Titill: | Gróður og fuglar við HagavatnGróður og fuglar við Hagavatn |
Höfundur: | Guðmundur Guðjónsson 1953 ; Kristbjörn Egilsson 1949 ; Kristinn Haukur Skarphéðinsson 1956 ; Orkuveita Reykjavíkur |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/4410 |
Útgefandi: | Náttúrufræðistofnun Íslands |
Útgáfa: | 10.2009 |
Ritröð: | Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-09010 |
Efnisorð: | Gróðurkort; Hagavatn; Langjökull |
ISSN: | 1670-0120 |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09010.pdf |
Tegund: | Skýrsla |
Gegnir ID: | 991008709869706886 |
Athugasemdir: | Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Myndefni: myndir, kort, töflur |
Útdráttur: | Verkið er unnið af Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir Orkuveitu Reykjavíkur fyrir milligöngu Mannvits hf. Það felst í gerð gróðurkorts og úttekt á háplöntuflóru vegna hugsanlegrar virkjunar við Hagavatn. Vettvangsvinna fór fram í lok sumars 2007. Að auki var fyrirhuguð könnun á varpfuglafánu vorið 2008, en ákveðið var að styðjast við fyrirliggjandi heimildir í gagnabanka Náttúrufræðistofnunar Íslands. Rannsóknasvæðið sem nær yfir fyrirhugað lónstæði og nágrenni þess er í 300 til 720 metra hæð yfir sjó og er um 93 km² að flatarmáli. Yfirborð fyrirhugaðs lóns er í 455 m y.s. og flatarmál þess 22,7 ha. Hagavatn er í um 436 m y.s. við jaðar Langjökuls, í meira en 80 km fjarlægð frá sjó. Miðað við landfræðileg skilyrði er gróðurfarið ekki lakara en við mátti búast.
Á meðfylgjandi gróðurkorti sést að gróður á rannsóknasvæðinu er slitróttur og lítið um samfelld gróðurlendi. Þó er víða nokkuð samfelldur gróður neðst í hlíðum fjalla sem annars eru að miklu leyti lítt eða ógróin. Gróðurlendin bera greinileg merki þess mikla sandfoks sem á sér stað á svæðinu. Allþykkur jarðvegur er við rætur austurhlíðar Brekknafjalla. Í gamla vatnsbotni Hagavatns vaxa toppar af grösum og elftingu sem mynda nokkra gróðurþekju. Á rannsóknasvæðinu telst 14% lands vera gróið. Útbreiddustu gróðursamfélögin eru moslendi (7%), mólendi (4%) og graslendi (2%). Í fyrirhuguðu lónstæði telst 10% vera gróið land, en útbreiddustu gróðursamfélögin þar eru graslendi (6%), moslendi (4%) og votlendi (1%). Skráðar hafa verið átta tegundir staðfestra eða líklegra varpfugla á svæðinu og eru þær flestar algengir mófuglar á landsvísu. Engin telst mjög sjaldgæf, en tvær eru á válista þ.e. rjúpa og hrafn. Stækkun Hagavatns með myndun uppistöðulóns mun væntanlega ekki valda stórspjöllum á gróðri. Þó ber að fara með gát við framkvæmd verksins. Hætta er á að gróður hverfi og breytist í og við gamla farveg Farsins ef vatni verður hleypt á hann aftur og ganga þarf úr skugga um að vatnságangur valdi ekki skaða á gróðri við rætur Brekknafjalla. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
NI-09010.pdf | 22.42Mb |
Skoða/ |