#

Eignarhald kvenna í atvinnurekstri og landbúnaði

Skoða fulla færslu

Titill: Eignarhald kvenna í atvinnurekstri og landbúnaðiEignarhald kvenna í atvinnurekstri og landbúnaði
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/5539
Útgefandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið; Byggðastofnun
Útgáfa: 2005
Efnisorð: Jafnréttismál; Konur; Atvinnurekstur; Landbúnaður; Fyrirtæki; Kannanir; Samanburðarrannsóknir; Ísland; Noregur; Svíþjóð; Lettland; Grikkland
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.idnadarraduneyti.is/media/Acrobat/Eignarhald_kvenna_IVR.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991001442449706886
Athugasemdir: Skýrsla frá Íslandi í verkefninu "Women towards ownership in business and agriculture" styrkt af Jafnréttisáætlun EvrópusambandsinsMyndefni: línurit, töflurFarið var af stað með verkefnið Women towards ownership in business and agriculture í byrjun árs 2004. Verkefnið er samanburðarrannsókn fimm landa á stöðu kvenna í fyrirtækjarekstri og landbúnaði. Verkefnið var styrkt af Jafnréttisáætlun Evrópusambandsins (The Community Framwork Strategy on Gender Equality 2001- 2005) og norsku ríkisstjórninni. Að baki verkefinu stóðu Innovation Norway, Norwegian Ministry of Children and Family Affairs í Noregi, NUTEK, Swedis Business Development Agency í Sviþjóð, Ministry of Welfare of Latvia, í Lettlandi, Panteion University, Department of Social Policy, og KO KMO KOP Centre for social morfology and social policy í Grikklandi og Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Byggðastofnun og Bændasamtökin fyrir hönd Íslands.

Hvert þátttökuland gefur út skýrslu sem fjallar um aðstæður í viðkomandi landi (national report) og er þessi skýrsla framlag Íslands. Á þessum fimm skýrslum byggir samanburðaskýrslan (international report) en í henni er staða kvenna í þátttökulöndunum borin saman s.s. í sambandi við atvinnuþátttöku, menntun, fyrirtækjarekstur og stuðningsaðgerðir opinberra aðila. Haft var í huga við samanburð á milli landanna að í sumum tilvikum var flokkun breyta mismunandi sem gerði samanburð stundum erfiðan en engu að síður gagnlegan.

Framvinda verkefnis var með þeim hætti að í upphafi verkefnis var aflað tölulegra gagna að því marki sem hægt var. Til þess að fá betri innsýn í aðstæður kvenna í atvinnurekstri var aflað gagna með viðtölum við konur í öllum þátttökulöndunum sem eiga og reka fyrirtæki. Auk þess voru haldnir umræðufundir þar sem aðilar úr stoðkerfi atvinnulífsins, voru meðal þátttakenda. Tilgangur fundanna var að skapa umræðuvettvang þar sem fjallað væri um á hvern hátt stoðkerfi atvinnulífsins, fjármálastofnanir, atvinnuþróunarfélög og ráðgjafar geti með auknu samstarfi virkjað enn betur hæfni og þekkingu kvenna til sóknar fyrir atvinnulífið, sjá má niðurstöður fundarins sem haldinn var á Íslandi síðar í skýrslunni.

Starfsmenn verkefnisins voru Sigríður Elín Þórðardóttir, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir frá Byggðastofnun, Dr. Stefanía Óskarsdóttir, Kristín Karlsdóttir frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og Erna Bjarnadóttir frá Bændasamtökunum.
Útdráttur: Neðangreindar tillögur eru settar fram á grundvelli upplýsinga sem fengust í viðtölum við konur í atvinnurekstri og í könnun meðal kvenna og karla sem reka eigin fyrirtæki. Einnig byggja tillögurnar á umræðufundi sem haldinn var með aðilum í stoðkerfinu sem vinna að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs.

Eftirfarandi tillögur eru taldar geta stuðlað að fjölgun kvenna í eigin atvinnurekstri og styrkt þær sem fyrir eru:

Mælt er með því að efla menntun og ráðgjöf sem miðar að því að fjölga frumkvöðlaverkefnum og auka atvinnusköpun kvenna.

Viðskiptasetur fyrir konur, þar sem konur sem hyggja á atvinnurekstur geta fengið ráðgjöf í tengslum við rekstrar- og viðskiptaáætlanir, markaðssetningu og leitað aðstoðar vegna samskipta við stjórnkerfið og stoðkerfi atvinnulífsins s.s. í sambandi við fjármögnunarleiðir.

Skapa vettvang sem tengir saman fjárfesta og konur með góðar viðskiptahugmyndir.

Að kanna hvort innra skipulag og starfshættir stofnana sem vinna að stuðningi við atvinnulífið þarfnist endurskipulagningar sem miði að því að laða að konur sem viðskiptavini.

Stuðla að því að uppræta rótgróin kynjabundin gildi um mismunandi hæfni kvenna og karla sem hamla því að kynin hafi jafna möguleika á vinnumarkaði.

Stjórnvöld vinni að því að fjölga konum í hópi æðstu stjórnenda í atvinnulífinu.

Jafna kynjahlutfallið í nefndum og stjórnum á vegum opinberra aðila og innleiða hugmyndafræði samþættingar jafnréttissjónarmiða inn í alla stefnumótun og ákvörðunartökur á vegum hins opinbera.

Hvetja fjölmiðla til þess að fjalla um jafnréttismál, umfjöllunin ætti að vera fjölbreytileg og sýna fram á jákvæð áhrif jafnréttisstarfs.

Stuðla að því að námsval kynjanna verði ekki kynbundið og að sú vinna hefjist í grunnskóla og haldi áfram í framhaldsskóla.

Góð og óheft þjónusta leikskóla er talin grundvallaratriði fyrir vinnumarkaðinn og þá sérstaklega fyrir konur á meðan umönnun barna er enn í ríkari mæli hefðbundið verksvið kvenna, en karla.

Konur í atvinnurekstri þurfa að efla samstöðu sína og viðskiptatengslanet og auka vitund fjölmiðla og atvinnulífsins á tilvist sinni.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Eignarhald_kvenna_IVR.pdf 1.849Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta