#

Gróðurfar og fuglalíf við Gráuhnúka og Meitla

Skoða venjulega færslu

dc.contributor Kristinn Haukur Skarphéðinsson 1956 is
dc.contributor Auhage, Svenja Neele Verena 1980 is
dc.contributor Orkuveita Reykjavíkur is
dc.contributor.author Guðmundur Guðjónsson 1953 is
dc.date.accessioned 2013-12-10T17:53:13Z
dc.date.available 2013-12-10T17:53:13Z
dc.date.issued 2009-06
dc.identifier.issn 1670-0120
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/4397
dc.description Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur is
dc.description Myndefni: myndir, kort is
dc.description.abstract VGK-Hönnun hf. (nú Mannvit hf.) óskaði eftir því fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur 2007 að Náttúrufræðistofnun Íslands endurskoðaði gróðurkortlagningu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins frá árinu 1991 af rannsóknasvæði Orkuveitu Reykjavíkur við Gráuhnúka og Meitla við Þrengslaveg. Einnig að stofnunin tæki að sér að safna saman upplýsingum og gera rannsóknir á fuglalífi á svæðinu.

Sumarið 2007 var fyrri gróðurkortlagning endurskoðuð á vettvangi og fuglalíf rannsakað með sniðtalningum. Nýtt gróðurkort var teiknað í byrjun árs 2008 en landupplýsingavinnsla, skýrsluskrif og önnur úrvinnsla fór fram 2008–2009. Fram kom að svæðið er vel gróið, að gróðurfar tiltölulega einfalt og að um helmingur gróðurs á svæðinu vaxi á hrauni. Gróðurfarinu svipar mikið til gróðurfars á öðrum orkuvinnslusvæðum er kortlögð hafa verið á Hellisheiði og Hengladölum, nema hvað lyngmóar eru útbreiddari og votlendi nær ekkert. Engin sérstæð gróðursamfélög eru á rannsóknasvæðinu, en það litla votlendi sem þar er hefur mikið verndargildi á svæðisvísu.

Fuglalíf var kannað með sniðtalningum í júní 2007 til að meta þéttleika algengustu fugla. Fuglalíf er fremur fábreytt, algengir mófuglar eru ríkjandi en þéttleiki (56 pör/km²) er í hærra lagi samanborið við hraunasvæði annars staðar á landinu. Heiðlóa og þúfutittlingur voru algengastir fugla en steindepill var einnig óvenju algengur.
is
dc.format.extent 27 s. is
dc.language.iso is
dc.publisher Náttúrufræðistofnun Íslands is
dc.relation.ispartofseries Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-09007
dc.relation.uri http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09007.pdf
dc.relation.uri http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09007_grodurkort.pdf
dc.subject Gróðurkort is
dc.subject Gróðurfar is
dc.subject Fuglalíf is
dc.subject Hellisheiði is
dc.title Gróðurfar og fuglalíf við Gráuhnúka og Meitla is
dc.type Skýrsla is
dc.identifier.gegnir 991008564089706886


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-09007.pdf 2.548Mb PDF Skoða/Opna
NI-09007_grodurkort.pdf 1.348Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta