#

Kvikmyndaskóli Íslands : Stofnanaúttekt

Skoða fulla færslu

Titill: Kvikmyndaskóli Íslands : StofnanaúttektKvikmyndaskóli Íslands : Stofnanaúttekt
URI: http://hdl.handle.net/10802/524
Útgefandi: Capacent; Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Útgáfa: 07.2010
Efnisorð: Menntun; Kvikmyndaskóli Íslands; Kvikmyndagerð
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Unnið fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið.Með erindisbréfi dagssettu 18.maí 2010 var Capacent falið að vinna stofnanaúttekt á Kvikmyndaskóla Íslands á
grundvelli 42. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008.
Markmið úttektarinnar skv. erindisbréfi er að leggja mat á starfsemi Kvikmyndaskóla Íslands með hliðsjón af
gildandi lögum, reglugerðum, aðalnámskrá og skólanámskrá og gera almennt grein fyrir stöðu og starfsemi
skólans. Áhersla var lögð á að meta stjórnun, kennslu, námsmat, námskröfur, lokapróf, nýtingu tíma,
starfsanda, menntun kennara, viðhorf starfsfólks, núverandi og fyrrverandi nemenda til skólastarfsins, svo og
meðferð fjárveitinga ríkisins til skólans.
Meginþættir framkvæmdaráætlunar úttektaraðila voru eftirfarandi skv. verkefnatillögu:
 Afla og leggja mat á skrifleg gögn og upplýsingar frá skólanum og ráðuneytinu.
 Vinna greiningu á verkefnum Kvikmyndaskóla Íslands og fjalla um framkvæmd þeirra.
 Fjalla um kennslu, námsmat, námskröfur, lokapróf og önnur grundvallaratriði varðandi faglega þætti í
starfi skólans.
 Taka viðtöl við stjórnendur skólans, kennara, nemendur og fulltrúa úr stjórn skólans.
 Framkvæma vefkönnun meðal útskrifaðra nemenda skólans.
 Vinna afmarkaða fjárhagslega greiningu með áherslu á ráðstöfun opinberra fjárframlaga samkvæmt
styrktarsamningi.
 Rita greinargerð þar sem niðurstöður stofnanaúttektarinnar eru birtar og tillögur til breytinga eða
úrbóta eftir atvikum
Úttektaraðilar
Úttekt þessi er unnin af Capacent ráðgjöf. Ráðgjafar sem unnu að úttektinni eru Fjóla María Ágústsdóttir og
Arnar Jónsson.
Útdráttur: 1. Almennar niðurstöður
 Kvikmyndaskóli Íslands er sérskóli á framhaldsskólastigi sem býður upp á hagnýtt nám í kvikmyndagerð
en segja má að skólinn sé lista- og verknámsskóli í kvikmyndagerð.
 Kvikmyndaskóli Íslands er ungur skóli í þeirri mynd sem hann er nú. Uppbygging skólans hefur verið
hröð í kjölfar þess styrktarsamnings um þróunarverkefni milli skólans og menntamálaráðuneytisins
sem gerður var árið 2007. Margt í uppbyggingarstarfi skólans hefur gengið eftir en jafnframt er ljóst að
taka verður skipulag skólans og ferli fastari tökum. Mikill metnaður og eldmóður virðist einkenna
stjórnendur og nemendur eru almennt jákvæðir í garð skólans.
 Það háir starfsemi Kvikmyndaskólans að ekki liggur fyrir formleg og afgreidd stefnumörkun um það
hvers konar skóli Kvikmyndaskólinn eigi að vera en skólinn hefur haft viðurkenningu sem einkaskóli á
framhaldsskólastigi. Stjórnendur skólans tala hins hins vegar um að skólinn stefni á að verða skóli á
háskólastigi. Þá virðast reglur skólans skrifaðar út frá því að um sé að ræða skóla á háskólastigi en ekki
sérskóla á framhaldsskólastigi. Óljós sýn á eðli skólans endurspeglast einnig í því hvernig skólinn velur
inn nemendur. Námslýsingum er oft ábótavant og viðmið varðandi námsmat óljós. Ekki liggur fyrir skýr
stefna um það hvaða formlegu kröfur eru gerðar til kennara.
 Ekki er boðið upp á sambærilegt, heildstætt nám og Kvikmyndaskóli Íslands býður upp á í öðrum
íslenskum skóla. Borgarholtsskóli býður upp á fagnám fyrir störf hjá fjölmiðlum og við
upplýsingamiðlun í stofnunum og fyrirtækjum sem skarast að einhverju leyti við námskeið
Kvikmyndaskólans en nemendur Borgarholtsskóla brautskrást af listnámsbraut sem er ekki
sambærilegt. Aðrir skólar bjóða upp á einstaka námskeið sambærileg þeim í Kvikmyndaskólanum.
 Mat úttektaraðila er að skólinn bjóði upp á hagnýtt nám í kvikmyndagerð. Uppbygging námsins kallar á
samstarf milli nemenda í framleiðslu, leikstjórn og handritagerð auk samstarfs við nemendur sem læra
leiklist, sem býður upp á verulegan ávinning fyrir nemendur.
2. Skipulag og stjórnun
 Kvikmyndaskólinn er fjölskyldufyrirtæki og náin tengsl eru á milli eignarhalds og stjórnunar. Starfsemi
skólans hefur vaxið mikið á síðustu árum og ekki síst í því ljósi er æskilegt að gera reksturinn
sjálfstæðari frá eigendum. Þetta mætti gera þannig að eigendur myndu annaðhvort einbeita sér að
daglegum rekstri eða þá stefnumótun í gegnum stjórnarsetu en ekki hvoru tveggja eins og raunin er í
dag.
 Í þessu sambandi má nefna að óheppilegt er að stjórnarformaður skólans starfi jafnframt sem
skólameistari, þótt hann gegni ekki því starfsheiti, og stýri daglegum rekstri skólans.
3. Innviðir, ferli og kennsla
 Þróunarsamningur mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem framlengdur var til loka ársins 2010
hefur að mestu leyti gengið eftir. Skipulag og ferli skólans hafa skýrst sl. 3 ár en engu að síður þarf að
styrkja frekar ferli, áherslur og kröfur er snúa að ráðningum deildarforseta og kennara skólans ,
inntöku nemenda, kennsluháttum, námsmati, réttindum og skyldum nemenda, sjálfsmati skólans og
gæðamálum.
 Kennsla sem fer fram er að miklu leyti verkleg en einnig í fyrirlestrarformi en lögð er áhersla á að gera
nemendur sjálfstæða og skerpa sköpunargáfu þeirra og þekkingu. Kennslumagn og viðvera í skólanum
Kvikmyndaskóli Íslands - stofnanaúttekt 3
er nokkuð mikil í samanburði við framhaldsskólastigið og nemendur öðlast víðtæka þekkingu í
kvikmyndafræðunum.
 Formlegt kennslumat frá nemendum er það sem einna helst er stuðst við þegar kennsla er metin og er
ágæt reynsla af því.
 Námsmat er ekki nógu vel skilgreint og staðlað og ræðst í flestum tilvikum of mikið af persónubundnu
mati kennara. Samræma þarf og skýra með nákvæmum hætti hvað lagt er til grundvallar námsmati
einstakra námskeiða. Einnig þarf að skýra frekar vægi ástundunar sem hluta af einkunn þar sem við á
og hvaða viðmið séu til grundvallar þegar ástundun og þátttaka er hluti af námsmati. Vel er staðið að
mati á útskriftarverkefnum nemenda við skólann.
 Lagt er til að undirbúningur og innsetning kennara verði með skipulagðari og formlegri hætti en nú er.
Kennurum verði sömuleiðis leiðbeint frekar varðandi námsmat og hvernig eigi að vinna með mætingar
og agavandamál nemenda.
 Við frekari þróun náms ber að velta upp þeim möguleika að nám í einstaka deildum verði lengt um ár
til að gefa nemendum kost á aukinni sérhæfingu. Samstarf deildarforseta hefur aukist og batnað mikið,
sérstaklega eftir að vikulegum fundum deilarforseta, kennslustjóra og stjórnarformanns var komið á sl.
haust. Bæta má þó enn frekar samvinnu milli sviða.
 Deildarforsetar Kvikmyndaskólans eru almennt séð mjög jákvæðir gagnvart skólanum og reiðubúnir að
leggja mikið á sig í þágu skólans. Þeir sinna hins vegar störfum sínum sem verktakar og er starfshlutfall
þeirra 50%. Eðlilegt má telja að deildarforsetar sem ábyrgð bera á sérsviðum séu fastráðnir og
starfshlutfall aukið til að tryggja samfellu í starfi skólans og tryggja fagmennsku og gæði í starfi.
 Gæðamál skólans eru ekki skilgreind og þyrfti að greina og skilgreina verkferla skólans og koma á og
skilgreina starfsemi fagráða.
 Kvikmyndaskóli Íslands heldur vel utan um hvern nemanda sem stundar nám hjá skólanum og eru
nemendur almennt frekar ánægðir með námið. Af þeim sem úttektaraðili hitti hafa margir hug á að
mennta sig frekar í kvikmyndafræðum. Fyrrverandi nemendur starfa flestir í faginu þegar vinnu er að
hafa.
 Húsnæði skólans er rúmt en á enn langt í land með að vera fullklárað og getur það hægt á framþróun
skólans.
4. Rekstur
 Fjárhagsleg staða skólans er veik og hana þarf að styrkja verulega eigi skólinn að geta staðið undir
langtíma skuldbindingum sínum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
kvikmyndaskoli_islands_stofnanauttekt_2010.pdf 553.2Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta