#

Friðun kirkjugripa í kirkjum landsins : verkefninu ýtt úr vör

Skoða fulla færslu

Titill: Friðun kirkjugripa í kirkjum landsins : verkefninu ýtt úr vörFriðun kirkjugripa í kirkjum landsins : verkefninu ýtt úr vör
Höfundur: Þóra Kristjánsdóttir 1939 ; Þjóðminjasafn Íslands
URI: http://hdl.handle.net/10802/5012
Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands, útiminjasvið
Útgáfa: 2001
Ritröð: Þjóðminjasafn Íslands, Rannsóknaskýrslur ; 2001:5
Efnisorð: Kirkjugripir; Rannsóknir; Kirkjur
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.thjodminjasafn.is/media/rannsoknir/Fridun_kirkjugripa_i_kirkjum_landsins_2001.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991001088869706886
Athugasemdir: Þjóðminjavörður ákvað í samráði við þjóðminjaráð og biskup að friða gripi í þremur kirkjum í Árnessýslu sumarið 2001. Það var gert samkvæmt þjóðminjalögum nr. 88 frá 1989.

Skrásetning, friðun og eftirlit með kirkjugripum og minningarmörkum í kirkjum og kirkjugörðum um land allt hefur verið á dagskrá löggjafans í nærri heila öld. Þjóðminjasafnið og starfsfólk þess hefur frá upphafi stefnt að því að öðlast yfirsýn yfir menningarverðmæti í landinu og lagði Matthías Þórðarson þjóðminjavörður grunninn að kirkjugripaskrá með skoðunarferðum og könnun á kirkjum og kirkjustöðum á árunum 1908-15. Eftirmenn Matthíasar í embætti, þeir Kristján Eldjárn og Þór Magnússon, endurskoðuðu skrá Matthíasar eftir því sem tækifæri gáfust og er nú í Þjóðminjasafni varðveittur grunnur að heimildarsafni sem stöðugt er verið að endurskoða og bæta.

Þegar samstarf Þjóðminjasafns við Húsafriðunarnefnd um útgáfu bóka um kirkjur Íslands komst á skrið þótti brýnt að stefna að friðun valdra gripa í tengslum við þá útgáfu. Þóru Kristjánsdóttur var falið að rannsaka og skrifa um skrúða og áhöld í fyrstu tvö bindin og rökstyðja friðun gripa í þeim kirkjum sem fyrst yrði fjallað um. Hafist var handa við að skrifa um gripi í Tungufellskirkju, Hrunakirkju og Hrepphólakirkju og er þetta skýrsla um þá rannsókn sem hér sér dagsins ljós. Fyrsta bindi ritraðarinnar kom út í nóvember 2001. Fyrir liggur handrit að öðru bindi, þar sem fjallað er um Stóra-Núpskirkju, Ólafsvallarkirkju, Villingaholtskirkju og Hraungerðiskirkju svo og drög að friðunarskrá.

Samkvæmt nýjum Þjóðminjalögum sem vorusamþykkt vorið 2001 og tóku gildi 1. september 2001 flyst friðun kirkjugripa og minningarmarka yfir til nýrrar stofnunar, Fornleifaverndar ríkisins. Það kemur því í hlut þeirrar stofnunar að sjá um framkvæmd þessa verkefnis í framtíðinni.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Fridun_kirkjugripa_i_kirkjum_landsins_2001.pdf 379.3Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta