#

Markaður verður til : saga íslenska hlutabréfamarkaðarins

Skoða fulla færslu

Titill: Markaður verður til : saga íslenska hlutabréfamarkaðarinsMarkaður verður til : saga íslenska hlutabréfamarkaðarins
Höfundur: Gylfi Magnússon 1966
URI: http://hdl.handle.net/10802/5078
Útgefandi: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
Útgáfa: 12.2007
Ritröð: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands., Skýrslur Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands ; R07:01
Efnisorð: Fjármálamarkaðir; Hlutabréf; Ísland; Saga
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/R-series/2007/R0701.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991005887009706886
Athugasemdir: Heimildir: s. 41-43Myndefni: línurit
Útdráttur: Í grein þessari er fjallað um forsögu og tilurð íslenska hlutabréfamarkaðarins. Markaðurinn er mjög ungur í samanburði við markaði nágrannalandanna. Það virðist eiga sér allmargar skýringar. Það umhverfi sem íslenski hlutabréfamarkaðurinn spratt úr var meingallað. Margar hindranir voru í vegi fyrir því að hér kæmist á markaður með hlutabréf. Hlutafélagaformið var notað vegna takmarkaðrar ábyrgðar eigenda á rekstrinum en ekki til að safna fé frá mörgum. Þegar fé var safnað frá mörgum þá var höfðað til borgaralegrar skyldu frekar en hagnaðarvonar. Skattkerfið ýtti undir lánsfjármögnun og gjafvextir bankakerfisins höfðu sömu áhrif. Íslenski fjármálamarkaðurinn var einangraður frá erlendum mörkuðum. Landlægir ósiðir í rekstri hlutafélaga fældu frá fjárfesta, hömlur voru á framsal hluta, arðgreiðslur litlar, réttindi minnihluta lítt virt en innherjar sátu að helstu. Opinber fyrirtæki og samvinnufélög voru mjög umsvifamikil. Loks var almennt rekstrarumhverfi fyrirtækja á margan hátt óhagstætt.

Á níunda og tíunda áratuginum voru fyrrnefndar hindranir fjarlægðar ein af annarri. Verðtrygging og vaxtafrelsi gerðu lánsfjármarkaðinn eðlilegri. Verðbólgureikningsskil og lækkun verðbólgu drógu úr skaðsemi hennar. Skattlagning fjármagnstekna komst í eðlilegt horf og sérstök ívilnun vegna hlutabréfakaupa ýtti mjög undir þau. Vöxtur lífeyriskerfisins ýtti undir sparnað og skapaði spurn eftir hlutabréfum. Hluthöfum fjölgaði mikið við einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Hún þýddi jafnframt að stærri hluti hagkerfisins var rekinn á hlutafélagaformi. Sömu áhrif hafði hrun samvinnuhreyfingarinnar. Einkavæðing bankakerfisins leiddi jafnframt beint eða óbeint til ýmiss konar uppstokkunar í íslensku efnahagslífi.

Þegar loks var farið af stað varð uppbyggingin afar hröð. Það kemur vel heim og saman við fræðikenningar um nethrif (e. network externalities) á mörkuðum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
R0701.pdf 2.358Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta