#

Opinberar fasteignir : umfangsmesta einkavæðingin?

Skoða fulla færslu

Titill: Opinberar fasteignir : umfangsmesta einkavæðingin?Opinberar fasteignir : umfangsmesta einkavæðingin?
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/4894
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands
Útgáfa: 04.2007
Efnisorð: Einkavæðing; Ríkið; Fasteignir
ISBN: 9789979979524 (ób.)
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is/files/1686195475Fasteign.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991004574029706886
Athugasemdir: Þann 16. mars 2006 stóð Viðskiptaráð Íslands, ásamt fleirum, fyrir ráðstefnunni Þróun fasteignamarkaðarins og rekstur fasteigna í Laugardalshöll. Þar var m.a. kynnt niðurstaða rannsóknar Viðskiptaráðs á umfangi fasteigna ríkisins. Í kjölfar ráðstefnunnar var ákveðið að vinna frekar úr niðurstöðum og er skýrslan Opinberar fasteignir – Umfangsmesta einkavæðingin? afrakstur þeirrar vinnu. Bættur rekstur hins opinbera er og hefur verið eitt af aðal baráttumálum Viðskiptaráðs, enda leiðir betri og skilvirkari ríkisrekstur til minnkunar á skattþörf. Með minni skattþörf skapast svigrúm til skattalækkana sem bætir rekstrarskilyrði fyritækja og eykur kaupmátt launþega. Það er skoðun ráðsins að það myndi bæta rekstur ríkisins að fela einkaaðilum ýmsa þá starfsemi sem ríkið hefur haft með höndum.

Í upphafi þessarar skýrslu verður farið nokkrum almennum orðum um einkarekstur, m.a. eðli einkarekstrar, kosti og reynslu af honum. Þá verða birtar niðurstöður áðurnefndrar rannsóknar ráðsins þar sem umfang fasteigna ríkisins er kortlagt. Gert verður grein fyrir hver ávinningur af því yrði að einkaaðilar tækju í auknum mæli við rekstri þessara fasteigna. Gagnaöflun var í höndum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, laga- og hagfræðinema. Eignarhaldsfélagið fasteign hf. (EFF) styrkti gerð þessarar skýrslu og er Bergi Haukssyni, framkvæmdastjóra EFF, og starfsmönnum hans færðar þakkir fyrir samstarfið. Ritstjórar skýrslunnar eru Davíð Þorláksson, lögfræðingur og Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
1686195475Fasteign.pdf 377.7Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta