#

Fjármál hins opinbera : aðrar leiðir færar

Skoða fulla færslu

Titill: Fjármál hins opinbera : aðrar leiðir færarFjármál hins opinbera : aðrar leiðir færar
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/5249
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands
Útgáfa: 2010
Efnisorð: Opinber fjármál; Skattar
ISBN: 9789979991632
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is/files/2010.02.16%20Skyrsla%20-%20Fjarmal%20hins%20opinbera_264062617.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991001030649706886
Athugasemdir: Myndefni: línurit, súlurit, töflurAð þessu sinni fjallar aðalskýrsla Viðskiptaþings um vanda ríkisfjármála í kjölfar efnahagskreppunnar og þá möguleika sem stjórnvöld standa frammi fyrir í þeim efnum. Segja má að skýrslan greini sig í tveimur atriðum frá þeim skýrslum sem hafa verið gefnar út á Viðskiptaþingi undanfarin ár. Annars vegar hafa titill og efni skýrslunnar ekki beina skýrskotun til yfirskriftar þingsins; Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf – Samkeppnishæfni og rekstrarumhverfi. Hins vegar var skýrslan upphaflega gefin út í desember, eða tveimur mánuðum fyrir Viðskiptaþing 2010.

Fyrir þessu eru góðar og gildar ástæður. Yfirskrift þingsins vísar til þeirra gríðarlega erfiðu rekstraraðstæðna sem íslensk fyrirtæki búa við um þessar mundir þar sem mikil óvissa, gjaldeyrishöft, hár fjármagnskostnaður, takmarkað aðgengi að fjármagni, versnandi skattaumhverfi og óskilvirk fjármálaþjónusta eru meðal helstu vandamála. Með hliðsjón af þessum fjölþættu vandamálum má velta fyrir sér hvort framtíð sé fyrir atvinnulíf á Íslandi.

Með nafni þingsins er ekki eingöngu vísað til erfiðra rekstraraðstæðna, heldur einnig þeirrar afstöðu sem gætir gagnvart atvinnulífinu af hálfu stjórnvalda. Fram til þessa virðist stefna stjórnvalda alls ekki taka nægjanlegt tillit til mikilvægis verðmætasköpunar við endurreisn hagkerfisins. Umfang ríkisrekstrar hefur farið hratt vaxandi undanfarin ár og vegur nú verulega að því jafnvægi sem þarf að ríkja á milli stærðar hins opinbera og einkageirans. Því vísar yfirskrift þingsins einnig til þess hvort stjórnvöld hyggist skapa nauðsynlegt rými fyrir íslenskt atvinnulíf til að það geti þrifist í framtíðinni.

Það er ljóst að lausn á skuldavanda og rekstrarhalla ríkissjóðs er þungamiðjan í framtíðarsamkeppnishæfni íslensks hagkerfis. Því má segja að titillinn vísi ekki síst til fjármála hins opinbera. Blómlegt atvinnulíf mun aldrei þrífast í hagkerfi þar sem stjórnvöld hafa misst tökin á ríkisfjármálum og greiðsluþrot blasir við. Ef stjórnvöld ná aftur á móti að snúa við taflinu og leysa aðsteðjandi vanda munu aðrir grunnþættir endurreisnarinnar fylgja í kjölfarið. Þannig má efla lánshæfismat ríkissjóðs og annarra stofnana samfélagsins, stuðla að auknum trúverðugleika krónunnar og styrkingu hennar, ýta undir fjármagnsflæði til landsins og efla þannig grundvöll atvinnustarfsemi. Allt dregur þetta úr áhættustigi og vaxtakostnaði landsins og stuðlar þannig að enn frekari bata hagkerfisins.

Í ljósi þess að flestar þær skattabreytingar sem gagnrýndar eru í skýrslunni komu til framkvæmda um áramótin þótti skynsamlegra að flýta útgáfu hennar. Þannig lagði Viðskiptaráð fram ítarlegt og nauðsynlegt innlegg í þá faglegu umræðu sem eðlilegt er að eigi sér stað við jafn viðamiklar breytingar og blöstu við. Miðað við önnur pólitísk deilumál hafa ríkisfjármál hlotið litla athygli og er það miður. Víðtækt samráð við atvinnulíf og heimilin í landinu þar sem skipts er á hreinskiptum og málefnalegum rökum væri heppileg nálgun við úrlausn þessa vanda enda snertir hann flesta fleti samfélagsins. Með skýrslunni vonast Viðskiptaráð til stuðla að slíku samráði og samhliða hvetja til þess að skynsamlegri stefnu verði beitt við aðlögun ríkisfjármála þar sem hagsýni og heildarhagsmunir verði höfð að leiðarljósi.

Viðskiptaráð Íslands hefur frá upphafi tekið virkan þátt í umræðu um ríkisfjármál og skattaumhverfi. Vorið 2008 gaf ráðið út skýrslu undir heitinu Útþensla hins opinbera: orsakir, afleiðingar og úrbætur. Í henni var farið yfir helstu orsakir og afleiðingar þeirrar útþenslu sem átt hefur sér stað í umsvifum hins opinbera á undanförnum árum. Að því loknu var gerð grein fyrir tillögum Viðskiptaráðs til úrbóta á því sviði. Þær tillögur sem þar voru lagðar fram eiga engu síður við í dag en þá.

Í skýrslu Viðskiptaþings 2010 um fjármál hins opinbera er farið yfir þær áskoranir sem stjórnvöld standa frammi fyrir vegna mikils halla í ríkisfjármálum. Gerð er grein fyrir áliti Viðskiptaráðs á nýlegum skattabreytingum, fjárlögum ársins 2010 og langtímastefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum. Einnig er fjallað um þau hagrænu áhrif sem fyrirliggjandi breytingar á skattkerfinu munu hafa. Að lokum eru lagðar fram tillögur í ríkisfjármálum sem miða að því að hagræða í útgjöldum hins opinbera og skjóta styrkari stoðum undir tekjugrunn þess.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
2010.02.16 Skyr ... ins opinbera_264062617.pdf 3.675Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta