#

Aðalnámskrá leikskóla. Lokadrög. (DRÖG)

Skoða fulla færslu

Titill: Aðalnámskrá leikskóla. Lokadrög. (DRÖG)Aðalnámskrá leikskóla. Lokadrög. (DRÖG)
URI: http://hdl.handle.net/10802/516
Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Útgáfa: 09.11.2010
Efnisorð: Námskrár; Leikskólar
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Í leikskólum á velferð og hagur barna að vera leiðarljós í öllu starfi. Veita á börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Stuðla á að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta. Starfshættir leikskóla eiga að mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi, virðingu fyrir manngildi og kristinni arfleifð íslenskrar menningar.
Meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla eru:
a. að fylgjast með og efla alhliða þroska barna í náinni samvinnu við foreldra,
b. að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku,
c. að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar,
d. að stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra,
e. að leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun,
f. að rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að styrkja sjálfsmynd þeirra, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
drog_adalnamskra_leiksk_2010.pdf 407.8Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta