#

Þróunarsamvinna Íslands stöðuskýrsla 2006

Skoða fulla færslu

Titill: Þróunarsamvinna Íslands stöðuskýrsla 2006Þróunarsamvinna Íslands stöðuskýrsla 2006
URI: http://hdl.handle.net/10802/5134
Útgefandi: Utanríkisráðuneytið
Útgáfa: 11.2006
Efnisorð: Þróunarsamvinna; Ísland
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.utanrikisraduneyti.is/media/throunarsamvinna/Stoduskyrsla_2006_FINAL_11.12.06.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991004082149706886
Athugasemdir: Myndefni: línurit, töflur.Nær fjórir áratugir eru liðnir frá því að íslensk stjórnvöld hófu fyrst að veita tvíhliða þróunaraðstoð til annarra ríkja. Fram að þeim tíma hafði framlag Íslands einskorðast við stuðning við starfsemi alþjóðaþróunarstofnana. Tvíhliða þróunaraðstoð var í fyrstu smá í sniðum og veitt með aðstoð þróunarsamvinnustofnana annarra Norðurlanda. Með lögum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) frá árinu 1981 hófst nýtt tímabil þar sem Íslendingar mörkuðu sér sjálfir stefnu og áherslur í þróunarsamvinnunni.

Á síðustu sex árum hefur umfang þróunaraðstoðarinnar vaxið hratt og er þróunarsamvinnan nú orðinn mikilvægur þáttur í utanríkisstefnu Íslands. Árið 2004 markaði ríkisstjórnin þá stefnu að framlög til þróunarsamvinnu skuli nema 0,35% af vergri landsframleiðslu árið 2009. Samhliða stigvaxandi hækkunum til þróunarmála voru stefna og verklagsreglur ÞSSÍ mótaðar og hafist var handa við gerð heildarstefnumiða fyrir allt þróunarstarf Íslands. Stefna ÞSSÍ var samþykkt af stjórn stofnunarinnar í mars 2004 og Stefnumið Íslands í þróunarsamvinnu 2005 – 2009 voru lögð fram á Alþingi samhliða ræðu utanríkisráðherra um alþjóðamál í apríl 2005.

Með stöðuskýrslu þessari er gerð grein fyrir því hvernig auknum fjármunum til þróunarsamvinnu er nú varið. Skýrslan lýsir því starfi sem fram fer á vegum utanríkisráðuneytisins og ÞSSÍ. Ekki er um ársskýrslu að ræða, heldur byggir umfjöllunin á starfi sem í sumum tilfellum hefur tekið mörg ár, en í öðrum tilfellum hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu þremur til fjórum misserum. Stöðuskýrslan er í heild sinni birt í skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál til Alþingis í nóvember 2006.

ÞSSÍ gefur út ársskýrslu með ítarlegri umfjöllun um starfsemi stofnunarinnar, sem ekki verður endurtekin hér. Ársskýrsluna, sem og annað ítarefni um ÞSSÍ, má nálgast á heimasíðu stofnunarinnar, www.iceida.is/islenska. Skýrsla þessi hefst á kafla sem fjallar um þróunaraðstoð í alþjóðlegu samhengi, kafli 3 veitir tölulegt yfirlit yfir umfang og skiptingu þróunarsamvinnu Íslands og í kafla 4 er stiklað á stóru í þeim verkefnum sem Ísland styður. Fylgiskjal 1 inniheldur töflu sem gefur sundurliðað yfirlit yfir hvernig fjármunum hefur verið ráðstafað síðustu sjö árin.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Stoduskyrsla_2006_FINAL_11.12.06.pdf 158.3Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta