#

Bjallavirkjun og Tungnaárlón : náttúrufarsyfirlit um gróður, fugla og vistgerðir

Skoða fulla færslu

Titill: Bjallavirkjun og Tungnaárlón : náttúrufarsyfirlit um gróður, fugla og vistgerðirBjallavirkjun og Tungnaárlón : náttúrufarsyfirlit um gróður, fugla og vistgerðir
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/4398
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 02.2009
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-09001
Efnisorð: Gróðurkort; Fuglalíf
ISSN: 1670-0120
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09001.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991008569959706886
Athugasemdir: Höfundar: Borgþór Magnússon, Guðmundur Guðjónsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Kristbjörn Egilsson, Kristinn H. Skarphéðinsson, Sigurður H. Magnússon og Starri HeiðmarssonUnnið fyrir LandsvirkjunMyndefni: myndir, kort, töflur
Útdráttur: Í skýrslunni er gerð grein fyrir flóru, gróðurfari, vistgerðum og fuglalífi á afmörkuðu 611 km2 rannsóknarsvæði meðfram Tungnaá frá Krókslóni að Hraunskarði norðaustan Veiðivatna. Vesturmörk svæðisins eru um Krókslón en austurmörk vestan Langasjávar. Verkið var unnið að beiðni Landsvirkjunar vegna Bjallavirkjunar og Tungnaárlóns og mats á þeim virkjunarkostum fyrir rammaáætlun.

Gróður var kortlagður á vettvangi sumarið 2008 og fyrri kortlagning endurskoðuð. Nýtt gróðurkort var unnið af svæðinu og vistgerðakort á grunni þess. Upplýsingar um flóru og fuglalíf svæðisins voru hins vegar teknar saman úr fyrirliggjandi gagnagrunnum Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Innan rannsóknarsvæðisins hefur verið skráð 141 tegund háplantna, 82 tegundir mosa og 55 tegundir fléttna. Í heild er flóra svæðisins fremur illa könnuð, sérstaklega hvað varðar mosa og fléttur. Skráðar plöntutegundir eru flestar algengar á landinu, en ein mosategundanna er á válista. Ekki er vitað af fágætum tegundum í fyrirhuguðum lónstæðum en þau hafa þó ekki verið könnuð til hlítar. Gróðurfar á svæðinu ber merki mikillar eldvirkni sem grípur inn í gróðurframvindu með nokkurra alda bili. Land á rannsóknarsvæðinu var greint í 24 land- og vistgerðir. Af þeim voru sandar, vikrar, melar, eyrar og annað lítt gróið land víðáttumest (72%). Af betur grónu landi var nokkurt moslendi (11%), mólendi (5%) og votlendi (2%). Við virkjun Tungnaár færu um 53 km2 lands undir vatn en þar af eru um 5 km2 með samfelldum gróðri. Af því eru vistgerðir moslendis 3,4 km2, mólendis 0,8 km2, en votlendis 1,5 km2. Mest eftirsjá yrði að votlendinu en það er lífríkast og mikilvægast fugla- og vatnalífi á svæðinu. Ennfremur yrði tap á því hlutfallslega mest. Votlendi í fyrirhuguðum lónstæðum er aðallega sandmýravist og rekjuvist. Stærsta samfellda svæðið af þeirri gerð er í Faxafit sem er í stæði Tungnaárlóns.

Á rannsóknarsvæðinu eru þekktar 32 tegundir varpfugla og eru 24 þeirra árvissar á svæðinu. Flestar tegundanna verpa víða í hálendi landsins en fjórar eru afar sjaldgæfar þar. Ellefu tegundanna eru á válista. Fuglalíf er mest og fjölbreyttast í Veiðivötnum en það er einnig nokkuð fjölskrúðugt við Tungnaá í Kýlingum og Blautaveri. Fuglalíf ofan Kýlinga hefur lítið sem ekkert verið kannað. Fuglatalningar vistgerðarannsókna á nálægum svæðum benda til að um 210 pör mófugla af 11 tegundum gætu orpið í fyrirhuguðum lónstæðum. Stofnar snjótittlings, heiðlóu og sandlóu eru þar líklega stærstir. Sennilegt er að búsvæði vatnafugla eins og heiðagæsar og straumandar muni einnig skerðast við virkjun. Óvíst er um óbein áhrif virkjunar á búsvæði fugla í og með farvegi Tungnaár utan lónstæða.

Það yfirlit um náttúrufar svæðisins, sem dregið er saman í skýrslunni, tók ekki til jarðfræði, landslags eða vatnalíffræði. Mikilvægt er að gerð sé grein fyrir þessum þáttum og þeir teknir inn við mat á áhrifum fyrirhugaðrar Bjallavirkjunar og Tungnaárlóns.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-09001.pdf 20.94Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta