#

Svona er íslenskur landbúnaður 2007

Skoða fulla færslu

Titill: Svona er íslenskur landbúnaður 2007Svona er íslenskur landbúnaður 2007
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/6468
Útgefandi: Bændasamtök Íslands
Útgáfa: 04.2007
Efnisorð: Landbúnaður; Ísland
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=783
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991004997819706886
Athugasemdir: Hlaupatitill: Sveit og borg - saman í starfiMyndefni: myndir, línurit, töflurÍ þessum bæklingi er þess freistað að koma á framfæri nokkrum atriðum um íslenskan landbúnað, málum sem brenna á bændum og framtíðarsýn. Landbúnaður hefur þróast hratt síðustu ár og þótt búum hafi vissulega fækkað hafa þau mörg stækkað að sama skapi. Tæknivæðing og markvissar kynbætur einkenna nútímalandbúnað, enda býr mikil þekking í íslenskum sveitum þar sem vel menntað fólk fæst við flókið samspil náttúru og markaðar. Áhersla á velferð búfjár og góðan aðbúnað, ný tækifæri í jarðrækt og bætt nýting lands hefur kallað á mikla uppbyggingu. Markaðsvæðing og aukið frelsi til athafna hefur ekki síður aukist í landbúnaði en öðrum atvinnugreinum landsmanna.

Samt er það svo að tekist er á af miklum hita um landbúnað. Hér skal fullyrt að flestir sem ræða mál landbúnaðarins eiga það sammerkt að vilja veg hans sem mestan þótt menn hafi að sjálfsögðu ólíka sýn á bændur og störf þeirra. Geta sveitir og byggðir aðeins blómgast í skjóli tollverndar eða getum við lifað án hennar? Höfum í huga að engin þjóð í okkar heimshluta vill eða áætlar að leggja einhliða niður tollvernd.

Búvöruframleiðslan – matvælaframleiðslan – er á sinn hátt trygging fyrir matvælaöryggi þjóðar í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi snýst hún um að framleiða mat svo landsmenn séu ekki algjörlega háðir innflutningi á matvörum. Í öðru lagi er öryggi í því að eiga bændur og búalið sem kann til verka, þekkir framleiðsluaðstæður og aðferðir.

Landbúnaður er helsta byggðastoð sveitanna og margra þéttbýlisstaða landsins. Atvinnustarfsemi í sveitum hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Þúsundir hafa atvinnu og framfæri af jörðum sínum á einn eða annan hátt, ekki aðeins með hefðbundinni framleiðslu heldur einnig með því að stuðla að lífsgæðum hvers konar. Hafa þarf heildarmyndina í huga þegar fjalla á af ábyrgð um framtíð íslensks landbúnaðar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
svona_er_isl_landbunadur_2007.pdf 761.7Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta