#

Vistgerðir á miðhálendi Íslands : Markarfljót - Emstrur

Skoða fulla færslu

Titill: Vistgerðir á miðhálendi Íslands : Markarfljót - EmstrurVistgerðir á miðhálendi Íslands : Markarfljót - Emstrur
Höfundur: Kristinn Haukur Skarphéðinsson 1956 ; Guðmundur Guðjónsson 1953 ; Sigurður H. Magnússon 1945 ; Orkustofnun ; Landsvirkjun ; Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma
URI: http://hdl.handle.net/10802/4431
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 12.2009
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-09021
Efnisorð: Háplöntur; Mosar; Fléttur (plöntur); Fuglar; Virkjanir; Markarfljót; Hálendi Íslands; Emstrur
ISSN: 1670-0120
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09021.pdf
http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09021_vistgerdakort.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991009035539706886
Athugasemdir: Unnið fyrir Orkustofnun og Landsvirkjun vegna Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarmaMyndefni: myndir, gröf, kort, töflur
Útdráttur: Lýst er rannsóknum á vistgerðum á 280 km² landsvæði við ofanvert Markarfljót, milli Tindfjallajökuls, Mýrdalsjökuls og Torfajökuls á miðhálendi Íslands. Rannsóknasvæðið er kennt við Markarfljót–Emstrur og er eitt af átta svæðum sem Náttúrufræðistofnun Íslands hefur kannað í tengslum við Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Megintilgangur rannsóknanna er að skilgreina, lýsa og meta verndargildi vistgerða.

Á rannsóknasvæðinu er land aðallega af þremur meginflokkum vistlenda; eyðilendi sem finnst á 152 km² (54% af svæðinu), moslendi og mólendi sem hvort um sig er um 60 km² að flatarmáli (21% af svæðinu). Af vistgerðum eyðilendis eru melavistir langstærstar (32%), einnig er mikið af sandvikravist (18%). Af vistgerðum á grónu landi eru melagambravist (16%) og mosamóavist (20%) stærstar. Samsetning vistgerða á svæðinu mótast af mikilli eldvirkni, einkum endurteknu ösku- og vikurfalli, og af ríkulegri úrkomu. Fjórar af þeim sex vistgerðum sem teljast hafa hæst verndargildi á miðhálendi Íslands er að finna við Markarfljót–Emstrur en allar í óverulegum mæli.

Sextán tegundir fugla eru taldar hafa orpið á rannsóknasvæðinu og verpa flestar mjög strjált. Heiðlóa er algengust en einnig verpa nokkrar sjaldgæfar tegundir, þar á meðal fálki. Flóra er fremur illa þekkt og engar sjaldgæfar tegundir hafa verið skráðar. Jarðminjar eru fjölbreyttar og hafa mjög hátt verndargildi, þar á meðal fornt lónset, líparítstapar og ummerki hamfarahlaupa úr Mýrdalsjökli.

Vistgerðakort fylgir skýrslunni.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-09021.pdf 8.712Mb PDF Skoða/Opna
NI-09021_vistgerdakort.pdf 5.623Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta