#

Efnisnám og efnistökumöguleikar á Eyjafjarðarsvæðinu

Skoða fulla færslu

Titill: Efnisnám og efnistökumöguleikar á EyjafjarðarsvæðinuEfnisnám og efnistökumöguleikar á Eyjafjarðarsvæðinu
Höfundur: Halldór G. Pétursson 1953 ; Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Eyjafjarðar
URI: http://hdl.handle.net/10802/4469
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 04.2011
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-11002
Efnisorð: Efnisnámur; Skipulagsmál; Eyjafjörður; Byggingarefni
ISSN: 1670-0120
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2011/NI-11002.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991010648389706886
Athugasemdir: Unnið fyrir Samvinnunefnd um Svæðisskipulag EyjafjarðarMyndefni: kort
Útdráttur: Töluverðir efnistökumöguleikar eru á Eyjafjarðarsvæðinu sem nýta má í framtíðinni. Þá er efnistaka einnig hugsanleg á sjávarbotninum í firðinum, en frekari jarðfræðirannsóknir eru nauðsynlegar áður en hægt er að skera úr um hvort þeir möguleikar séu raunhæfir.

Byggingarefni á Eyjafjarðarsvæðinu er aðallega unnið úr þrennskonar jarðmyndunum: A) Malarhjöllum frá síðjökultíma, sem yfirleitt eru óshólmar fornra jökulfljóta sem mynduðust þar sem jöklar gengu í sjó við hærri sjávarstöðu í lok ísaldar. Efnisvinnsla í þessar myndanir er ekki sjálfbær því þær endurnýjast ekki við þær aðstæður sem eru í dag. B) Áreyrum stærstu vatnsfallanna á svæðinu, sem er framburður þeirra á nútíma eða síðan jöklar hurfu í lok ísaldar. Efnisvinnsla í áreyrar telst sjálfbær, því hlutar þeirra endurnýjast, en reyndar oft á mjög löngum tíma. Við efnistöku úr áreyrum verður að taka tillit til tveggja vatnsverndarsvæða, í Hörgárdal og Svarfaðardal, en einnig þess að malareyrar umhverfis árfarvegi eru mikilvægar seiðauppeldisstöðvar. Mælt er með að efnistaka úr áreyrum sé ekki stunduð án undanfarandi lífríkisrannsókna og skv. ráðgjöf fiskifræðinga. C) Grjótnám er á nokkrum stöðum í nokkurra milljón ára gamlar berggrunnsmyndanir og er sú efnisvinnsla ekki sjálfbær.

Í skýrslunni er gefið yfirlit um helstu efnistökumöguleika í sveitarfélögum á svæðinu, rætt um gerð og gæði efnis í hinum ýmsu jarðmyndunum og bent á þá þætti sem takmarkað gætu efnisnám. Í Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit og Grýtubakkahreppi eru miklir efnistökumöguleikar og þar eru stórar námur sem koma til með að endast í töluverðan tíma. Í þremur sveitarfélögum, Fjallabyggð, Akureyri og Svalbarðsstrandarhreppi, eru litlir efnistökumöguleikar eða námur þegar fullnýttar. Tvö síðastnefndu sveitarfélögin eru það vel í sveit sett að stutt er að sækja byggingarefni í önnur sveitarfélög þar sem miklir námumöguleikar eru. Í Fjallabyggð er efnisnám þegar hafið á sjávarbotni í Siglufirði. Í ljósi fyrirhugaðra Vaðlaheiðarganga og styttri flutningsvegalengdar er auk þess lauslega fjallað um efnistökumöguleika í Hálshreppi, þ.e. Fnjóskadal.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-11002.pdf 865.6Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta