikningsskil athafna sinna eða aðgerðarleysis?

Er rétt að auka möguleika minni hluta þingmanna til eftirlits með störfum ráðherra?

Er þörf á skýrari reglum um ráðherraábyrgð með hliðsjón af kröfum um skýrleika refsiheimilda?

Þarf að gera breytingar á málsmeðferð fyrir landsdómi í ljósi almennrar þróunar á sviði mannréttinda og réttarfars?

Er ástæða til að hafa áfram sérlög um ráðherraábyrgð og landsdóm og fela Alþingi ákæruvald í málum þar sem reynir á refsiábyrgð ráðherra?

Hópurinn hefur leitast eftir föngum við að svara þessum spurningum forsætisnefndar, en ekki hefur þó verið hjá því komist að taka á ýmsum öðrum álitaefnum sem upp komu við vinnslu skýrslunnar. Þá er það alltaf álitamál við svo yfirgripsmikið verk sem nefndin hafði með höndum að ákveða hverju skuli sleppa og augljóst að alltaf verður eitthvað út undan, sem æskilegt hefði verið að skoða. Hópurinn vill einkum taka fram að gagnlegt hefði verið að taka til skoðunar ábyrgð og skyldur embættismanna í tengslum við verkið, en ekki gafst til þess svigrúm á þeim tíma sem nefndin hafði til umráða. Það verkefni bíður síðari tíma.

Vinnuhópurinn hélt 18 fundi á starfstíma sínum, þar af þrjá samráðsfundi með umboðsmanni, ríkisendurskoðanda og skrifstofustjóra Alþingis. Jafnframt stóð hópurinn fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um þingeftirlit sem haldin var 1. desember 2008 í Reykjavík en á meðal framsögumanna voru sérfræðingar frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð sem greindu frá þróun þingeftirlits í heimalöndum sínum.

Við ritun skýrslunnar skiptu nefndarmenn ásamt starfsmanni með sér verkum.
is
dc.format.extent 287 s. is
dc.language.iso is
dc.publisher Alþingi is
dc.relation.uri http://www.althingi.is/pdf/eftirlit_althingis_med_framkvaemdavaldinu_skyrsla.pdf
dc.subject Löggjafarvald is
dc.subject Framkvæmdavald is
dc.subject Þingnefndir is
dc.subject Ísland is
dc.subject Alþingi is
dc.title Eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu : skýrsla vinnuhóps sem forsætisnefnd fól að fara yfir núverandi lagareglur um eftirlit þingsins með framkvæmdarvaldinu og leggja mat á hvort breytinga sé þörf is
dc.type Bók is
dc.identifier.gegnir 991008400099706886


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
eftirlit_althin ... kvaemdavaldinu_skyrsla.pdf 1.153Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta