#

Gerðir straumvatna og stöðuvatna : stöðuskýrsla til Umhverfisstofnunar

Skoða fulla færslu

Titill: Gerðir straumvatna og stöðuvatna : stöðuskýrsla til UmhverfisstofnunarGerðir straumvatna og stöðuvatna : stöðuskýrsla til Umhverfisstofnunar
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/4561
Útgefandi: Veðurstofa Íslands
Útgáfa: 2013
Ritröð: Veðurstofa Íslands., Skýrslur Veðurstofu Íslands ; VÍ 2013-002Veiðimálastofnun ; VÍ 2013-002
Efnisorð: Vatnafræði; Stöðuvötn; Straumvötn
ISSN: 1670-8261
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vedur.is/media/vedurstofan/utgafa/skyrslur/2013/2013_002_Ust_skilagrein2013.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991002921169706886
Athugasemdir: Myndefni: myndir, töflur
Útdráttur: Með innleiðingu laga um stjórn vatnamála (36/2011) er komið á nýju kerfi til að tryggja gæði vatns. Í reglugerð nr. 535/2011 eru lagðar grunnlínur þessa kerfis þar sem skilgreindar eru aðferðir til að flokka vatn, meta eiginleika þess og álag vegna mannlegra athafna.

Veðurstofan og Veiðimálastofnun setja hér fram tillögu að gerðagreiningu fyrir straum- og stöðuvötn. Gerðagreining felst í því að nota lýsa til að skilgreina mismunandi gerðir vatnshlota. Hver gerð þarf að hafa ólík viðmiðunarskilyrði sem byggja á líffræðilegum, eðlisefnafræðilegum og vatnsformfræðilegum eiginleikum. Niðurstaðan byggir á fyrri tillögum að flokkun vatna á Íslandi og fyrirliggjandi heimildum þar um. Þá voru skoðuð tiltæk eðlisefnafræðileg og líffræðileg gögn innbyrðis sem og tengsl þeirra við umhverfisþætti s.s. berggrunn, hæðar yfir sjó og vatnasviðseinkenni.

Skyldubundnir lýsar sem kveðið er á um að nota skuli samkvæmt reglugerð 535/2011 voru skoðaðir sérstaklega. Sú greining skilaði 108 mögulegum stöðuvatnsgerðum og 48 straumvatnsgerðum (kafli 5.1). Talið var ólíklegt að þessi fjöldi endurspeglaði raunverulegar gerðir m.t.t. líffræðilegra og eðlisfræðilegra þátta. Niðurstaðan var því notuð til áframhaldandi samanburðar og úrvinnslu. Lagt var mat á hvaða lýsar endurspegluðu best mun á lífríki vatna. Ýmsar tilgátur voru lagðar fram, skoðaðar og prófaðar eftir því sem kostur var miðað við fyrirliggjandi gögn.

Sú tillaga sem hér er lögð fram byggir á takmörkuðum gögnum og er frekari gagnaöflun og úrvinnsla nauðsynleg til að endurskoða og meta hversu vel hún stenst.

Lagðar eru til níu gerðir stöðuvatnshlota og níu gerðir straumvatnshlota.

• Stöðuvötn flokkast eftir jarðfræði (aldri berggrunns), hæð yfir sjávarmáli, jökulþætti og meðaldýpi.
• Straumvötn flokkast eftir jarðfræði (aldri berggrunns), hæð yfir sjávarmáli, jökulþætti og þekju vatns og votlendis á vatnasviði.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
2013_002_Ust_skilagrein2013.pdf 727.5Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta