#

Rekstrar- og starfsumhverfi upplýsingamiðstöðva

Skoða fulla færslu

Titill: Rekstrar- og starfsumhverfi upplýsingamiðstöðvaRekstrar- og starfsumhverfi upplýsingamiðstöðva
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/5854
Útgefandi: Byggðastofnun; Félag ferðamálafulltrúa á Íslandi
Útgáfa: 09.2003
Efnisorð: Ferðaþjónusta; Rekstrarhagfræði; Upplýsingamiðstöðvar
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/rekstrarumhv_ferdamalafulltrua.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991006926799706886
Athugasemdir: Höfundar: Sigríður Elín Þórðardóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir. Spurningalistar: Hrafnhildur Tryggvadóttir og Jóhanna Gísladóttir. Kortavinna: Guðbjörg Guðmundsdóttir og Áskell Heiðar ÁsgeirssonMyndefni: kort, línuritSú skoðun hefur verið ríkjandi meðal ferðamálafulltrúa að nauðsynlegt sé að styrkja rekstrarog starfsumhverfi upplýsingamiðstöðva á Íslandi því starfsemi þeirri sé mikilvægur hlekkur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Starfsemi þeirra er nær alfarið á ábyrgð sveitarfélaga en Alþingi styrkir sumar stöðvar en aðrar ekki og afar mismunandi er hvernig tekist hefur afla fjármagns vegna rekstrarins. Til þess að afla aukinnar þekkingar á rekstrarfyrirkomulagi og starfsumhverfi upplýsingamiðstöðva ákvað Félag ferðamálafulltrúa Íslands (FFÍ) í samstarfi við Byggðastofnuna að framkvæma könnun meðal forstöðumanna upplýsingamiðstöðva á Íslandi.

Markmið könnunarinnar eru eftirfarandi:

Að fá upplýsingar um rekstrarfjármögnun, launakostnað og sértekjur upplýsingamiðstöðva.

Að kanna starfsumhverfi upplýsingamiðstöðva, hvað felst í þeirri þjónustu sem upplýsingamiðstöðvar veita gestum, ferðaþjónustu- og/eða rekstraraðilum.

Að kanna viðhorf og væntingar umsjónaraðila upplýsingamiðstöðva í tengslum við samstarf, markaðssetningu, veikleika og styrkleika ferðaþjónustunnar.

Vonast er til að könnunin geti stuðlað að því að treysta enn frekar rekstrar- og starfsumhverfi upplýsingamiðstöðva á Íslandi. Vegna þess að upplýsingamiðstöðvar gegna mikilvægu hlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustunnar og í sambandi við hvernig þessi atvinnugrein kemur til með að þróast í framtíðinni.
Útdráttur: Tæplega hálf milljón gesta komu á upplýsingamiðstöðvarnar árið 2002.

Flestar upplýsingamiðstöðvarnar sem opnar voru allt árið voru með rekstrarfjármagn frá 5 til 10 milljónir króna.

Ferðamálaráð Íslands lagði fram 59% af heildarrekstrarfjármagni landamærastöðva, sveitarfélögin um 34% og 7% var aflað með sértekjum.

Um 44% af heildarrekstrarfjármagni landshlutamiðstöðva var aflað með sértekjum. Sveitarfélögin lögðu fram 23% af heildarekstrarframlaginu og Ferðamálaráðs Íslands um 21%. Atvinnuþróunarfélög, ferðaþjónustuaðilar, ferðamálasamtök landshlutanna lögðu fram 12% af rekstrarfjármagni stöðvanna.

Sveitarfélögin lögðu fram 82% af heildarrekstrarfjármagni svæðamiðstöðvanna, 15% var aflað með sértekjum og 3% fjármögnuðu ferðaþjónustuaðilar.

Afgerandi meirihluti umsjónaraðila taldi nauðsynlegt rekstrarframlög hækkuðu verulega til að hægt yrði að auka rekstraröryggi upplýsingamiðstöðva.

Nokkrir umsjónaraðilar töldu skilningsleysi ríkjandi á sveitarstjórnarstiginu í sambandi við það að starfrækja upplýsingamiðstöðva á ársgrundvelli.

Sértekjur vegna rekstur tjaldsvæða var besta tekjulindin á viðkomandi upplýsingamiðstöðvum.

Afgerandi meirihluti umsjónaraðila taldi að helsta sóknarfæri við öflun sértekna fælist í bókunarþjónustu. Starfssvið umsjónaraðila var afar margbreytilegt og fól meðal annars í sér daglegan rekstur, stefnumótun, markaðssetningu, ráðgjöf, kynningarherferðir og öflun viðskiptavina.

Meðal-starfsaldur umsjónaraðila var 34 mánuðir.

Á flestum upplýsingamiðstöðvum störfuðu tveir starfsmenn yfir háönn og einn yfir lágönn fyrir utan forstöðumann.

Það voru um fjörtíu ársverk á upplýsingamiðstöðvunum árið 2002.

Meðallaun starfsfólks voru frá 111-140 þúsund krónur á mánuði.

Flestir umsjónaraðilar töldu að fleiri gestir kæmu árið 2003 en árið á undan.

Afgerandi meirihluti umsjónaraðila taldi frekar mikið mikilvægt eða mjög mikilvægt að upplýsingamiðstöðin tæki þátt í markaðssetningu.

Afgerandi meirihluti umsjónaraðila taldi frekar mikilvægt eða mjög mikilvægt að vera í samstarfi við ferðamálafulltrúa, sveitarfélögin, Ferðamálaráð Íslands og ferðaþjónustuaðila.

Meirihluti umsjónaraðila taldi samstarf við þá aðila sem tilgreindir voru almennt vera minna en æskilegt væri.

Afgerandi meirihluti umsjónaraðila mátu náttúru og náttúrutengda afþreyingu einn helsta styrkleika ferðþjónustunnar.

Afgerandi meirihluti umsjónaraðila sagði að nauðsynlegt væri að efla samstarf milli aðila innan ferðaþjónustunnar. Aukin hagræðing í atvinnugreininni væri álitin grundvallar forsenda þess að hægt yrði að auka arðsemi hennar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
rekstrarumhv_ferdamalafulltrua.pdf 2.081Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta