Titill: | Stofnstærð og vanhöld minks Snæfellsnesi 2006-2007. Niðurstöður fyrri rannsóknar vegna tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins um svæðisbundna útrýmingu minks.Stofnstærð og vanhöld minks Snæfellsnesi 2006-2007. Niðurstöður fyrri rannsóknar vegna tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins um svæðisbundna útrýmingu minks. |
Höfundur: | Róbert Arnar Stefánsson 1972 ; Kristinn Haukur Skarphéðinsson 1956 ; Hallbeck, Björn ; Páll Hersteinsson 1951-2011 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/604 |
Útgefandi: | Náttúrustofa Vesturlands; Náttúrufræðistofnun Íslands; Líffræðistofnun Háskólans |
Útgáfa: | 2008 |
Ritröð: | Fjölrit Náttúrustofu Vesturlands;nr. 14 |
Efnisorð: | Minkur; Stofnstærð; Vistfræði |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Útdráttur: | Hér eru kynntar niðurstöður hluta þeirra rannsókna sem unnar hafa verið í tengslum við
tilraunaverkefni umhverfisráðuneytisins um svæðisbundna útrýmingu minks. Fjallað er um mat á stofnstærð, náttúrulegum vanhöldum minka og árangri veiðiátaks árið 2007 á Snæfellsnesi. Alls voru 58 minkar veiddir í lífgildrur haustið 2006 og í þá sett senditæki til að fylgjast með ferðum þeirra og afdrifum. Stærð minkastofnsins á Snæfellsnesi var áætluð 514 dýr í nóvemberbyrjun 2006 (95% vikmörk 257-771). Náttúruleg vanhöld voru mikil um haustið en minnkuðu eftir því sem frá leið. Vanhöld vegna veiða urðu nokkuð jafnt og þétt yfir veturinn en hlutfallslega mest snemma vors. Í júlí 2007 lifði enn um fjórðungur af þeim merktu minkum sem voru á lífi í byrjun september árið áður. Samkvæmt merkingum og endurheimtum veiddist ríflega fimmti hver minkur úr hauststofninum árið 2007, sem er svipað hlutfall og árin 2002 og 2003 (Róbert A. Stefánsson o.fl. 2006a, 2006b). Dánarorsök var ákvörðuð hjá 30 merktum minkum og drápust 13 þeirra af náttúrulegum orsökum en 17 vegna veiða. Af þeim merktu minkum sem veiddust, voru 5 veiddir af veiðimönnum veiðiátaksins en 12 af öðrum veiðimönnum, flestir áður en átakið sjálft hófst. Minkum virðist hafa fækkað frá hausti 2006(fyrir veiðiátak) til haustsins 2007 (eftir veiðiátak). Ekki er hægt að segja til um hvort ástæða fækkunarinnar sé aukin vanhöld vegna veiða eða náttúrulegra þátta. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
Stofnstaerd_vanhold_minka_vefutgafa.pdf | 632.3Kb |
Skoða/ |