#

Auðlindagjald og skatttekjur ríkisins : viðbótarskýrsla með tilliti til nýrra skattalaga

Skoða fulla færslu

Titill: Auðlindagjald og skatttekjur ríkisins : viðbótarskýrsla með tilliti til nýrra skattalagaAuðlindagjald og skatttekjur ríkisins : viðbótarskýrsla með tilliti til nýrra skattalaga
Höfundur: Ragnar Árnason 1949 ; Landssamband íslenskra útvegsmanna
URI: http://hdl.handle.net/10802/5069
Útgefandi: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
Útgáfa: 01.2002
Ritröð: Skýrsla ; C02:02
Efnisorð: Skattar; Sjávarútvegur; Fiskveiðar; Fiskveiðistjórnun; Auðlindaskattur; Ísland
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/C-Series/2002/C0202-Audlindagjald-og-skatttekjur-rikisins-vidbotarskyrsla.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991002699589706886
Athugasemdir: Unnið fyrir LÍÚMyndefni: línurit, töflurHaustið 2001 framkvæmdi Hagfræðistofnun að beiðni LÍÚ athugun á sambandinu á milli auðlindagjalds og skatttekna ríkisins. Var skýrslu um verkefnið skilað í nóvember 2001 (Hagfræðistofnun 2001). Eftir það, nánar tiltekið í desember 2001, gerði alþingi veigamiklar breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt (lög nr. 133/2001). Þær breytingar, sem einkum snerta viðfangsefni þessarar skýrslu eru:

(1) Lækkun tekjuskatts félaga með takmarkaða ábyrgð úr 30% í 18%.
(2) Lækkun eignaskatta lögaðila og einstaklinga með:
(i) Hækkun fríeignamarks
(ii) Afnámi sérstaks eignaskatts
(iii) Lækkun almenns eignaskattshlutfalls úr 1.2 í 0.6%.

Með því að talið var, að þessar breytingar kynnu að hafa áhrif á tölulegar niðurstöður í athugun Hagfræðistofnunar, varð það að ráði að stofnunin endurreiknaði niðurstöður sínar miðað við hin nýju skattalög.

Hér fylgir á eftir endurskoðuð skýrsla Hagfræðistofnunar, þar sem tölulegar niðurstöður hafa verið endurskoðaðar með tilliti til þessara breyttu skattalaga. Rétt er að taka skýrt fram, að téðar breytingar skattalaga hafa engin áhrif á hinar efnislegu niðurstöður í upphaflegri skýrslu (Hagfræðistofnun 2001). Þær niðurstöður standa óhaggaðar. Hér er einungis um breytingu á tölulegum niðurstöðum að ræða.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
C0202-Audlindag ... kisins-vidbotarskyrsla.pdf 157.4Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta