#

Þörungatal : skrá yfir vatna- og landþörunga á Íslandi samkvæmt heimildum

Skoða fulla færslu

Titill: Þörungatal : skrá yfir vatna- og landþörunga á Íslandi samkvæmt heimildumÞörungatal : skrá yfir vatna- og landþörunga á Íslandi samkvæmt heimildum
Höfundur: Helgi Hallgrímsson 1935
URI: http://hdl.handle.net/10802/4262
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 2007
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Fjölrit Náttúrufræðistofnunar ; 48
Efnisorð: Þörungar; Ísland
ISSN: 1027-832X
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_48.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991004819999706886
Athugasemdir: Ættkvíslanöfn-Index of genera s. 93-94
Útdráttur: Elstu heimildir um íslenska þörunga eru frá 1770, en það er fyrst nálægt aldamótum 1900 að farið er að nafngreina tegundir héðan að nokkru ráði. Síðan hafa margir erlendir og innlendir sérfræðingar lagt hönd að því verki og birt fjölmargar greinar og ritgerðir um íslenska þörunga. Þessar heimildir, sem yfirleitt eru torfengnar, eru dreifðar um fjölda tímarita og ritraða frá allri síðustu öld. Skrár hafa aðeins birst um botnfasta sæþörunga (1972, 2002), sem eru lítill hluti af heildarfjölda þörunga. Því var nánast ógerningur að vita hvaða tegundir höfðu fundist hér í öðrum búsvæðum og hverjar ekki.

Um 1975 byrjaði höfundur að safna heimildum um íslenska land- og vatnaþörunga og skrásetja tegundir á spjöld sem urðu upphaf þessarar skrár. Skránni er ætlað að sýna núverandi þekkingarstig varðandi hinar ýmsu fylkingar þörunga. Alls hafa verið skráðar um 1450 tegundir land- og vatnaþörunga, sem skiptast þannig í fylkingar: bláþörungar 180, rauðþörungar 5, dulþörungar 5, skoruþörungar 10, gullþörungar 45, gulgrænþörungar 40, dílþörungar 5, grænþörungar 385, kísilþörungar 770; aðrar fylkingar 4. Allt eru þetta ónákvæmar tölur, einkum varðandi síðastnefnda flokkinn. Um 350 tegundanöfn eru talin vafasöm af ýmsum ástæðum og því eru gildar tegundir ekki nema um 1100. Deilitegundir, afbrigði og form eru ekki með í þessum tölum, en þau eru nálægt 500 í skránni, þar af um 450 í kísil-þörungum. Mikill hluti þeirra ber ógild nöfn.

Skilið er milli gildra tegundanafna og vafasamra með mismunandi letri. Við ákvörðun gildra nafna hefur einkum verið miðað við nýlegar útgáfur greiningabóka í ritsafninu Süßwasserflora von Mitteleuropa. Vegna nafnbreytinga á síðustu áratugum er mikill hluti þeirra fræðiheita sem notuð eru í tilvitnuðum heimildum orðinn að samnefnum. Þeirra er getið innan hornklofa með viðkomandi heimild og auk þess í sérstakri samnefnaskrá.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Fjolrit_48.pdf 1.955Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta