#

Frjókorn í íslensku hunangi

Skoða venjulega færslu

dc.contributor Býflugnaræktendafélag Íslands is
dc.contributor.author Margrét Hallsdóttir 1949 is
dc.date.accessioned 2013-12-12T11:01:32Z
dc.date.available 2013-12-12T11:01:32Z
dc.date.issued 2010-12
dc.identifier.issn 1670-0120
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/4463
dc.description Unnið í samvinnu við Býflugnaræktendafélag Íslands is
dc.description Myndefni: myndir is
dc.description.abstract Býflugnarækt og hunangsframleiðsla er nýleg aukabúgrein á Íslandi. Hér er greint frá niðurstöðum frjógreiningar á tíu hunangssýnum frá suður- og suðvesturlandi. Líklega er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt hunang er frjógreint. Fjörutíu og tvær frjógerðir frá enn fleiri plöntutegundum fundust í sýnunum, þó aldrei fleiri en 25 í einu sýni en 18 í því sem innihélt fæstar frjógerðir. Algengustu frjógerðir sem koma fyrir í íslenska hunanginu eru kenndar við smára og sveipjurtir. Helmingur hunangssýnanna hafði að geyma meira en 45% af annarri hvorri þessara frjógerða og mega því kallast einplöntuhunang (e. unifloral honey); smárahunang eða sveipjurtahunang. Reykjavíkurhunangið var með einni undantekningu ríkt af smárafrjói og það var hunangið úr Ölfusi líka. Hekluhunangið skar sig úr bæði hvað varðar tegundasamsetningu og þéttleika frjókorna í hunanginu, en það var langríkast af frjókornum. Rúmlega 110.000 frjókorn í 10 g reyndust vera í hunanginu sem hafði mest af frjókornum en 3500 í því sem fæst frjókorn hafði. Flest sýnanna eða sjö talsins voru fátæk af frjókornum, með minna en 20.000 frjó í 10 g hunangs. Ljóst er að gróður í nágrenni býflugnabúanna hefur mikið að segja um frjókornin sem safnast í hunangið. Þannig reyndist hunangið úr Húsdýragarðinum í Reykjavík með afar fjölskrúðuga samsetningu og fyrir utan víðifrjó varla hægt að segja að nokkur ein frjógerð væri þar yfirgnæfandi. Ekki er ólíklegt að býflugurnar þar njóti góðs af nálægðinni við Grasagarð Reykjavíkur og fjölbreyttan gróður í Laugardal. is
dc.format.extent 18 s. is
dc.language.iso is
dc.publisher Náttúrufræðistofnun Íslands is
dc.relation.ispartofseries Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-10003
dc.relation.uri http://utgafa.ni.is/skyrslur/2010/NI-10003.pdf
dc.subject Hunang is
dc.subject Ísland is
dc.subject Frjógreining is
dc.title Frjókorn í íslensku hunangi is
dc.type Skýrsla is
dc.identifier.gegnir 991010402859706886


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-10003.pdf 1.013Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta