| Titill: | Rannsóknir á mosa við jarðvarmavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði.Rannsóknir á mosa við jarðvarmavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði. |
| Höfundur: | Árni Bragason 1953 ; Eva Yngvadóttir 1964 ; Orkuveita Reykjavíkur |
| URI: | http://hdl.handle.net/10802/6637 |
| Útgefandi: | EFLA verkfræðistofa |
| Útgáfa: | 2009 |
| Efnisorð: | Mosar; Efnagreining; Rannsóknir; Jarðvarmaveitur; Hellisheiði |
| Tungumál: | Íslenska |
| Tengd vefsíðuslóð: | https://www.hafnarfjordur.is/media/umhverfi-og-gotur/RannsoknirMosi.pdf |
| Tegund: | Bók |
| Gegnir ID: | 991007641239706886 |
| Athugasemdir: | Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Myndefni: myndir, kort, gröf Markmið þessarar rannsóknar var að: • Meta styrk brennisteins og annarra efna í mosa, á svæði í kringum jarðvarmavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði. • Leggja mat á það hvort þessi efni yllu skemmdum á mosa. • Meta hvort skemmdir í mosa mætti rekja til náttúrulegs rofs. Rannsóknin náði yfir nokkur afmörkuð svæði við Hellisheiðarvirkjun þ.e. sýni voru tekin á svæði í SV átt út frá stöðvarhúsi virkjunar þar sem helsti útblástur á gasi kemur frá virkjuninni. Auk þess voru sýni tekin á afmörkuðu svæði við borholu 17 (HE-17) og svæði við neyðarlosun þar sem greinilegar skemmdir sáust á mosa. Einnig voru sýni tekin á svæðum við aðrar jarðvarmavirkjanir (Nesjavelli og Svartsengi) til samanburðar. Loks voru sýni tekin til viðmiðunar á svæði í Bláfjöllum sem er í sömu hæð yfir sjó og Hellisheiðarvirkjun, á stað sem er í margra kílómetra fjarlægð frá öllum jarðvarmavirkjunum. Tekin voru sýni til efnagreiningar af gamburmosa (Racomitrium lanuginosum) öðru nafni grámosa eða hraungambra. Þessi mosategund er algeng á Suður- og Suðvesturlandi og ábending hafði borist um skemmdir í þeirri tegund á svæði nálægt Hellisheiðarvirkjun. Einnig voru sýni tekin af háplöntunni stinnastör (Carex bigelowii) til rannsóknar. Sýni voru tekin á 10 stöðum í kringum Hellisheiðarvirkjun, 7 stöðum við Nesjavallavirkjun, 3 stöðum við jarðvarmavirkjunina á Svartsengi og einum stað í Bláfjöllum sem hafður var sem viðmiðun. Eftir sýnatöku voru öll sýnin af mosa og stinnastör þurrkuð, möluð og efnagreind á rannsóknastofu ALS Analytica Scandinavia í Svíþjóð, þar sem 25 frumefni voru greind í alls 68 sýnum af gamburmosa (52 sýni) og stinnastör (16 sýni). Í þessari skýrslu er áhersla lögð á umfjöllun um þau snefilefni í jarðhitagufunni sem talin eru mengandi þ.e. brennistein, arsen, bór, og kvikasilfur en niðurstöður efnagreininga allra annarra snefilefna sem mæld voru eru birtar í viðaukum. |
| Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
|---|---|---|---|
| Mosaskemmdir.zip | 7.548Mb | Óþekkt |
Skoða/ |