#

Samhent stjórnsýsla skýrsla nefndar um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands.

Skoða fulla færslu

Titill: Samhent stjórnsýsla skýrsla nefndar um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands.Samhent stjórnsýsla skýrsla nefndar um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands.
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/6147
Útgefandi: Forsætisráðuneytið
Útgáfa: 12.2010
Efnisorð: Stjórnsýsla; Lög; Ísland
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/lokaskyrsla-stjornarradslaganefnd.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991004371659706886
Athugasemdir: Myndefni: myndir, línurit, töflur.
Útdráttur: Nefnd um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands hafði það meginverkefni að setja fram tillögur sem miðuðu að því að auka sveigjanleika innan ráðuneyta og stofnana og tryggja að þekking og mann-auður sé nýttur til fulls eftir því sem verkefni og áherslur breytast. Nefndin telur að enn sé þörf fyrir sérstök lög um Stjórnarráð Íslands, m.a. vegna sérstöðu ráðuneyta í samanburði við stofnanir, en laga þurfi þau að breyttum aðstæðum, nú 40 árum eftir setningu þeirra. Fella eigi brott ákvæði laganna þar sem heiti ráðuneyta eru tilgreind. Með því skapist svigrúm fyrir ríkisstjórn hverju sinni, einkum við stjórnarmyndun, að ákveða fjölda ráðuneyta og heiti þeirra.

Lagt er til að hlutverk ráðherra sé skýrt skilgreint í lögum um Stjórnarráð Íslands og eftir atvikum lög-um um ráðherraábyrgð. Þannig verði mælt fyrir um frumkvæðis- og eftirlitsskyldu ráðherra gagnvart stjórnvöldum á málefnasviði hans og upplýsinga- og sannleiksskyldu, ekki síst gagnvart Alþingi. Kveðið verði á um samskipti ráðherra við embættismenn, t.d. þannig að ráðherra skuli leita faglegs mats embættismanna áður en ákvarðanir eru teknar og að hann virði sjálfstæði þeirra og hlutleysi í pólitískum skilningi. Hlutverk ráðuneytisstjóra verði betur skilgreint í lögum, hann beri ábyrgð á fag-legri stjórnsýslu og skýrt sé tekið fram að hann lúti eingöngu boðvaldi ráðherra. Samtímis verði póli-tískum aðstoðarmönnum fjölgað í því skyni að auðvelda ráðherra að hrinda pólitískri stefnu sinni í framkvæmd. Sér nefndin fyrir sér að við stjórnarmyndanir semji flokkarnir sín á milli um fjölda að-stoðarmanna, t.d. þannig að þeir verði misjafnlega margir (einn til tveir í ráðuneyti) eftir því hversu viðamiklir málaflokkar heyra undir ráðuneyti.

Að mati nefndarinnar er þörf á að tryggja betur samheldni innan ríkisstjórna, m.a. í því skyni að auð-velda þeim að taka erfiðar ákvarðanir. Rannsókn sem nefndin studdist við sýnir að sjálfstæði ráðherra er óvíða meira en hér á landi og hlutverk ríkisstjórnar og forsætisráðherra að sama skapi veigaminna. Telur nefndin æskilegt að ríkisstjórn hafi meira að segja um stefnumótandi yfirlýsingar einstakra ráðherra, fjárhagslega skuldbindandi ákvarðanir, þýðingarmiklar reglugerðarbreytingar, veitingu æðstu embætta í ráðuneytum og stofnunum og skipun nefnda sem undirbúa stefnumarkandi breytingar á löggjöf svo nokkur dæmi séu tekin. Þá væri æskilegt að koma betra skipulagi á ríkisstjórnarfundi þannig að ráðherrum og ráðuneytum gefist betra tóm til að kynna sér mál, sem þar á að ræða, áður en þau eru borin upp. Í því skyni mætti setja upp innri vef ríkisstjórnar þar sem dagskrá og gögn mála væru gerð aðgengileg ráðherrum og ráðuneytisstjórum með hæfilegum fyrirvara.

Lagt er til að skýrt verði betur í lögum um Stjórnarráðið hlutverk ráðuneyta gagnvart stofnunum sem undir þau heyra. Stjórnir stofnana verði almennt lagðar af en þess í stað tekin upp ráðgjafarráð ef á þarf að halda. Samskipti ráðuneyta og stofnana verði efld og tilfærsla starfsfólks þar á milli auðvelduð. Að því er varðar sjálfstæðar stofnanir telur nefndin að ráðuneyti eigi að hafa eftirlit með grunnþáttum í starfsemi þeirra og eiga frumkvæði að stefnumótun á viðkomandi málefnasviði. Þá þurfi ríkið að móta sér eigandastefnu gagnvart opinberum hlutafélögum og nýta hana sem virkt stjórntæki.

Nefndin leggur ríka áherslu á að tekin verði upp markvissari mannauðsstjórnun í Stjórnarráði Íslands. Í því skyni verði komið á fót sérstakri mannauðseiningu sem hafi forystu í mannauðsmálum og aðstoði einstök ráðuneyti í þeim efnum. Mótuð verði stefna um hreyfanleika starfsmanna og kjör samræmd milli ráðuneyta til þess að auðvelda slíkt. Jafnframt verði séð til þess að ráðuneyti séu samkeppnishæf á vinnumarkaði. Þá verði verklag við ráðningu stjórnenda og annarra starfsmanna samræmt til þess að tryggja sem best að fagleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi.

Að mati nefndarinnar þarf að styrkja getu ráðuneytanna til að móta stefnu. Byggja ætti upp þverfaglegt greiningar-, stefnumótunar- og verkefnastjórnunarteymi inn Stjórnarráðsins. Þá er nauðsynlegt að bæta endurmenntun starfsmanna, t.d. í Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðs Íslands, með sérstakri áherslu á þjálfun sérfræðinga og stjórnenda. Hvetja þarf ráðuneytin til að eiga með sér gott samstarf og afstýra því að lög og reglur standi því í vegi. Skýra þarf betur miðlægt hlutverk forsætis- og fjármálaráðuneyta og samstarf þeirra á milli til að gott samhengi verði milli stefnu ríkisstjórnar og fjárlagatillagna til Alþingis.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
lokaskyrsla-stjornarradslaganefnd.pdf 962.2Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta