#

Kynjuð fjárlagagerð : framkvæmd : handbók

Skoða fulla færslu

Titill: Kynjuð fjárlagagerð : framkvæmd : handbókKynjuð fjárlagagerð : framkvæmd : handbók
Höfundur: Quinn, Sheila
URI: http://hdl.handle.net/10802/4436
Útgefandi: Fjármálaráðuneytið
Útgáfa: 2010
Efnisorð: Efnahagsstefna; Fjárlög; Fjárlagagerð; Jafnréttismál; Kynjafræði
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Utgefin_rit/Kynjud_fjarlagagerd_handbok_um_framkvaemd.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 001138958
Athugasemdir: Titill á kápu: Kynjuð fjárlagagerð : handbók um framkvæmdÞýðing á útgáfu Evrópuráðs frá apríl 2009Á frummáli: Gender budgeting : practical implementation : handbookMyndefni: töflurÁ síðustu árum hafa æ fleiri ríki sett sér það markmið að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið við alla opinbera stefnumótun og áætlanagerð. Íslensk stjórnvöld eru þar á meðal. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs segir að kynjuð hagstjórn verði höfð að leiðarljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórn.

Í kynjaðri fjárlagagerð felst að kynjasamþættingu sé beitt í öllu fjárlagaferlinu. Það þýðir að í fjárlagavinnunni fer fram mat á áhrifum fjárlaga á kynin. Markmiðið með því mati er að endurskipuleggja bæði tekju- og gjaldahlið fjárlaga á grundvelli jafnréttissjónarmiða. Aðferðin byggir á þeirri forsendu að ákvarðanir í fjármálum hins opinbera séu ekki hlutlausar gagnvart kynjunum og felur um leið í sér frumgreiningu á því hvaða áhrif einstakir tekju- og útgjaldaliðir hafa á kynin.

Kynjuð fjárlagagerð er metnaðarfullt verkefni sem kallar á breytingu í hugsun og verki. Tilgangur hennar er að auka jafnrétti og tryggja að þegnarnir njóti réttar síns óháð kyni eins og lög gera ráð fyrir. Kynjuð fjárlagagerð hefur einnig þann kost að hún eykur gagnsæi í ríkisfjármálum og gerir sýnilegt hvernig opinbert fé er nýtt í þágu þegnanna. Aðferðin stuðlar að betri markmiðssetningu og þar með hagkvæmari skiptingu tekna og gjalda hjá hinu opinbera.

Kynjuð fjárlagerð verður ekki unnin af hópi sérfræðinga heldur verður hún að vera á hendi þeirra sem vinna frá degi til dags að útfærslu og innleiðingu á opinberri stefnu. Í þessum hópi eru embættismenn og aðrir opinberir starfsmenn sem koma að fjárlagagerð fyrir stofnanir og ráðuneyti sem og þingmenn og aðrir kjörnir fulltrúar. Til að auðvelda þeim aðilum þá vinnu sem framundan er ákvað verkefnisstjórn um kynjaða fjárlagagerð að þýða þessa handbók sem kom út á vegum Evrópuráðsins á liðnu ári. Eins og titill bókarinnar ber með sér er hér að finna leiðbeiningar um kynjaða fjárlagagerð í framkvæmd. Er það von verkefnisstjórnarinnar að handbókin komi öllum þeim sem að fjárlagagerðinni koma að góðu gagni til framtíðar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Kynjud_fjarlagagerd_handbok_um_framkvaemd.pdf 1.154Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta