#

Greinargerð. Óformlegur vinnuhópur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélga um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla.

Skoða fulla færslu

Titill: Greinargerð. Óformlegur vinnuhópur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélga um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla.Greinargerð. Óformlegur vinnuhópur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélga um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla.
URI: http://hdl.handle.net/10802/556
Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Útgáfa: 26.01.2011
Efnisorð: Grunnskólar; Hagfræði; Sveitarfélög; Opinber rekstur
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Útgefið 6. desember 2010 með leiðréttingum frá 26. janúar 2011.
Útdráttur: Inngangur:
Þann 6. nóvember 2009 sendu formaður og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga mennta- og menningarmálaráðherra minnisblað þar sem óskað var eftir tímabundnum heimildum til frávika frá ákvæðum grunnskólalaga til að skapa sveigjanleika fyrir hagræðingu í grunnskólum. Náðu þær tillögur m.a. til þess að stytta vikulegan kennslutímafjölda, fækka skóladögum nemenda og minnka framboð valgreina. Þessar tillögur voru frekar útfærðar á greinargerð sambandsins ,,Frekari hagræðing í starfi grunnskóla“ frá 2. desember 2009. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ekki brugðist formlega við þessu erindi.
Á fundi menntamálaráðherra með formanni og lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 21. september sl. voru fyrri óskir sambandsins um breytingar á lögum ítrekaðar. Var ákveðið að óformlegur vinnuhópur aðila myndi fjalla um möguleika á hagræðingaraðgerðum þar sem lögð væri áhersla á að skýra kostnað við rekstur grunnskóla á Íslandi sem er hár í samanburði við önnur lönd. Af hálfu ráðuneytisins sátu í hópnum Arnór Guðmundsson og Jón Vilberg Guðjónsson en af hálfu sambandsins þau Ragnar Þorsteinsson og Svandís Ingimundardóttir.
Spyrja má af hverju grunnskólinn er tekinn sérstaklega út hvað varðar hagræðingaraðgerðir og af hverju ekki sé horft heildstætt á fjárhagsvanda sveitarfélaga og samskipti ríkis og sveitarfélaga í því samhengi? Vinnuhópurinn getur ekki tekið afstöðu til fjárhagsvanda sveitarfélaga í heild sinni en það málefnasvið heyrir af hálfu ríkisins undir ráðuneyti fjármála og samgöngu- og sveitarstjórnamála. Hins vegar er ljóst að stærsti einstaki rekstrarþáttur hvers sveitarfélags er rekstur grunnskóla og hagræðingaraðgerðir hafa þegar og munu óhjákvæmilega hafa áhrif á starf grunnskóla.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
greinarg_vinnuh_rekstur_grunnsk_2011.pdf 454.6Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta