Titill: | Mat á umhverfisáhrifum Sundabrautar 2. áfanga : fornleifar á framkvæmdarsvæðinuMat á umhverfisáhrifum Sundabrautar 2. áfanga : fornleifar á framkvæmdarsvæðinu |
Höfundur: | Anna Lísa Guðmundsdóttir 1962 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/4907 |
Útgefandi: | Minjasafn Reykjavíkur |
Útgáfa: | 2008 |
Ritröð: | Minjasafn Reykjavíkur., Skýrslur Minjasafns Reykjavíkur - Árbæjarsafns ; 139Skýrslur Árbæjarsafns ; 139 |
Efnisorð: | Fornleifarannsóknir; Fornleifaskráning; Vegagerð; Umhverfisáhrif; Sundabraut |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://www.minjasafnreykjavikur.is/PortalData/12/Resources/skjol/skyrslur/skyrsla_139.pdf |
Tegund: | Skýrsla |
Gegnir ID: | 991008369659706886 |
Athugasemdir: | Myndefni: myndir, kort, uppdr. Minjasafn Reykjavíkur annast fornleifaskráningu í Reykjavík. Í skýrslu þessari eru teknar fyrir þær fornleifar sem eru innan áætlaðs framkvæmdasvæðis Sundabrautar 2. áfanga eða í næsta nágrenni, sjá mynd 1. Til stendur að leggja brautina frá Gufunesi, vestur fyrir bæjarhól Eiðis, yfir Eiðsvíkina í Geldinganes (valkostur 1 og 2), frá Geldinganesi yfir í Gunnunes, framhjá bæjarhóli Sundakots, vestur fyrir bæjarhól Glóru. Austur fyrir bæinn Álfsnes, á ytri eða innri leið yfir Kollafjörð yfir á Kjalarnes við Móanes. Þær jarðir sem framkvæmdin nær yfir að hluta eru Gufunes, Eiði, Sundakot, Glóra, Álfsnes, Esjuberg og Móar. Mat er lagt á gildi minjanna sem framkvæmdarsvæðið hefur áhrif á og gerð tillaga um mótvægisaðgerðir. Fornleifaskráning á hluta af þessu svæði hefur nokkrum sinnum farið fram: fyrst á vegum Þjóðminjasafni Íslands árið 1985. Árið 1995 voru jarðirnar Gufunes og Eiði skráðar af Bjarna F. Einarssyni og birtist skráningin í Fornleifaskrá Reykjavíkur. Skráning hófst á Kjalarnesi árið 1999 í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og var Gunnar Bollason fenginn til að taka saman heimildir og skrifa sögu bæjanna auk þess sem hann frumskráði fornleifar í skráningarkerfið Sarp. Á árunum 2002 til 2003 gerði Minjasafni Reykjavíkur átak í vettvangsskráningu fornleifa á Kjalarnesi, en þá skráðu fornleifafræðingarnir Sólborg Una Pálsdóttir og Jóna Kristín Ámundadóttir stóran hluta af Kjalarnesi. Rústirnar voru þá mældar upp, teiknaðar og hnitsettar, auk þess sem Sólborg skrifaði sögu Þerneyjarsunds. Árið 2006 var höfð samvinna við Háskóla Íslands um að fara yfir skráningu á jörðunum Sundakoti, Glóru og Álfsnesi á námskeiðinu Fornleifarannsókn á vettvangi. Þar leiðbeindi Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur nemendum í fornleifaskráningu. Nemendurnir Atli Birkir Kjartansson og Berglind Þorsteinsdóttir skráðu Álfsnes og Glóru en Guðrún Jóna Þráinsdóttir, Jórunn Magnúsdóttir og Lísabet Guðmundsdóttir skráðu Sundakot. Við þessa fornleifaskráningu var hluti af gögnum frá öllum fyrrnefndum aðilum notaður. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
skyrsla_139.pdf | 10.50Mb |
Skoða/ |