#

Svæðisbundin byggðaáætlun : miðfirðir Austurlands, Neskaupstaður, Eskifjörður og Reyðarfjörður 1996-1999

Skoða fulla færslu

Titill: Svæðisbundin byggðaáætlun : miðfirðir Austurlands, Neskaupstaður, Eskifjörður og Reyðarfjörður 1996-1999Svæðisbundin byggðaáætlun : miðfirðir Austurlands, Neskaupstaður, Eskifjörður og Reyðarfjörður 1996-1999
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/5877
Útgefandi: Byggðastofnun
Útgáfa: 02.1997
Efnisorð: Byggðastefna
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/Svaedisbundin_Byggdaaaetlun_Midfirdir_Austurlands.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991002229419706886
Athugasemdir: Myndefni: töflurSkýrsla þessi greinir frá byggðaþróun og stöðu atvinnulífs í þremur sveitarfélögum á mið-Austurlandi, þ.e. Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað. Staða þessa svæðis gagnvart atvinnulífi og byggðaþróun var könnuð og framtíð metin í ljósi aðstæðna. Auk þess koma fram áform heimamanna um þjónustu opinberra aðila, viðbrögð ráðuneyta og mat Byggðastofnunar á því til hvað gera verði varðandi opinbera þjónustu á svæðinu. Einnig er í lokin sett fram áætlun um aðgerðir í atvinnumálum á svæðinu.

Verk þetta hefur verið nokkurn tíma að fæðast en vinna við það hófst í júní 1995. Í upphafi var óskað eftir því við sveitarfélögin að þau skipuðu hvert sinn tengilið til að eiga samskipti við Byggðastofnun um áætlanagerðina. Sveitarfélögin skipuðu þá Guðmund Bjarnason bæjarstjóra í Neskaupstað, Arngrím Blöndahl bæjarstjóra á Eskifirði og Ísak J. Ólafsson sveitarstjóra á Reyðarfirði sem tengiliði. Jón Ágúst Reynisson hjá Byggðastofnun á Egilsstöðum vann verkið fyrir hönd Byggðastofnunar.

Þessi hópur hittist mjög oft á þeim tíma sem áætlunin var að fæðast. Stærstur hluti þeirrar vinnu sem þar fór fram var í tengslum við nýtt þjónustuskipulag fyrir sveitarfélögin þar sem þau hyggjast sameina marga þætti úr starfsemi sinni. Einnig stóð hópurinn að kynningu á kostum og göllum á stofnun hafnasamlags fyrir svæðið og til þess voru fengnir fulltrúar úr Samgönguráðuneyti og Siglingastofnun auk þess sem Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Ísafirði kom og greindi frá reynslu sinni af stofnun hafnasamlags á Norðurlandi.

Þessi skýrsla hefur verið unnin með þeim hætti að sveitarfélögin sem að henni koma hafa haft mikið um það að segja hvað í henni kemur fram. Þetta fyrirkomulag hefur vonandi þau áhrif að mark verði tekið á áætluninni og vonandi af báðum aðilum, þ.e. sveitarfélögunum og ríkinu.

Á meðan á gerð þessarar áætlunar stóð hefur verið mikil þróun í samskiptum þeirra þriggja sveitarfélaga sem í hlut eiga. Stefnt er að sameiningu þeirra eða mjög náinni samvinnu. Vegna þessa geta tímasetningar og áform í einstökum málaflokkum sveitarfélaga raskast nokkuð miðað við það sem hér stendur.

Að mati tengiliða áætlunarinnar hefði verið hægt að ganga mun lengra í samvinnu og kerfisbreytingum hjá sveitarfélögunum ef áætlanir ríkisins lægju fyrir. Það er því að þeirra mati ókostur við vinnu að svæðisbundnum byggðaáætlunum hversu áætlanagerð að hálfu ráðuneyta er skammt á veg komin.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Svaedisbundin_B ... _Midfirdir_Austurlands.pdf 893.6Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta