Titill: | Veðurmælingar á Hólmsheiði : janúar 2006 - 31. mars 2007Veðurmælingar á Hólmsheiði : janúar 2006 - 31. mars 2007 |
Höfundur: | Hreinn Hjartarson 1946 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/4263 |
Útgefandi: | Veðurstofa Íslands |
Útgáfa: | 07.2007 |
Ritröð: | Greinargerð ; 07009 |
Efnisorð: | Veðurathuganir; Flug; Innanlandsflug; Hólmsheiði; Reykjavíkurflugvöllur |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://www.vedur.is/media/vedurstofan/utgafa/greinargerdir/2007/07009.pdf |
Tegund: | Skýrsla |
Gegnir ID: | 991004835329706886 |
Athugasemdir: | Myndefni: kort, línurit, töflur, vindrósir |
Útdráttur: | Í skýrslu þessari sem er unnin fyrir Flugstoðir Ohf er gerð grein fyrir fyrstu 15 mánuðum veðurmælinga á Hólmsheiði við Reykjavík en uppi eru hugmyndir að gera þar flugvöll fyrir innanlandsflugið í stað núverandi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni.
Því er samanburður við veðurþætti á Flugvellinum oft tíundaður í þessari skýrslu. Ljóst er að ekki liggja fyrir nægar mælingar til að gera ítarlegan samanburð milli þessara staða út frá veðurfræðilegum forsendum en þó eru nokkrir megindrættir ljósir út frá þessum mælingum og öðrum athugunum sem fyrir liggja um veðurfar á Höfuðborgarsvæðinu. Hólmsheiðin er í um 130 m hæð yfir sjávarmáli og mælist því um 1.2 °C kaldara þar að meðaltali en í Vatnsmýrinni. Hólmsheiðin er fjær sjó og því meiri afbrigði í hitafari – kaldara þegar kalt er og oft heitara þegar hlýtt er. Í samræmi við lægra hitastig þá mælist hærra rakastig á Hólmsheiði en í Reykjavík. Ekki eru framkvæmdar úrkomumælingar á svæðinu en samkvæmt ýmsum eldri mælingum og skýrslum þá má reikna með að úrkoma sé talsvert meiri á Hólmsheiðinni en á Veðurstofunni eða sem nemur að jafnaði 4-500 mm árlega. Vegna lægra hitastigs og meiri vetrarúrkomu má reikna með talsvert meiri snjó, hálku og annari ófærð á Hólmsheiðinni en niðri í Vatnsmýri, ennfremur sem tíðari snjókoma eykur líkur á lélegu skyggni og lágri skýjahæð. Meðalvindur á Hólmsheiði er um 1 m/s hærri en á Flugvellinum en að öðru leyti er mælt vindafar ekki mjög frábrugðið. Það er þó ljóst að meiri nálægð við Esju, Móskarðshnjúka og Skálafell gerir aðflug frá norðri og flugtak til norðurs – norðausturs viðkvæmara fyrir. Hærri vindhraði að vetrarlagi eykur tíðni skafrennings og þarmeð verri aksturs og brautarskilyrði. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
07009.pdf | 1.037Mb |
Skoða/ |