#

List- og menningarfræðsla á Íslandi

Skoða fulla færslu

Titill: List- og menningarfræðsla á ÍslandiList- og menningarfræðsla á Íslandi
Höfundur: Bamford, Anne
URI: http://hdl.handle.net/10802/4471
Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Útgáfa: 04.2011
Efnisorð: Leikskólar; Grunnskólar; Framhaldsskólar; Listkennsla; Tónlistarskólar; Listaskólar; Ísland
ISBN: 9789979777960 (ób.)
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://brunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/.ibmmodres/domino/OpenAttachment/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/B3D4D11F862A4DE70025787E0053C635/Attachment/list-%20og%20mennfr_2011.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991010662689706886
Athugasemdir: Myndefni: línurit, töflur
Útdráttur: 2008-2009 var ráðist í umfangsmikla úttekt á umfangi og gæðum list- og menningarfræðslu á Íslandi. Í úttektinni voru lagðar til grundvallar eftirfarandi spurningar:

• Hvað er gert í listfræðslu og hvernig er það gert?

• Hver eru gæði listfræðslu á Íslandi?

• Hvaða möguleikar liggja í listfræðslunni nú og í framtíðinni og hverjar eru áskoranirnar?

Úttektin tók hálft ár og beitt var bæði eigindlegum og megindlegum aðferðum. Horft var til framboðs á list- og menningarfræðslu bæði í formlega jafnt sem óformlega skólakerfinu. Á Íslandi felur þetta í sér bæði list- og menningarfræðslu innan skóla sem utan, svo sem tónlistar- og listnáms, og fræðslu og náms á vegum safna og leikhópa. Rannsóknin tók einnig til leikskólaaldurs og til þess sem í boði er fyrir börn með sérþarfir. Framkvæmd skólastarfs og aðgengi að námi var kannað auk þess sem horft var til kennaramenntunar og þeirra möguleika sem kennarar og listamenn hafa til endur- og símenntunar. Að auki var litið til hlutverks og framlags skapandi list- og menningargreina í ljósi nýlegra hræringa í efnahagslegu og pólitísku umhverfi á Íslandi.

Listfræðsla á Íslandi er góð á alþjóðlegum mælikvarða og nýtur víðtæks stuðnings almennings, foreldra og samfélags. Almennt er stuðningur nægur til að hægt sé að veita góða listfræðslu. Íslenskt menntakerfi þroskar færni og þekkingu í einstökum listgreinum, sérstaklega í sjónlistum, tónlist, handavinnu og textíl en e.t.v. í minna mæli í dansi, leiklist, ljósmyndun og kvikmyndagerð. Skipulag listfræðslu á Íslandi hefur gæði að leiðarljósi sem kemur skýrt fram í því hve auðvelt flestir nemendur eiga með að vinna með hin ýmsu listform. Til viðbótar einkennist íslenskt listalíf af umtalsverðri þátttöku almennings og einstaklingsbundnu og almennu frjálsræði.

Greina þarf á milli þess sem kalla má menntun í listum (þ.e. kennslu hefðbundinna listgreina – tónlistar, leiklistar, handverks, svo dæmi séu tekin) og menntunar í gegnum listir (notkun lista eða listrænna aðferða í kennslu annarra greina, svo sem stærðfræði, læsi og í tæknigreinum). Listgreinakennsla þarf að vera öflug í skólum en listrænar og skapandi aðferðir þarf líka að samþætta námi og kennslu í öðrum greinum. Efla þarf og þróa skapandi starf í skólum með aukinni áherslu á skapandi kennsluaðferðir, einnig í kennslu listgreina. Skilgreina þarf betur þann mun sem er á listfræðslu, skapandi kennsluháttum og menningarfræðslu. Misræmis gætir á milli þess hve listir eru almennt vítt skilgreindar í samfélaginu og þrengri skilgreiningar sem notuð er innan skólakerfisins. Auka þarf áherslu á að samþætta skapandi kennsluhætti þvert á námsgreinar og svið.

Þótt íslenskir nemendur séu leiknir og sjálfsöruggir í listiðkun sinni eru þeir síður leiknir og sjálfsöruggir í framsetningu, kynningu, umfjöllun um eða gagnrýni á listiðkun sína. Ferli og afurð þarf að tengja með skýrum hætti. Mikilvægt er að verkefnum og námsferlum ljúki með vandaðri kynningu. Viðburðir eins og sýningar, kynningar og flutningur ýmiss konar hvetur til aukinna gæða auk þess sem slíkir atburðir vekja athygli og áhuga á því starfi sem unnið er.

Aðgengi fyrir alla er mikils metið í íslenskum skólum og listfræðsla í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum er öllum opin. Leitast er við að þjóna þörfum hvers nemanda. Þó þarf að koma betur til móts við börn með sérþarfir hvað varðar námsframboð utan skóla (sérstaklega í tónlist). Framboð og aðgengi utan skóla virðist nægjanlegt en í raun eru mjög fá dæmi um tónlistar- eða listaskóla sem leggja sérstaka áherslu á að höfða til og fullnægja þörfum nemenda með sérþarfir. Menningarstofnanir eiga í starfi sínu áfram að höfða til almennings, sérstaklega til fólks sem býr fjær þessum stofnunum. Skipa ætti nefnd um það sérstaka verkefni að auka fjölbreytni og fylgjast með aðgengi.

Til að góð listfræðsla dafni þarf hugmyndaríka, ástríðufulla og duglega kennara. Þó að fram hafi komið áhyggjur af minni gæðum listfræðslu í kennaranámi sáust fjölmörg dæmi um afburða listkennslu í íslenskum skólum. Kennarar eru almennt mjög hæfir þótt listgreinakennara vanti víða á landsbyggðinni, sérstaklega í tónmennt í grunnskólum. Nefnt var að of litlum tíma væri varið í listir og menningu í kennaramenntun og að margir nemendur lykju kennaranámi án þess að öðlast nægjanlega færni og þekkingu til að ná árangri sem listgreinakennarar. Til að mæta þessu sjónarmiði þarf að sinna betur endur- og framhaldsmenntun kennara. Það viðhorf heyrist að dregið hafi úr framboði listfræðslu í kennaramenntun. Fjölga þarf viðurkenndum námsleiðum fyrir starfandi listamenn (í öllum listgreinum) og kennara (á öllum skólastigum) svo þeir hafi betri möguleika á að bæta hæfni sína sem skapandi kennarar í listum og menningu. Verið er að endurskoða kennaramenntun á Íslandi. Niðurstöður þessarar úttektar jafnt sem aðrar rannsóknir ætti að nota til að bæta kennaramenntun í listum.

Einkennandi fyrir íslenska listfræðslu er hið umfangsmikla kerfi tónlistarskóla sem stutt er af sveitarfélögum og starfar til hliðar við hið almenna skólakerfi. Kennsla tónlistarskóla byggt almennt á klassískri tónlist og hefðbundnum kennsluaðferðum hljóðfæra- og söngkennslu. Tónlistarskólar eru gjarnan í sér húsnæði og bjóða einkakennslu í hljóðfæraleik og söng. Hvetja ætti tónlistarskóla til nánara samstarfs við grunnskóla og rannsaka þarf áhrif mismunandi kennsluaðferða og kennslufyrirkomulags (einkakennsla samanborið við samkennslu í hljóðfæra- og söngkennslu) á gæði kennslunnar, ástundun og á námsánægju nemenda. Fjárhagslegt framlag foreldra til listnáms barna er umtalsvert. Varast þarf breytingar á kennsluháttum sem hafa neikvæð áhrif á aðgengi að námi og ástundun.

Talsvert námsframboð einkaaðila í sjónlistum, handverki og dansi er til staðar utan hefðbundinna skóla. Einnig má nefna áhugaleikhópa, kóra og hljómsveitastarf. Þessi liststarfsemi nýtur ekki stuðnings til jafns við tónlistarnám. Tónlistarskólar ættu að taka til skoðunar að breikka námsframboð sitt til annarra listgreina.

Áframhaldandi samvinna skólakerfis, menningargeirans og skapandi starfsgreina þarf að festa í sessi með stefnumótun og í framkvæmd. Virk samvinna skóla við utanaðkomandi aðila (listamenn, fyrirtæki, menningarstofnanir) er ekki algeng á Íslandi ef frá eru taldir þeir tónlistarskólar sem starfa innan veggja grunnskólans. Formlegu og reglubundnu samstarfi ætti að koma á milli þeirra sem ábyrgir eru fyrir menntun og menningu á landsvísu, í sveitarfélögum og á einstökum svæðum svo miðla megi reynslu og verkefnum og kynna það sem vel er gert. Virka samvinnu ætti að færa út til fleiri skóla, auka fjölbreytni hennar og lengja þann tíma sem hún stendur.

Í tengslum við hinar skapandi starfsgreinar þarf að rannsaka og safna upplýsingum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg áhrif menningar- og listastarfsemi atvinnumanna jafnt sem áhugamanna. Hér þarf að horfa til listahátíða og viðburða af ýmsu tagi sem og hinnar ört vaxandi menningartengdrar og umhverfismiðaðrar ferðamennsku.

Vönduð listfræðsla hefur djúpstæð áhrif á börn, á umhverfi náms og kennslu og á samfélagið. Þessi áhrif voru hins vegar aðeins greinileg þar sem vandað starf og skipulag var til staðar. Á heimsvísu er listfræðsla á Íslandi afar góð. Hún er vel metin af foreldrum og nemendum og hefur miðlæga stöðu í samfélaginu og í menntakerfinu. Ef tekið er mið af þeim stuðningi sem þessi rannsókn hefur fengið og þeim eindrægna áhuga og fyrirgreiðslna sem íslenskt mennta- og listasamfélag hefur sýnt virðist framtíðin björt.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
list- og mennfr_2011.pdf 1.414Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta