Titill: | Fornleifaskráning jarðarinnar Jörfa á KjalarnesiFornleifaskráning jarðarinnar Jörfa á Kjalarnesi |
Höfundur: | Anna Lísa Guðmundsdóttir 1962 ; Sólborg Una Pálsdóttir 1971 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/4873 |
Útgefandi: | Árbæjarsafn |
Útgáfa: | 2003 |
Ritröð: | Minjasafn Reykjavíkur., Skýrslur Minjasafns Reykjavíkur - Árbæjarsafns ; nr. 101Skýrslur Árbæjarsafns ; nr. 101 |
Efnisorð: | Fornleifaskráning; Reykjavík; Kjalarnes |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://www.minjasafnreykjavikur.is/skyrslur/skyrsla_101.pdf |
Tegund: | Skýrsla |
Gegnir ID: | 991000918409706886 |
Athugasemdir: | Myndefni: myndir Minjasafn Reykjavíkur annast fornleifaskráningu í Reykjavík. Í skýrslu þessari er greint frá fornleifaúttekt á hinu forna bæjarstæði Jörfa og nágrenni þess. Í ljós hefur komið að ríkjandi deiliskipulag Grundarhverfis gerir ráð fyrir byggingum á því svæði. Skráning fornleifanna byggir að hluta á svæðisskráningu Kjalarness sem gerð var í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Það verk var að mestu unnið af Birnu Gunnarsdóttur fornleifafræðingi og Gunnari Bollasyni sagnfræðingi. Sú skráning miðaðist við svæðisskipulagsstig en þá er skráning fornleifa byggð á rannsóknum á heimildum og sögu jarðarinnar. Sú heimildavinna sem hér birtist er að mestu unnin af Gunnari. Nú hefur þessi skráning verið yfirfarin, endurunnin og bætt. Nákvæmni hennar miðast við það skráningarform sem nægir við gerð deiliskipulags. Jörfi er í dag afmörkuð lóð vestast á skiplagssvæðinu, en um 1700 var þetta hjáleiga úr landi Hofs. Grundarhverfi dregur nafn sitt af smábýli sem á sínum tíma var byggt úr landi Jörfa og nefndist Grund. Markmið þessar úttektar er að taka saman þau gögn sem geta gefið upplýsingar um fornleifar á umræddu svæði. Í niðurstöðum eru síðan að finna nokkuð nákvæma staðsetningu á fornleifum svæðisins. Hluti af svæðinu hefur verið sléttaður þannig að engar eða litlar rústir sjást þar á yfirborði sem gerir skráningu og staðsetningu minjanna erfiða. Reynslan hefur þó kennt okkur að þetta þýðir ekki endilega að fornleifarnar séu með öllu horfnar. Jörðin geymir enn minjarnar sem ekki hefur verið spillt og þær minjar eru samkvæmt lögum friðaðar. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
skyrsla_101.pdf | 3.482Mb |
Skoða/ |