#

Gömlu íslensku steinasöfnin í Geologisk Museum í Kaupmannahöfn

Skoða fulla færslu

Titill: Gömlu íslensku steinasöfnin í Geologisk Museum í KaupmannahöfnGömlu íslensku steinasöfnin í Geologisk Museum í Kaupmannahöfn
Höfundur: Sveinn P. Jakobsson 1939
URI: http://hdl.handle.net/10802/4448
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 2010
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Fjölrit Náttúrufræðistofnunar ; 53
Efnisorð: Steinasöfnun; Steindir; Ísland
ISSN: 1027-832X
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_53.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991009541569706886
Athugasemdir: Myndefni: myndir, kort, ritsýni
Útdráttur: Í Geologisk Museum við Háskólann í Kaupmannahöfn eru varðveitt gömul steinasöfn frá Íslandi. Hið stærsta þeirra nefnist „De islandske Samlinger“. Við lok nítjándu aldar voru í þessu safni 2392 sýni sem eignuð voru 13 safnendum. Í janúar 1910 var safnið hins vegar grisjað verulega. Til er skrá yfir upprunalega safnið og vann Þorvaldur Thoroddsen að henni 1875–1878.

Hér verður sagt frá þessu gamla steinasafni. Sérstaklega er fjallað um þann hluta þess sem Jónas Hallgrímsson og Japetus Steenstrup eiga stærstan hlut í. Í nýlegri grein í Náttúrufræðingnum, „Steinasöfn Jónasar Hallgrímssonar“, var sagt frá þessu sérsafni, en þar var hvorki rúm fyrir upprunalegu skrána yfir steinasýni Jónasar og J. Steenstrups í Geologisk Museum né skrá yfir steinasafn þeirra sem nú er þar varðveitt. Þar sem skrárnar veita nánari innsýn í jarðfræðirannsóknir Jónasar eru þær birtar hér orðrétt.

Í upprunalegu skránni hafa 748 steinasýni verið merkt Jónasi Hallgrímssyni og 408 merkt J. Steenstrup. Inn í þetta safn hefur hins vegar verið blandað 150 steinasýnum sem Magnús Grímsson sendi til Hafnarháskóla 1849. Þannig hafa í safninu í raun verið 598 sýni frá Jónasi, 408 sýni frá J. Steenstrup og 150 sýni frá Magnúsi Grímssyni.

Enn eru í Geologisk Museum steinasýni úr til að mynda sérsafni H. V. Mathiesen frá 1846 og J. C. Schythe frá 1839–1840 og 1846, en öllu steinasafni Eugène Robert frá 1835 og 1836, og safni Sartorius von Waltershausen frá 1846 var fargað 1910. Í steinasafni Jónasar Hallgrímssonar, J. Steenstrups og Magnúsar Grímssonar í Geologisk Museum eru nú 608 steinasýni. Jónas Hallgrímsson hefur safnað 308 þeirra, J. Steenstrup 206 og Magnús Grímsson 94. Jónas safnaði sínum hluta sýnanna í rannsóknaferðunum 1837 og 1839–1842, og eru ferðaleiðir hans sýndar og aðgreindar eftir árum.

Talið er líklegt að merkimiðar steinasafnsins séu að mestu ritaðir meðan á ferð stendur. Textar eru á dönsku og staðarnöfn ritar Jónas oftast upp á dönsku. Steinda- og bergtegundaheiti Jónasar eru rædd stuttlega, eins greiningar hans á jarðmyndunum. Steinasafn Jónasar, Steenstrups og Magnúsar var yfirgripsmikið og var líklega eitt stærsta safn íslenskra steina á 19. öld.

Auk fyrrgreinds steinasafns eru í Geologisk Museum nokkur önnur gömul íslensk steinasöfn, alls 347 sýni, og munu þau hafa borist stofnuninni á árunum 1878–1910. Sýnin eru merkt fjórumsafnendum, m.a. eru þar 152 steinasýni frá Helga Pjeturss.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Fjolrit_53.pdf 2.279Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta