Titill: | Skálholt : rannsóknir á bæjarstæði 1983-1988Skálholt : rannsóknir á bæjarstæði 1983-1988 |
Höfundur: | Guðmundur Ólafsson 1948 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/4850 |
Útgefandi: | Þjóðminjasafn Íslands, útiminjasvið |
Útgáfa: | 2002 |
Ritröð: | Þjóðminjasafn Íslands, Rannsóknaskýrslur ; 2002:1 |
Efnisorð: | Fornleifar; Fornleifarannsóknir; Rannsóknir; Skýrslur; Skálholt |
ISSN: | 1560-8050 |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://www.thjodminjasafn.is/media/rannsoknir/1_Skalholt_2002.pdf |
Tegund: | Skýrsla |
Gegnir ID: | 991005176389706886 |
Athugasemdir: | Myndefni: myndir, kort, uppdr. Ef frá er skilið sumarið 1987, fóru fram fornleifarannsóknir, á árunum 1983 – 1988 á hinu gamla bæjarstæði Skálholtsstaðar. Þær fólust í því að grafnir voru könnunarskurðir á völdum stöðum til þess að kanna hvar mannvirkja væri að vænta og hvort hægt væri að nota gamlar teikningar og uppdrætti af staðnum til þess að staðsetja einstök bæjarhús á bæjarstæðinu. Til grundvallar var stuðst við vel þekkta uppdrætti sem sýna húsaskipan árið 1784, sama ár og bærinn hrundi til grunna í miklum jarðskjálfta, sjá myndir nr. 21 og 22. Annað markmið var einnig að kanna hvort eitthvað væri eftir af bænum undir yfirborði, sem sléttað hafði verið yfir með jarðýtu á 6. áratug 20. aldar. Þá var rætt um að ef niðurstöður rannsóknanna gæfu tilefni til, mætti nýta þær til þess að hlaða lága veggi á yfirborði jarðar, sem sýndu legu 18. aldar bæjarins samkvæmt áðurnefndum teikningum og niðurstöðum fornleifarannsóknanna. Þjóðminjasafnið annaðist rannnsókirnar sem unnar voru fyrir Skálholtsstað sem greiddi kostnað við verkið. Helstu hvatamenn að rannsóknunum voru líklega Sigurbjörn Einarsson biskup og Þór Magnússon þjóðminjavörður. Þór reyndi m.a. að vekja áhuga annarra þjóðminjavarða Norðurlanda á að hrinda af stað umfangsmikilli samnorrænni fornleifarannsókn á bæjarstæðinu í Skálholti, sem gæti orðið framhald af rannsókninni sem gerð var undir kirkjunni á árunum 1952 – 1958 undir stjórn Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar. Guðmundur Ólafsson stjórnaði rannsókninni öll árin. Með honum störfuðu, um lengri eða skemmri tíma, Adolf Friðriksson, Jens Pétur Jó- hannsson, Kevin P. Smith, Logi Sigmundsson, Martin Ringmar, Unnur Dís Skaptadóttir og Þorkell Grímsson. Rannsóknarskýrslum viðkomandi ára er hér slegið saman í eina skýrslu, en þær eru látnar halda halda sínum rannsóknarnúmerum innan hvers árs. Skýrsla þessi er hluti af framlagi Þjóðminjasafns í samstarfsverkefni Fornleifastofnunar og Þjóðminjasafns um umfangsmiklar rannsóknir á bæjarstæði Skálholts sem kostaðar eru af styrk úr Kristnihátíðarsjóði og gert er ráð fyrir að muni standa yfir frá 2002 – 2006. Rannsóknarlýsingar byggjast að mestu á dagbókarfærslum Guðmundar og lýsingum á flatar- og sniðteikningum sem gerðar voru á vettvangi. Við gerð skýrslunnar voru allar teikningar endurskýrðar og gefið númer í samræmi við númerakerfi Sarps. Hver teikning fær þannig hlaupandi númer innan viðkomandi rannsóknarárs. Ef fleiri en eitt rannsóknarsvæði er á sömu teikningu, er hverju svæði gefið undirnúmer, t.d. T-1984:1.1. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
1_Skalholt_2002.pdf | 1.227Mb |
Skoða/ |