Titill: | Húsakönnun : Eyjarslóð - Fiskislóð - Grandagarður - Hólmaslóð - NorðurgarðurHúsakönnun : Eyjarslóð - Fiskislóð - Grandagarður - Hólmaslóð - Norðurgarður |
Höfundur: | Drífa Kristín Þrastardóttir 1976 ; Guðný Gerður Gunnarsdóttir 1953 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/4909 |
Útgefandi: | Minjasafn Reykjavíkur |
Útgáfa: | 2009 |
Ritröð: | Minjasafn Reykjavíkur., Skýrslur Minjasafns Reykjavíkur - Árbæjarsafns ; nr. 146Skýrslur Árbæjarsafns ; nr. 146 |
Efnisorð: | Borgarskipulag; Byggingar; Húsavernd; Húsfriðun; Reykjavík |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://www.minjasafnreykjavikur.is/PortalData/12/Resources/skjol/skyrslur/skyrsla_146.pdf |
Tegund: | Skýrsla |
Gegnir ID: | 991008370739706886 |
Athugasemdir: | Titill á kápu: Húsakönnun : Örfirisey og Grandinn Myndefni: myndir Hér fer á eftir könnun byggðar í Örfirisey og á Grandanum, en svæðið afmarkast af sjávarmáli í allar áttir nema að suðvestanverðu, en þar afmarkast það af norðvesturenda Mýrargötu, suðvesturenda Fiskislóðar og suðvesturlóðamörkum Fiskislóðar 1. Um er að ræða staðgreinireiti 1.010.0, 1.011.0, 1.012.0, 1.014.0, 1.085.0, 1.086.0, 1.087.0, 1.089.0 í Reykjavík. Húsakönnunin er unnin að beiðni Faxaflóahafna sf. vegna hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Þegar hafa verið gerðar húsakannanir og fornleifaskráning fyrir aðra hluta skipulagssvæðisins sem birst hafa í skýrsluröð Minjasafns Reykjavíkur – Árbæjarsafns. Fornleifaskráning fyrir þann hluta skipulagssvæðisins sem hér um ræðir kemur einnig út í sömu skýrsluröð. Svæðið sem hér um ræðir er innan þess svæðis sem varðveisluskrá Reykjavíkur nær til, en það er svæðið innan Hringbrautar / Snorrabrautar. Skoðað er hvaða hús hafa verið byggð á svæðinu í gegnum árin en sú rannsókn er nauðsynleg til að átta sig á samhengi byggðarinnar og þróun svæðisins. Nokkur þeirra húsa sem standa á svæðinu eru tekin til sérstakrar skoðunar og metin til varðveislu út frá sjónarmiðum minjavörslu um listrænt eða byggingarsögulegt gildi, menningarsögulegt gildi og umhverfisgildi. Skrá yfir öll hús á svæðinu fylgir síðan aftast í þessari húsakönnun. Við mat á varðveislugildi húsa hefur verið beitt svokallaðri SAVE-aðferð (Survey of Architectural Value in the Environment) sem gerð er grein fyrir í ritinu Leiðbeiningar um gerð bæja- og húsakannana, útgefnu af Húsafriðunarnefnd ríkisins 1996. Þar er höfð til hliðsjónar dönsk SAVE-aðferð, þar sem lagt er mat á fjóra þætti: Listrænt gildi, menningarsögulegt gildi, umhverfisgildi og upprunalega gerð. Varðveislugildi húsa byggist síðan á innbyrðis mati á vægi hvers þáttar og vega þar þyngst gildi byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis. Einnig er stuðst við Húsverndarskrá Reykjavíkur, sem gefin var út sem þemahefti með Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996–2016, Húsvernd í Reykjavík, svæðið innan Hringbrautar / Snorrabrautar. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
skyrsla_146.pdf | 20.12Mb |
Skoða/ |