#

Konur og stoðkerfi atvinnulífsins

Skoða venjulega færslu

dc.contributor Halldór V. Kristjánsson 1946 is
dc.contributor.author Sigríður Elín Þórðardóttir 1960 is
dc.date.accessioned 2014-06-27T13:40:57Z
dc.date.available 2014-06-27T13:40:57Z
dc.date.issued 2005
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/5851
dc.description Myndefni: myndir, línurit, töflur is
dc.description Skýrslan „Konur og stoðkerfi atvinnulífsins” er úttekt á því hvernig stoðkerfi atvinnulífsins hefur nýst konum í atvinnurekstri. Með bréfi dags. 4. apríl 2005 óskaði iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið eftir að Byggðastofnun gerði úttekt á því hvaða árangur hefur orðið undanfarin ár af verkefnum sem hafa haft það að markmiði að örva frumkvæði kvenna í atvinnurekstri. Kveikjan var m.a. rýr hlutur kvenna í atvinnurekstri og rýrari en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, s.s. Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Bandaríkjunum. Konur eiga og reka aðeins um fimmtung fyrirtækja á Íslandi og svipað hlutfall kvenna er í stjórnum fyrirtækja.

Markmiðið með skýrslunni er tvíþætt:
Að skoða stöðu kvenna gagnvart stoðkerfi atvinnulífsins hvað varðar styrki, lánsfé og hlutafé.

Að kanna hvaða árangur hefur náðst á undanförnum árum af verkefnum sem hafa verið í gangi til að hvetja konur til að hrinda viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd og styðja þær sem fyrir eru.

Frumgögnum var safnað með síma- og netkönnun sem IMG Gallup framkvæmdi fyrir Byggðastofnun, og með viðtölum við sérfræðinga sem starfa innan stoðkerfis atvinnulífsins sem tengist ráðgjöf, handleiðslu, námskeiðum um stofnun og rekstur fyrirtækja og við sérfræðinga sem hafa umsýslu með opinberum sjóðum sem veita fjármagni til nýsköpunar í atvinnulífi. Stuðst er við skýrslurnar ,,Eignarhald kvenna í atvinnurekstri og landbúnaði og ,,Efnahagsleg völd kvenna . Jafnframt byggir skýrslan á upplýsingum frá Hagstofu Íslands, Vinnumálastofnun, Impru nýsköpunarmiðstöð, Viðskiptaháskólanum á Bifröst, sem og vinnuskýrslum atvinnu- og jafnréttisráðgjafa Byggðastofnunar og félagsmálaráðuneytisins. Ofangreind upptalning er ekki tæmandi og fleiri heimildir voru notaðar sem fjalla um atvinnurekstur og frumkvöðlastarfsemi. Fyrsti hluti skýrslunnar fjallar almennt um stöðu kvenna í atvinnulífinu, hlutfall starfa kvenna, hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja, hlutfall kvenna meðal stjórnenda og embættismanna og tekjur kvenna sem hlutfall af tekjum karla.

Annar hluti fjallar um könnun sem IMG Gallup framkvæmdi meðal kvenna og karla í atvinnurekstri. Í könnuninni var lögð áhersla á að fá upplýsingar um aðgengi þátttakenda að fjármagni, hvort þeir hefðu tekið þátt í námskeiðum eða notið ráðgjafar hjá opinberum aðilum og þá hvort aðstoðin hafi nýst þeim við rekstur fyrirtækisins.

Þriðji hluti skýrslunnar er umfjöllun um fimm stuðningsverkefni. Þau eru starfsemi Kvennasjóðs, Lánatryggingasjóðs kvenna, starfsemi atvinnu- og jafnréttisráðgjafa Byggðastofnunar og félagsmálaráðuneytisins og að lokum er umfjöllun um námskeið sem ætluð eru konum í atvinnurekstri, þau eru Brautargengi og Máttur kvenna.

Í fjórða hluta skýrslunnar eru samandregnar niðurstöður og tillögur um framhald verkefna eða frekari stuðning, sem hefur það að markmiði að örva frumkvæði kvenna í atvinnurekstri.

Við lok þessarar úttektar er næsta skref að nota niðurstöður og tillögur til enn frekari aðgerða til að fjölga konum í atvinnurekstri og styrkja þær sem fyrir eru.
is
dc.description.abstract Staða kvenna í atvinnulífinu

Íslenskur vinnumarkaður er kynskiptur, bæði lóðrétt og lárétt. Kynskiptingin er lárétt í þeim skilningi að meirihluti kvenna starfar við þjónustu eða 87% samanborið við 57% karla. Hins vegar eru karlar í miklum meirihluta í mannvirkjagerð, fiskveiðum og veitustarfsemi. Vinnumarkaðurinn er lóðréttur í þeim skilningi að karlar eru mun fjölmennari en konur í áhrifastöðum í fyrirtækjum og stofnunum. Þátt fyrir aukna menntun kvenna á undanförnum árum hefur hún ekki skilað konum til jafns við karla í áhrifastöður í samfélaginu.

Könnun IMG Gallup- Stoðkerfi atvinnulífsins

Niðurstöður leiddu í ljós að ársvelta er líklegri til þess að vera hærri og að fleiri fastráðnir starfsmenn eru í fyrirtækjum í eigu karla en kvenna. Meiri líkur voru á því að engin fastráðin kona starfaði í fyrirtæki í eigu karls en konu.

Niðurstöðurnar varpa ljósi á að hlutfallslega fleiri konur en karlar höfðu sótt um styrk, en karlar voru helmingi líklegri til þess að hafa fengið styrk en konur og karlar fengu hærri styrk en konur. Karlarnir tóku almennt hærri lán en konurnar. Flestir sem fengu synjun um fjármagn fengu ekki skýringu á því. Afgerandi meirihluti þátttakenda sem fékk skýringu var mjög ósáttur við hana. Konur voru líklegri til þess að hafa sótt um fjármagn vegna atvinnurekstrar til einkaaðila, en karlar voru líklegri til þess að hafa sótt fyrirgreiðslu til opinberra aðila.

Meirihluti þátttakenda í könnuninni sem taldi mikla þörf á að breyta áherslum til styrktar konum í atvinnurekstri, taldi það best gert með stofnstyrkjum og ráðgjöf.

Meirihluti þátttakenda hafði ekki tekið þátt í opinberum stuðningsverkefnum þ.e. námskeiðum eða fengið ráðgjöf um stofnun og rekstur fyrirtækja. Flestir sögðu ástæðuna vera að þeir hefðu ekki þörf fyrir það sem í boði var. Jafnframt sagði þriðjungur kvenna ástæðuna vera skort á tíma og það átti einnig við um 15% karla. Afgerandi meirihluti þátttakenda sem hafði nýtt sér opinber stuðningsverkefni sagði að það hefði nýst mjög vel eða frekar vel, eða rúmlega 80%.

Mat á árangri opinberra stuðningsverkefna

Kvennasjóður hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að efla frumkvöðlastarfsemi meðal kvenna í atvinnurekstri og ljóst að mörg verkefnanna hefðu trúlega ekki orðið að veruleika ef ekki hefði komið fjármagn úr sjóðnum. Svo virðist sem Kvennasjóðurinn sé mikilvægur bakhjarl fyrir konur í litlum sprotafyrirtækjum þar sem afgerandi flestar höfðu ekki fengið aðra fjárhagslega fyrirgreiðslu.

Yfir 1000 konur hafa notið aðstoðar atvinnu- og jafnréttisráðgjafanna undanfarin fimm ár. Ljóst er að mikil þörf er á atvinnuráðgjafa sem hefur sérþekkingu á aðstæðum kvenna í atvinnurekstri. Starfsemin hefur haft mikil margfeldisáhrif, s.s. aukið samstarf meðal kvenna í tengslum við nýtingu náttúruafurða, bætt aðgengi kvenna á landsbyggðinni að námskeiðum um stofnun og rekstur fyrirtækja, þétt viðskiptatengslanet kvenna og styrkt félagslega stöðu kvenna sem margar starfa einar í fyrirtækjum sínum.

Námskeið

Afgerandi flestir þátttakendur í Brautargengisnámskeiðum og Mætti kvenna sögðu þau hafa nýst mjög vel og sögðust geta mælt með þeim við aðrar konur. Þátttaka í námskeiðunum virðist auðvelda konum að leita eftir handleiðslu og ráðgjöf í stoðkerfinu. Bæði verkefnin eru mikilvægt verkfæri fyrir konur í atvinnurekstri sem vilja bæta við þekkingu og menntun sína um stofnun og rekstur fyrirtækja. Þessi námskeið hafa einnig búið til tengslanet meðal kvenna í atvinnurekstri.

Tillögur að aðgerðum til að auka hlutfall kvenna í atvinnurekstri
Í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram er lagt til að áhersla verði á eftirfarandi aðgerðir:

Að stoðkerfi atvinnulífsins vinni markvisst að því að fjölga konum meðal viðskiptamanna.

Að störf atvinnu- og jafnréttisráðgjafa verði efld og tengd við störf atvinnuþróunarfélaganna.

Að skapa vettvang þar sem hægt er að fá fjármagn og handleiðslu.

Að jafna kynjahlutfallið í stjórnum sjóða og stofnana í stoðkerfi atvinnulífsins.

Að efla tengslanet kvenna.

Að fá karla í áhrifastöðum í stoðkerfinu til þess að láta sig málið varða.

Að skapa vettvang sem tengir saman fjárfesta og konur með viðskiptahugmyndir.

Að vinna gegn goðsögnum og úreltum ímyndum tengdar konum og hlutverki kvenna.
is
dc.format.extent 67 s. is
dc.language.iso is
dc.publisher Byggðastofnun is
dc.relation.uri http://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/konuratvinna.pdf
dc.subject Atvinnulíf is
dc.subject Fyrirtæki is
dc.subject Atvinnurekstur is
dc.subject Konur is
dc.subject Karlar is
dc.subject Kynjamunur is
dc.subject Ísland is
dc.title Konur og stoðkerfi atvinnulífsins is
dc.type Bók is
dc.identifier.gegnir 991003951689706886


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
konuratvinna.pdf 915.1Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta