#

Byggt á styrkum stoðum : stefna Vísinda- og tækniráðs 2010 til 2012

Skoða fulla færslu

Titill: Byggt á styrkum stoðum : stefna Vísinda- og tækniráðs 2010 til 2012Byggt á styrkum stoðum : stefna Vísinda- og tækniráðs 2010 til 2012
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/4439
Útgefandi: Forsætisráðuneytið, Vísinda- og tækniráð
Útgáfa: 2009
Efnisorð: Vísindi; Tækni; Nýsköpun í atvinnulífi; Menntun; Rannsóknir; Stefnumótun; Ísland
ISBN: 9789979987031 (ób.)
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.rannis.is/files/Stefna_VTR_2010-2012_198837433.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991009220369706886
Athugasemdir: Stefna Vísinda- og tækniráðs.

Inngangsorð forsætisráðherra:

Stefna Vísinda- og tækniráðs til næstu þriggja ára, sem hér liggur fyrir, kveður á um mikilvægi þess að halda áfram að hlúa að og efla þær stoðir sem rannsóknir og nýsköpun byggja á og nota þekkingarsköpunina sem viðspyrnu til nýrrar sóknar í atvinnulífi og samfélagi. Stefnan leggur sérstaka áherslu á aukið samstarf háskóla, stofnana og fyrirtækja við rannsóknir og nýsköpun.

Að baki stefnumótun Vísinda- og tækniráðs liggur ígrunduð og upplýst vinna. Hún hefur verið undirbúin af vísindanefnd og tækninefnd ráðsins í víðtæku og opnu samráði við einstaklinga og hagsmunahópa sem sýnt hafa framþróun á þessu sviði áhuga. Með skynsamlegum ákvörðunum og aðgerðum á næstu misserum skjótum við styrkum stoðum undir samfélag þekkingar og nýsköpunar.

Stefna Vísinda- og tækniráðs verður mikilvægt leiðarljós við gerð samþættrar sóknaráætlunar til eflingar atvinnulífs og samfélags fyrir landið í heild sem hefur það að markmiði að Ísland verði í fararbroddi í verðmætasköpun, menntun, velferð og lífsgæðum. Það verkefni hefur fengið nafnið „20/20 Sóknaráætlun fyrir Ísland“ og felur í sér stefnumörkun og áform um fjárfestingu sem tekur til atvinnustefnu og nauðsynlegra innviða efnahagslífsins, menntunar og mannauðs, nýsköpunar og þróunar og samfélagslegra innviða. Stefnt er að því að samþætt sóknaráætlun fyrir landið í heild og einstök landsvæði verði lögð fram á Alþingi haustið 2010.

Það er trú Vísinda- og tækniráðs að hið víðtæka samráð við mótun þessarar stefnu auki líkur á árangri til muna og verði samfélaginu öllu til hagsbóta í komandi tíð.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Stefna_VTR_2010-2012_198837433.pdf 534.5Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta