#

Tölfræðileg greining á alvarlegum umferðarslysum á Íslandi 1970-1997 : skýrsla til Umferðarráðs

Skoða fulla færslu

Titill: Tölfræðileg greining á alvarlegum umferðarslysum á Íslandi 1970-1997 : skýrsla til UmferðarráðsTölfræðileg greining á alvarlegum umferðarslysum á Íslandi 1970-1997 : skýrsla til Umferðarráðs
Höfundur: Sigurður Ingólfsson 1961 ; Umferðarráð
URI: http://hdl.handle.net/10802/5061
Útgefandi: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
Útgáfa: 1998
Efnisorð: Skýrslur; Umferðarslys; Kannanir; Ísland; Tölfræði
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/C-Series/1998/C9810-Tolfraedileg-greining-a-alvarlegum-umferdarslysum-a-Islandi-1970-1997.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991011533989706886
Athugasemdir: Myndefni: línurit, töflur
Útdráttur: English summary: s. 9-10The present report presents a preliminary statistical analysis of serious and fatal traffic accidents in Iceland. Annual and monthly data is considered, the longest time series reaching back to 1970 on a monthly basis, and the shortest monthly series only to 1988. Apart from a count of fatally and seriously injured, data on four different component groups, i.e. 17 years, 18 years, 19-24 years and others, are provided with one series. Evidently the data is discrete, and with some of the subgroups the figures are to low for a normality approximation to be justifiable. This somewhat complicates the analysis, but an effort is made to circumvent this problem by the use of nonparametric tests. Apart from the above series, reference series such as monthly amount of petrol sold, enter the analysis indirectly. The analysis mainly tackles four aspects of the series: long term tendency, seasonal variation and differences between age groups, as well as attempting to construct a viable model to forecast the number of fatally and seriously injured monthly.

The main results are the following:

1. Long term tendency: Serious and fatal injuries are diminishing in number, especially during this decade, and this holds not only per capita, but also in absolute terms. For the majority of the series a structural break can be postulated with some justification at the beginning of this decade.

2. Seasonal variation: The data contain a strong seasonal component, although not an altogether regular one, in comparison with the seasonal variation in the amount of petrol sold per month. As it seems, not all months are significantly different from one another, and a great deal of the seasonal variation can even be captured by defining only two seasons, November-May on one hand, and June-October on the other. An inspection of recursive coefficients in a regression on such seasonal components suggests that the reduction in summer-autumn season fatalities began earlier than the one that has taken place in fatalies during winter and spring. A comparison of the seasonal variation in fatalities and serious injuries with that in the amount of petrol sold each month, seems to indicate that the main deviations occur in April and October.

3. Young drivers: An inverse relation holds between the age of drivers and their accident-proneness. Non-parametric test even reveal a significant difference between the 17 and 18 year old groups. An inspection of the variance in each age groups accident frequency indicates that it exhibits the same pattern and increases with lower age above 17. This holds both for seasonal variation and the variance over the whole period and the difference is significant between all but the youngest groups of drivers.

4. Modeling and forecasting: A model is set up for the monthly series of killed and seriously injured that is based on a constant, a trend component and monthly seasonal components. An effort is made to improve it by allowing stochastic parameter variation, but as a number of outliers not explained by the model are present in the series, its mean expected deviation remains as high as 25%. Although a good forecast can hardly be expected, the dynamic model does allow a better estimate of the present trend, which indicates that presently the reduction in traffic deaths and serious injuries may be faster than other would lead us to think. It also suggests that seasonal variation in this series is diminishingSkýrsla sú sem hér liggur fyrir felur í sér nokkur skref í átt að tölfræðilegri greiningu fjölda dauðsfalla og alvarlegra meiðsla í umferðinni á Íslandi. Gögnin sem skoðuð eru, eru annars vegar árlegar og hins vegar mánaðarlegar tölur um dauðsföll og alvarleg meiðsl og ná talnaraðirnar mislangt aftur í tímann, lengst aftur til 1970, en skemmst til 1988. Einnig liggur fyrir sundurliðun sumra raðanna í fjóra aldurshópa, 17 ára, 18 ára, 19-24 ára og aðra. Eðli málsins samkvæmt eru gögnin strjál, og takmarkar það nokkuð svigrúm til greiningar þegar tölurnar eru mjög lágar og nálgun við normaldreifingu er ekki réttlætanleg. Auk þessara tímaraða eru tölur um fólksfjölda og bensínsölu hafðar til viðmiðunar. Greiningin skiptist einkum í fjóra þætti, ályktanir um langtímaþróun, árstíðasveiflu og mismun á milli aldurshópa, auk þess sem metið er spálíkan á mánaðargrundvelli fyrir fjölda látinna og alvarlega slasaðra.

Helstu niðurstöður eru þessar:

1. Langtímaþróun. Dauðsföllum og alvarlegum slysum fer fækkandi, einkum á þessum áratug. Gildir það jafnt, hvort sem miðað er við fólksfjölda eða ekki. Í mörgum tilfellum er um óyggjandi þáttaskil að ræða strax í upphafi áratugarins.

2. Árstíðasveifla. Árstíðasveifla er sterk í gögnunum, en þó ekki fyllilega regluleg, a.m.k. ekki samanborið við árstíðasveiflu í bensínsölu, sem notuð er sem lauslegur mælikvarði á umferðarþunga. Svo virðist sem lítt marktækur munur sé á meðaltölum mánaðanna nóvember til maí annars vegar og hins vegar júní til október. Bendir það til þess að skýra megi umtalsverðan hluta árstíðabreytileika í slysum með því að nota einungis tvær árstíðir. Sé það gert kemur í ljós að meiri og jafnari fækkun hefur orðið á dauðsföllum yfir sumar og haustmánuðina frá 1980, en dauðsföllum að vetri og vori byrjar ekki að fækka umtalsvert fyrr en mun síðar, eða 1992. Sé árstíðasveifla í slysum borin saman við þá sem einkennir bensínsölu eða umferðarþunga, kemur í ljós að hún er einkum frábrugðin í apríl og október.

3. Ungir ökumenn: Meðaltal slysatíðni í aldurshópum stendur í öfugu hlutfalli við meðalaldur innan hópsins. Með stikalausum prófum má jafnvel greina marktækan mun á milli 17 og 18 ára vegfarenda hvað þetta varðar. Sama mynstur kemur fram sé dreifni eða sveifla slysatíðninnar skoðuð, hvort sem er innan árs (árstíðasveifla) eða yfir heilt tímabil. Dreifnin er meiri og sveiflan stærri eftir því sem aldurinn í hópunum er lægri og er mismunurinn marktækur milli allra nema yngstu tveggja hópa ökumanna.

4. Spálíkön: Skilgreint er spálíkan fyrir fjölda látinna og alvarlega slasaðra í mánuði, sem byggir á föstum þætti, leitni og árstíðasveiflu. Reynt að bæta eiginleika þess með því að leyfa stikum að þróast yfir tíma. Vart er hægt að segja að góð spá fáist með þessum hætti, enda er mikið um mjög stór frávik í matinu sjálfu sem erfitt er að skýra. Þannig er vænt skekkja spárinnar um 25%. Kvika líkanið leyfir aftur á móti að draga ályktanir um það að fækkun slysa er meiri á síðustu árum en aðrar aðferðir gefa til kynna, sem og um það að árstíðasveifla virðist vera í rénun.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
C9810-Tolfraedi ... um-a-Islandi-1970-1997.pdf 206.9Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta