#

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Greining á starfsskilyrðum kvikmyndagerðar á Íslandi.

Skoða fulla færslu

Titill: Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Greining á starfsskilyrðum kvikmyndagerðar á Íslandi.Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Greining á starfsskilyrðum kvikmyndagerðar á Íslandi.
Höfundur: Starfshópur um starfsskilyrði og menningarlegt gildi kvikmyndagerðar á Íslandi vorið 2010
URI: http://hdl.handle.net/10802/540
Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Útgáfa: 2010
Efnisorð: Kvikmyndagerð; Ísland
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Skýrsla unnin fyrir mennta‐ og menningarmálaráðuneyti af starfshópi um starfsskilyrði
og menningarlegt gildi kvikmyndagerðar á Íslandi vorið 2010.
Útdráttur: Yfirlit og helstu niðurstöður:
Staða kvikmyndagerðar á Íslandi er í tvísýnu nú árið 2010. Eftir rúmlega
þriggja áratuga uppbyggingu geirans og þeirra miklu umbóta sem orðið hafa hin allra
síðustu ár olli efnahagshrun sem reið yfir þjóðina haustið 2008 því að töluvert mun
draga úr. Hversu mikið og hve lengi er óljóst. Á sama tíma eiga sér stað stórtækar
breytingar í tæknivinnslu og dreifingu kvikmyndaverka. Þær breytingar eiga þó eftir
að koma kvikmyndaiðnaðinum til góða á margvíslegan hátt þegar fram líða stundir.
Áhrifa af nýrri upptöku‐ og eftirvinnslutækni er þegar farið að gæta og er aukin
hagkvæmni í framleiðslu fyrsta tákn þess. Breytinga á miðlunar‐ og söluleiðum eiga
sér einnig stað og þó ekki liggi fyrir nú hvernig best sé að hagnýta þá þróun munu
íslenskir kvikmyndaframleiðendur án efa tileinka sér nýjar aðferðir og tryggja að þau
tækifæri sem ný tækni færir nýtist sem best. En þrátt fyrir þessa ytri erfiðleika
stendur íslensk kvikmyndagerð á nokkuð styrkum stoðum. Aðsókn í kvikmyndahús er
enn góð og áhugi er á íslenskum kvikmyndaverkum hjá íslenskum áhorfendum og
hafa vinsældir heimildamynda sem og leikins sjónvarpsefnis bætt þar verulega við. Á
meðan sterk tengsl eru á milli áhorfenda og kvikmyndagerðarinnar er geirinn betur í
stakk búinn til að standa af sér utanaðkomandi erfiðleika. Íslenskir áhorfendur eru
burðarstoðir íslenskrar kvikmyndagerðar og það er fyrst og fremst fyrir íslenska
áhorfendur, menningu og tungu sem kvikmyndagerð er stunduð hér á landi.
Kvikmyndaframleiðsla er kostnaðarsöm og eru hagræn skilyrði kvikmyndagerðar um
margt erfiðari en almennt gerist í annars konar framleiðslu. Geirinn býr við
markaðsbresti líkt og flest önnur menningar‐ og listaframleiðsla en hefur þá sérstöðu
að framleiðslu kostnaður er hærri en á flestum öðrum sviðum skapandi
atvinnugreina. Óeðlileg tekjudreifing veldur miklum óstöðugleika hjá fyrirtækjum og
verður til þess að hagkvæmni næst ekki í rekstri og þekking flyst frá fyrirtækjum.
Þessi skilyrði eru vandamál í kvikmyndagerð á alheimsvísu. Smæð íslensks markaðar
gerir fyrirtækjum hérlendis enn erfiðar fyrir en að sama skapi má segja að smæðin
auki sveigjanleika og dreifðari þekkingu og hæfni. Oft felast styrkleikar og veikleikar
íslenskrar kvikmyndagerðar í sömu þáttum.
Íslensk kvikmyndagerð hefur mikilvægt menningarlegt hlutverk og stuðningur
íslenska ríkisins við kvikmyndaframleiðslu leggur geiranum þá ábyrgð á herðar að
sinna því menningarlega hlutverki. Það er skylda kvikmyndageirans, sem og
stjórnvalda, að tryggja aðgang allra landsmanna að menningu sem miðlað er á
myndrænan hátt.
Menningarlegt hlutverk og menningarleg fjölbreytni er skilgreint og tryggt með
opinberri menningarstefnu. Hér er það sjónarmið sett fram að nokkuð vanti upp á
opinbera stefnugerð í kvikmyndamálum því ekki komi nægjanlega skýrt fram í lögum
og reglugerðum hvaða hlutverki íslensk kvikmyndagerð gegni í samfélagslegu og
menningarlegu samhengi né hvers vegna kvikmyndagerð er talin gegna það
mikilvægu hlutverki að opinberu fé sé veitt til hennar í þeim mæli sem raunin er.
Aukinn skilningur á hlutverki kvikmyndagerðar og opinber viðurkenning þar á mun
auka traust og styrkja hið mikilvæga samband þjóðar og kvikmyndageirans.
Greining á starfsskilyrðum kvikmyndagerðar á Íslandi
3
Miklar framfarir í starfsskilyrðum kvikmyndagerðar urðu þegar Kvikmyndamiðstöð
Íslands tók til starfa árið 2003. Stofnun stutt‐ og heimildamyndasjóðs, og síðar sjóðs
fyrir leikið sjónvarpsefni, innan Kvikmyndasjóðs gerði það að verkum að
framleiðsluskilyrði bötnuðu á skömmum tíma og framleiðsluaukning átti sér stað í
öllum tegundum kvikmyndaðs efnis. Starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar hefur verið í
þróun og þeir ferlar sem nú er unnið eftir teljast skila góðum árangri. Í heildina litið
má segja að samstarf Kvikmyndamiðstöðvar og kvikmyndageirans sé með ágætum.
Þróun og framfarir eru og eiga að vera viðvarandi og í úttekt á starfsskilyrðum, sem
hér er skipt niður í kafla sem hver um sig tekur mið af sérstakri grein
kvikmyndagerðar, eru útlistaðar tillögur að úrbótum sem snúa að Kvikmyndamiðstöð
og samvinnu hennar og kvikmyndageirans.
Um samskipti kvikmyndageirans og sjónvarpsstöðvanna, og þá sér í lagi
Ríkisútvarpsins ohf., er fjallað í skýrslunni. Samkvæmt upplýsingum sem fást frá
kvikmyndaframleiðendum er mikla meinbugi að finna á samstarfi kvikmyndageirans
og Ríkisútvarpsins ohf. sem og á eftirfylgni þess síðarnefnda við þann hluta
þjónustusamnings mennta‐ og menningarmálaráðuneytis og Ríkisútvarpsins ohf. sem
snýr að kaupum og framleiðslu á leiknu íslensku efni og nýsköpun í dagskrárgerð.
Ríkisútvarpið ohf. ætti að gegna mikilvægu hlutverki gagnvart íslenskri
kvikmyndagerð, líkt og ríkisreknar sjónvarpsstöðvar gera á hinum Norðurlöndunum
og er brýnt að unnið verði úr þeim ágreiningsmálum sem nú eru uppi og valda
báðum aðilum miklum erfiðleikum.
Þarfir barna, framleiðsla barnaefnis og kvikmyndauppeldi er tekið sérstaklega fyrir í
skýrslunni. Það er bent á hve nauðsynlegt er, vegna viðgangs tungumáls og
menningar, að huga vel að og auka við gerð íslensks barnaefnis. Enn fremur er vakin
athygli á því hversu hallar á íslenskan menningarheim í því barnaefni sem á
boðstólum er og hversu mikilvæg aukin hæfni barna í kvikmyndalæsi sem og þjálfun
þeirra í notkun myndmiðla er fyrir menningu og atvinnuskilyrði í framtíðinni.
Einnig fjallar skýrslan sérstaklega um konur í kvikmyndagerð og um þá kynbundnu
verkaskiptingu sem til staðar er. Einnig er vakin athygli á því að kynbundið misvægi er
í efnisvali og frásögnum sem birtast í kvikmyndaverkum og bent á þá skekktu mynd
sem slíkt dregur upp af samfélagi okkar. Ýmsar tillögur um úrbætur og aðgerðir til
bóta er að finna í skýrslunni. Víða finnast vísanir í framkvæmd kvikmyndamála á
Norðurlöndunum þar sem mikið uppbyggingarstarf hefur einnig átt sér stað í þeim
tilgangi að kynna aðgerðir sem hugsanlega gætu komið að notum hérlendis.
Loks má nefna að skýrslan fjallar um mikilvæg atriði sem snúa að varðveislu og
safnamálum þar sem bent er á brýna þörf á aðgerðum til þess að forða
frumeintökum íslenskra kvikmynda frá glötun. Umfjöllun um menntun, atvinnu‐ og
kjaramál, breytingar á virðisaukaskatti, þróun í sölu‐ og dreifingarmálum auk
greinargerðar um tæknimál er einnig að finna í skýrslu þessari sem vonandi kemur að
notum við mótun starfskilyrða og þróun kvikmyndagerðar þegar til lengri tíma er litið.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
skyrsl_kvikmyndam_2010.pdf 417.7Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta