#

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og íslenskur fjármálamarkaður : áhrif og ábyrgð

Skoða fulla færslu

Titill: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og íslenskur fjármálamarkaður : áhrif og ábyrgðLífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og íslenskur fjármálamarkaður : áhrif og ábyrgð
Höfundur: Gylfi Magnússon 1966
URI: http://hdl.handle.net/10802/5076
Útgefandi: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
Útgáfa: 04.2006
Ritröð: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands., Skýrslur Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands ; R06:01
Efnisorð: Lífeyrissjóðir; Fjármálamarkaðir; Ísland; Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/R-series/2006/R0601.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991005525309706886
Athugasemdir: Myndefni: línurit, töflurVorið 2005 kom Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, LSR, að máli við undirritaðan og óskaði eftir því að tekin yrði saman skýrsla um áhrif sjóðsins á íslenskan fjármálamarkað og þá ábyrgð sem þessum áhrifum fylgdi. Í ljósi stærðar sjóðsins er mjög eðlilegt að hugað sé að þessu. Tilefni þess að ráðist var í þetta nú var að komið var að þeim tímamótum í rekstri þessa stærsta lífeyrissjóðs landsins að heildareignir hans færu yfir 200 milljarða króna sem er um fimmtungur af vergri landsframleiðslu. Það gekk eftir, á meðan skýrslan var unnin fóru eignirnar vel yfir 200 milljarða og voru um 227 milljarðar í lok árs 2005.

Þetta hefur reynst afar áhugavert verkefni. Ekki fundust góðar fyrirmyndir að úttekt sem þessari en ýmis mjög áhugaverð erlend dæmi sem varpa ljósi á þau viðfangsefni sem sjóður á stærð við LSR þarf að kljást við. Einkum var horft til nágrannalandanna og eru helstu dæmin frá Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Bandaríkjunum en einnig er aðeins horft til Japan.

Skýrslan er þannig uppbyggð að fyrst er stuttlega farið yfir nokkrar lýðfræðilegar niðurstöður fyrir Ísland og áhrif þeirra á íslenska lífeyrissjóði í ljósi tilgangs og eðlis slíkra sjóða. Þessi kafli er nauðsynlegur bakgrunnur fyrir það sem á eftir kemur. Í öðrum kafla er fjallað um áhrif vaxtar LSR og lífeyrissjóða almennt á eignaverð. Sérstaklega er horft á það sem kalla má viðskiptakjör kynslóða. Í þriðja kafla er fjallað um ýmis önnur áhrif sem lífeyrissjóður af stærð LSR getur haft á viðskiptalíf. Loks eru í fjórða kafla dregnar fram helstu niðurstöður og ályktanir.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
R0601.pdf 277.9Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta