#

Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón : náttúrufarsyfirlit um gróður og vistgerðir

Skoða fulla færslu

Titill: Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón : náttúrufarsyfirlit um gróður og vistgerðirHólmsárvirkjun - Atleyjarlón : náttúrufarsyfirlit um gróður og vistgerðir
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/4477
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 06.2011
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-11005Orkusalan ; NÍ-11005
Efnisorð: Gróðurfar; Umhverfisáhrif; Gróðurkort; Háplöntur; Mosar; Fléttur (plöntur); Hólmsá (Vestur-Skaftafellssýsla); Skaftártunga; Atley; Atleyjarlón; Flögulón; Hólmsárvirkjun
ISSN: 1670-0120
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2011/NI-11005.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991010851129706886
Athugasemdir: Höfundar: Rannveig Thoroddsen, Guðmundur Guðjónsson, Borgþór Magnússon og Sigurður H. MagnússonUnnið fyrir Landsvirkjun og Orkusöluna ehf.Myndefni: myndir, kort, töflur
Útdráttur: Sumarið 2010 var gróður kortlagður og flóra könnuð á um 200 km² rannsóknasvæði við Atley vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Hólmsá. Gróður- og vistgerðakort voru síðan unnin af svæðinu og upplýsingar dregnar saman úr gagnagrunnum um flóru svæðisins. Á rannsóknasvæðinu hafa verið skráðar 279 tegundir plantna, mest háplöntur sem eru best skráðar. Mosa- og fléttuflóran er hins vegar lítið könnuð. Flestar eru plöntutegundirnar algengar hér á landi. Á svæðinu vaxa tvær tegundir háplantna, safastör og keilutungljurt, sem eru fremur sjaldgæfar og eru á válista. Kanna þarf betur hvort vaxtarstöðum þessara tegunda verði raskað af fyrirhuguðum framkvæmdum. Gróðurkortlagning sýnir að mólendi (42%), moslendi (15%) og eyðilendi (22%) eru ríkjandi á svæðinu, en af einstökum vistgerðum eru mosamóavist (21%), starmóavist (17%) og melavistir (14%) víðáttumestar að flatarmáli. Birkikjarr er þar einnig mikið (9%). Lítið er um votlendi á rannsóknasvæðinu (5%) en mest er það niður við Flögulón. Fyrirhugað lónstæði við Atley er ríflega 9 km² að flatarmáli. Um helmingur þess er eyðilendi (4,6 km²) en tæpur helmingur betur gróið mólendi (3,6 km²), birkikjarr (0,4 km²) og moslendi (0,4 km²). Í lónstæðinu yrði mest eftirsjá í mólendi og birkikjarri sem færi undir vatn. Votlendi er ekki að finna í lónstæðinu en við Flögulón er hins vegar votlendissvæði sem yrði fyrir áhrifum af virkjuninni vegna frárennslisskurðar og varnargarða. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um áframhaldandi rannsóknir á svæðinu sem fælust einkum í ítarlegri kortlagningu á votlendinu við Flögulón, úttekt á háplöntuflóru og fuglalífi í lónstæðinu við Atley og við veituleiðir frá því, og könnun á smádýralífi og botngróðri í birkikjarri í lónstæðinu og nágrenni þess.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-11005.pdf 11.64Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta