#

Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2007

Skoða venjulega færslu

dc.contributor.author Daníel Þór Ólason 1967 is
dc.date.accessioned 2013-12-10T14:31:50Z
dc.date.available 2013-12-10T14:31:50Z
dc.date.issued 2008-06
dc.identifier.isbn 9789979884415 (ób.)
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/4362
dc.description Myndefni: línurit, töflur is
dc.description.abstract Könnuð var spilahegðun og algengi spilafíknar meðal fullorðinna Íslendinga árið 2007. Könnunin var gerð í síma og byggðist á tilviljunarúrtaki 5000 Íslendinga á aldrinum 18 til 70 ára úr þjóðskrá. Svör fengust frá 3009 þátttakendum, 1448 körlum og 1561 konu. Svarhlutfall var 63,4%.

Niðurstöður sýna að um 67% fullorðinna Íslendinga spiluðu peningaspil a.m.k. einu sinni á síðustu 12 mánuðum fyrir könnun. Vinsælustu peningaspilin voru Lottó, flokkahappdrætti, skafmiðar og spilakassar. Karlar spila flestar gerðir peningaspila oftar en konur, nema flokkahappdrætti, sem var vinsælla meðal kvenna. Þegar niðurstöður um spilahegðun árið 2007 voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar frá 2005 kom í ljós að tiltölulega lítil breyting hefur orðið á spilahegðun Íslendinga á þessum tveimur árum. Helsti munurinn var sá að færri höfðu spilað í Lottó a.m.k. einu sinni undanfarna 12 mánuði fyrir könnun árið 2007 en gerðu árið 2005. Hins vegar voru fleiri sem spiluðu reglubundið (einu sinni í viku eða oftar) árið 2007 en 2005. Einnig jókst þátttaka milli ára í peningaspilum á erlendum vefsíðum og í því að leggja fé undir í spilum (t.d. póker), en sú aukning var fyrst og fremst meðal karlmanna.

Algengi hugsanlegrar spilafíknar reyndist 0,3% (öryggismörk: 0,2-0,6%) og er algengi spilafíknar hér á landi svipað og sést í niðurstöðum rannsókna annars staðar á Norðurlöndum og í öðrum Evrópulöndum, en heldur minna en í Norður-Ameríku eða Ástralíu. Einnig var kannað hversu margir Íslendingar eiga í verulegum vandkvæðum vegna þátttöku sinnar í peningaspilum (spilavandi), þó að þeir uppfylli ekki greiningarviðmið um spilafíkn. Um 1,6% þjóðarinnar töldust eiga við spilavanda að stríða og var spilavandi algengari meðal karla (2,4%) en kvenna (0,6%). Gera má ráð fyrir að á bilinu 2.500 til 4.400 Íslendingar á aldrinum 18 til 70 ára eigi í verulegum vanda vegna þátttöku sinnar í peningaspilum. Samanburður á niðurstöðum fyrir árin 2005 og 2007 sýndi að engin breyting hefur átt sér stað á algengi spilafíknar eða spilavanda á þessu tímabili.
is
dc.format.extent 96 s. is
dc.language.iso is
dc.publisher Dóms- og kirkjumálaráðuneytið is
dc.relation.uri http://www.domsmalaraduneyti.is/media/frettir/Skyrsla_04.06.08.pdf
dc.subject Spilafíkn is
dc.subject Reykjavík is
dc.subject Kannanir is
dc.title Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2007 is
dc.type Skýrsla is
dc.identifier.gegnir 991007338419706886


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_04.06.08.pdf 859.3Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta