#

Esperanto-íslensk orðabók / Esperanta-Islanda Vortaro

Skoða fulla færslu

Titill: Esperanto-íslensk orðabók / Esperanta-Islanda VortaroEsperanto-íslensk orðabók / Esperanta-Islanda Vortaro
Höfundur: Martin, Hugh
URI: http://hdl.handle.net/10802/646
Útgefandi: Íslenska esperantosambandið; La Islanda Esperanto-Asocio
Útgáfa: 2011
Efnisorð: Esperanto; Orðabækur
ISBN: 978-9979-70-905-3
Tungumál: Íslenska
Tegund: Bók
Útdráttur: FORMÁLI:
Á landsþingi Íslenska esperantosambandsins (IEA) árið 1989 færði Hugh Martin sambandinu að gjöf handrit sitt að esperanto-íslenskri orðabók ásamt öllum réttindum. Höfundur hafði lagt til grundvallar esperantoorðaforðann í Plena Ilustrita Vortaro de Esperanto (PIV), útg. 1987, og leitast við að skrá íslenskar þýðingar á sem stærstum hluta þess orðaforða.

Allar lagfæringar og undirbúning að útgáfu orðabókarinnar hafa íslenskir esperantistar látið í té í sjálfboðavinnu. Við skipulagningu á því hvernig unnið skyldi að útgáfu bókar eftir handritinu naut esperantohreyfingin í fyrstu leiðsagnar Árna Böðvarssonar, en hann lést árið 1992.

Orðabókarnefnd var sett á stofn á landsþingi IEA árið 1991 og hefur hún haft með höndum skipulagningu og umsjón með vinnu fyrir útgáfu orðabókarinnar. Nefndarmenn hafa frá upphafi verið Baldur Ragnarsson, Eysteinn Sigurðsson og Stefán Briem.

Fyrsti verkþáttur var að tölvuskrá handritið og lögðu þar hönd á plóg Eysteinn Sigurðsson, Jón Hafsteinn Jónsson, Stefán Briem og Steinþór Sigurðsson. Þetta verk var auðveldaðmeð því að útvega tölvuskrá með flettiorðum og efnisflokkun þeirra úr PIV, sem erlendir esperantistar létu góðfúslega í té. Annar verkþáttur voru lagfæringar, viðbætur og endurbætur af ýmsu tagi, og eru eftirtaldar þeirra helstar: Hermann Lundholm las yfir og bætti orðaforða í grasafræði og garðyrkju. Loftur Melberg Sigurjónsson las yfir og bætti orðaforða í biblíunni, kaþólsku, kristni og trúmálum utan kristni. Stefán Briem samræmdi orðaforða í stjörnufræði, bætti við orðaforða í upplýsingatækni og uppnýjaði heiti ríkja og þjóðerna.

Þrjár prófarkir hafa verið prentaðar af orðabókinni í lausblaðaformi. Flest voru eintökin af 2. próförk (1996), en þau gafst mönnum færi á að eignast á kostnaðarverði. Nú hefur verið ákveðið að gefa orðabókina út rafrænt og opna gjaldfrjálsan aðgang að henni á Internetinu snemma árs 2011. Nokkur eintök verða einnig prentuð í lausblaðaformi með lágmarkskostnaði en ekki sett í almenna sölu.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
HMversio-1.pdf 3.233Mb PDF Skoða/Opna
HMversio-2.pdf 2.066Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta