dc.contributor | Sigurður H. Magnússon 1945 | is |
dc.contributor | Borgþór Magnússon 1952 | is |
dc.contributor | Erling Ólafsson 1949 | is |
dc.contributor | Guðmundur Guðjónsson 1953 | is |
dc.contributor | Guðmundur A. Guðmundsson 1961 | is |
dc.contributor | Hörður Kristinsson 1937 | is |
dc.contributor | Kristbjörn Egilsson 1949 | is |
dc.contributor | Kristinn Haukur Skarphéðinsson 1956 | is |
dc.contributor | Starri Heiðmarsson 1969 | is |
dc.contributor | Jón Gunnar Ottósson 1950 | is |
dc.date.accessioned | 2013-12-10T17:29:35Z | |
dc.date.available | 2013-12-10T17:29:35Z | |
dc.date.issued | 2009-06 | |
dc.identifier.issn | 1670-0120 | |
dc.identifier.uri | http://hdl.handle.net/10802/4383 | |
dc.description | Aðrir höfundar: Borgþór Magnússon, Erling Ólafsson, Guðmundur Guðjónsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Hörður Kristinsson, Kristbjörn Egilsson, Kristinn H. Skarphéðinsson, Starri Heiðmarsson og Jón Gunnar Ottósson | is |
dc.description | Myndefni: myndir, gröf, kort | is |
dc.description.abstract | Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum rannsókna sem hófust árið 1999 á vistgerðum á miðhálendi Íslands. Megintilgangur rannsóknanna var að flokka land í vistgerðir, lýsa þeim og skilgreina og þróa aðferðir til að meta verndargildi þeirra.
Rannsökuð voru fjögur svæði norðan jökla og önnur fjögur sunnan og suðvestan þeirra. Alls eru svæðin um 6500 km² að flatarmáli eða rúmlega 6% af landinu öllu. Á svæðunum var gróður mældur og umhverfisþættir kannaðir á 393 gróðursniðum sem staðsett voru af handahófi í mismunandi gróður- og landgerðir. Smádýrum var safnað á völdum gróðursniðum. Þéttleiki varpfugla var skráður á sérstökum sniðum, alls um 900 km að lengd. Gróðurgögn af sniðum voru lögð til grundvallar flokkun í vistgerðir. Alls voru ákvarðaðar 24 vistgerðir og þeim skipað í fimm meginflokka eða vistlendi. Í eyðilendi eru eyravist, eyðihraunavist, grasmelavist, eyðimelavist og sandvikravist. Í moslendi eru melagambravist, breiskjuhraunavist og hélumosavist. Í mólendi eru víðimóavist, lyngmóavist, giljamóavist, starmóavist, fléttumóavist, mosamóavist og víðikjarrvist. Í rýru votlendi eru rekjuvist, móarekjuvist, rústamýravist, lágstaraflóavist og sandmýravist. Í ríku votlendi eru runnamýravist, hástaraflóavist og starungsmýravist. Melavistir eru langstærstar allra vistgerða en þær þekja um 46% af heildarflatarmáli rannsóknasvæðanna. Minnstar eru runnamýravist (0,12%), starungsmýravist (0,18%) og sandmýravist (0,35%). Mikill munur var á gróðurþekju, tegundasamsetningu og tegundafjölda plantna í vistgerðum. Meginbreytileiki gróðurs tengdist raka og jarðvegsgerð. Tegundaauðgi plantna er að jafnaði mest í mólendi en minnst í eyðilendi. Smádýrafána endurpeglaði í stórum dráttum gróður í vistlendum. Smádýralíf var fjölbreyttast í mólendisvistum en einna fábreyttast í votlendi. Mófuglar í hálendinu reyndust vera fremur ósérhæfðir í búsvæðavali. Flestar tegundir verpa í allmörgum vistgerðum og heiðlóa varp í þeim öllum. Þéttleiki fugla ákvarðast í grófum dráttum af grósku vistlenda og yfirleitt var fuglavarp mest í votlendisvistum. Verndargildi vist- og landgerða var metið með hliðsjón af 15 verndarviðmiðum. Rústamýravist var talin hafa hæst verndargildi, þá breiskjuhraunavist, gilja- og lyngmóavistir, lágstaraflóavist, víðikjarrvist og hástaraflóavist. Lægstar voru moldir, eyðihraunavist, melhólar og sandmýravist. |
is |
dc.format.extent | 172 s. | is |
dc.language.iso | is | |
dc.publisher | Náttúrufræðistofnun Íslands | is |
dc.relation.ispartofseries | Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-09008 | |
dc.relation.uri | http://www.ni.is/media/midlunogthjonusta/utgafa/skyrslur_2009/NI-09008_vef.pdf | |
dc.subject | Hálendi Íslands | is |
dc.title | Vistgerðir á miðhálendi Íslands : flokkun, lýsing og verndargildi | is |
dc.type | Skýrsla | is |
dc.identifier.gegnir | 991008036829706886 |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
NI-09008_vef.pdf | 29.75Mb |
Skoða/ |