#

Skýrsla nefndar um atvinnu og samfélag á Norðurlandi eystra og Austurlandi

Skoða fulla færslu

Titill: Skýrsla nefndar um atvinnu og samfélag á Norðurlandi eystra og AusturlandiSkýrsla nefndar um atvinnu og samfélag á Norðurlandi eystra og Austurlandi
Höfundur: Forsætisráðuneytið
URI: http://hdl.handle.net/10802/4265
Útgefandi: Forsætisráðuneytið
Útgáfa: 05.2008
Efnisorð: Byggðaþróun; Sveitarstjórnarmál; Norðurland eystra; Austurland
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/Skyrsla_Nordurland-eystra_Austurland.lok.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991007297029706886
Athugasemdir: Prentað út af vef forsætisráðuneytisinsMyndefni: línurit, töflurInngangur:
Forsætisráðherra skipaði þann 23. janúar 2008 nefnd sem ætlað var að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf og samfélag í fámennum byggðarlögum á Norðurlandi eystra og Austurlandi sem eiga undir högg að sækja í atvinnulegu tilliti. Nefndinni var meðal annars ætlað að gera tillögur um mögulega styrkingu menntunar og rannsókna, uppbyggingu iðnaðar og þjónustu og flutning starfa frá höfuðborgarsvæðinu til Norðurlands eystra og Austurlands. Með Norðurlandi eystra er átt við sveitarfélög í Þingeyjarsýslum, austan við Eyjafjarðarsvæðið. Með Austurlandi er átt við Vopnafjörð, Borgarfjörð eystri, Seyðisfjörð, Breiðdalsvík og Djúpavog.

Í nefndina voru skipuð Halldór Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti, sem jafnframt var formaður, Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur í iðnaðarráðuneytinu, Gísli Magnússon, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneyti, Björn Ingimarsson sveitarstjóri á Þórshöfn og formaður Eyþings og Þorvaldur Jóhannsson framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hanna Dóra Másdóttir, sérfræðingur í iðnaðarráðuneyti, starfaði með nefndinni.
Nefndin fundaði með fulltrúum sveitarfélaga, stofnana og atvinnulífs á Norðurlandi eystra á Húsavík 5. febrúar og fulltrúum sveitarfélaga, stofnana og atvinnulífs á Austurlandi á Egilsstöðum 6. febrúar. Á fundunum var lögð áhersla á mikilvægi frumkvæðis heimamanna við undirbúning og framkvæmd verkefna. Þá var lögð áhersla á að hugsanlegur stuðningur stjórnvalda væri háður því að verkefnin myndu, þegar fram líða stundir, efla og víkka út almenna atvinnustarfsemi í landshlutanum.

Í framhaldi af fundunum bárust nefndinni margvíslegar tillögur frá heimamönnum um verkefni sem voru misjafnlega langt komin í útfærslu og framkvæmd. Nefndin sendi tillögurnar til viðkomandi ráðuneyta og fór þess á leit að þau færu yfir tillögurnar og legðu mat á raunhæfni þeirra og möguleika ráðuneytisins til að fylgja þeim eftir. Jafnframt óskaði nefndin eftir að ráðuneytið kannaði til hlítar möguleika á flutningi verkefna og starfa á vegum ráðuneytisins til byggðarlaga á Norðurlandi eystra og Austurlandi.

Í marsmánuði átti nefndin fundi með fulltrúum 8 ráðuneyta í Reykjavík. Á þeim fundum kom fram álit ráðuneyta á mögulegum framgangi umræddra tillagna. Fáar tillögur komu frá ráðuneytum um flutning verkefna og starfa frá höfuðborgarsvæðinu en nefndin lítur svo á að ráðuneytin séu að vinna að útfærslu slíkra möguleika.

Nefndin hefur farið vandlega yfir aðsendar tillögur og álit ráðuneyta á þeim. Niðurstöðu þeirrar umfjöllunar er að finna í þessari skýrslu. Auk tillagna um almennar umbætur á Norðurlandi eystra og Austurlandi miða tillögur nefndarinnar að því að leggja til við stjórnvöld að efla starfsemi opinberra stofnana sem eru á svæðinu. Um er að ræða stofnanir m.a. á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar sem í samvinnu við fyrirtækin á svæðinu geti snúið við atvinnuþróuninni til aukinnar verðmætasköpunar.

Í fyrsta kafla skýrslunnar er fjallað um þróun búsetu og atvinnulífs á Norðurlandi eystra og Austurlandi á síðustu 10 árum. Í öðrum og þriðja kafla skýrslunnar er gerð grein fyrir tillögum nefndarinnar um aðgerðir ríkisins til að styrkja atvinnulíf á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Í viðauka er nánari lýsing á 17 sérgreindum tillögum um allt að 20 ný störf á sviði rannsókna, ráðgjafar og þjónustu og mat á kostnaði við að koma þeim í framkvæmd. Gróft áætlað er gert ráð fyrir að þessi nýju störf í fámennum byggðarlögum á Norðurlandi eystra og Austurlandi ásamt verkefnafé kalli á viðbótarútgjöld sem nemi allt að 200 m.kr. á ári þegar tillögurnar eru að fullu komnar til framkvæmda. Nefndin telur að takist að ráða í þessi störf muni áhrifa þeirra gæta um allt svæðið á komandi árum og að þau gætu leitt til fjölmargra afleiddra starfa.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_Nordurland-eystra_Austurland.lok.pdf 1017.Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta