#

Unga fólkið fór : aldursskipting á Norðurlandi vestra 1992 og 2002

Skoða venjulega færslu

dc.contributor.author Sigurður Sigurðarson 1956 is
dc.date.accessioned 2013-12-27T08:40:55Z
dc.date.available 2013-12-27T08:40:55Z
dc.date.issued 2003-07
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/4827
dc.description.abstract Á Norðurlandi vestra hefur íbúum fækkað um 11% frá 1992.

Svo virðist sem nokkurs konar „kynslóðabil“ sé að myndast í á Norðurlandi vestra og raunar víðast um landsbyggðina. Skýringin er sú að þar vantar fólk. Fækkunin hefur verið mest í yngri aldurshópunum, þeim sem teljast til hinnar virku fjölskyldumyndar, þ.e. yngri en 45 ára. Jafnframt hefur „grunnurinn“ dregist saman, íbúum í yngstu aldurshópunum hefur fækkað mikið. Eldri borgarar eru að verða hlutfallslega fleiri þó þeim fjölgi ekki. Samfélagið er að eldast.

Hér er hugtakið vinnumarkaður notað um fólk á aldrinum 20-64 ára. Þessu fólki hefur fækkað um 3,5% á síðustu ellefu árum.

Vísir hefur myndast að „karlaveldi“ á Norðurlandi vestra. Karlar eru 1,8% fleiri og í flestum sveitarfélögum er kynjamunur miklu meiri.

Tólf sveitarfélög eru á Norðurlandi vestra þar af sjö í dreifbýli. Mjög misjafnt er hvernig fólksfækkunin kemur niður á einstökum sveitarfélögum. Sé landshlutinn skoðaður sem ein heild er ljóst að fækkunin er mikil og bitnar það að einu eða öðru leyti á öllum sveitarfélögum.

Einhver ástæða er fyrir því að ungu fólki fækkar á Norðurlandi vestra.

Tvennt ætti að skipta máli fyrir þróun byggðar.

• Ákvarðanir fjölskyldunnar um búsetu

• Ákvarðanir fólks á vinnumarkaði um búsetu

Forsendurnar sem liggja til grundvallar ákvörðunarinnar skilja á milli þessar tveggja hópa. Þessir tveir hópar skarast að sjálfsögðu en þar sem fækkunin hefur eingöngu verið meðal þeirra sem eru yngri en 45 ára kann það að benda til að mennun og atvinna skipti hér mestu. Það leiðir hugann að því hvort þörfum fyrir menntun á Norðurlandi vestra sé nógu vel sinnt. Einnig má spyrja hvort atvinnulíf sé svo einhæft í landshlutanum að ungt fólk flyst í burtu eða kjósi að koma ekki aftur eftir að hafa menntað sig.

Upplýsingar um aldursskiptingu geta gagnast sveitarstjórnum og ríkisvaldi við að hanna byggðaáætlanir sem taki mið af aðstæðum. Gera má ráð fyrir að framhaldsskóli á Sauðárkróki geti t.d. skýrt minni fækkun í sveitarfélaginu Skagafirði en annars staðar. Hugsanlega mun nýr vegur yfir Þverárfjall draga úr fólksfækkun á Blönduósi og Skagaströnd þar sem ungt fólk getur brátt stundað framhaldsskólann á Sauðárkróki án þess að þurfa að flytjast af heimilum sínum.

Þessi skýrsla bendir til þess að fækkun ungs fólks og hækkandi meðalaldur á Norðurlandi vestra sé vandamál sem getur valdið veldisvaxandi vanda innan tiltölulegra fárra ára. Við vandanum þarf að bregðast með ákveðnum og samhæfðum aðgerðum.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra is
dc.publisher Byggðastofnun is
dc.relation.uri http://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/unga-folkid-for.pdf
dc.subject Byggðaþróun is
dc.subject Ungt fólk is
dc.subject Norðurland vestra is
dc.subject Aldurshópar is
dc.title Unga fólkið fór : aldursskipting á Norðurlandi vestra 1992 og 2002 is
dc.type Skýrsla is
dc.identifier.gegnir 991007119069706886


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
unga-folkid-for.pdf 13.23Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta