#

Skýrsla nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum

Skoða fulla færslu

Titill: Skýrsla nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á VestfjörðumSkýrsla nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/4253
Útgefandi: Forsætisráðuneytið
Útgáfa: 2007
Efnisorð: Byggðaþróun; Nýsköpun í atvinnulífi; Sveitarstjórnarmál; Vestfirðir
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/Vestfjardarnefnd.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991004534399706886
Athugasemdir: Prentað út af vefMyndefni: línurit, töflur
Útdráttur: Forsætisráðherra skipaði þann 15. mars 2007 nefnd sem ætlað var að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum. Nefndin var skipuð í framhaldi af viðræðum fulltrúa sveitarfélaga á Vestfjörðum við ríkisstjórnina að undanförnu. Nefndinni var meðal annars ætlað að gera tillögur um mögulegan flutning starfa frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða.

Í nefndina voru skipuð Halldór Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti, sem jafnframt var formaður, Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Nefndin hélt fyrstu fundi sína á Ísafirði 19. mars sl. Til fundar við nefndina þar komu bæjarstjórar Bolungarvíkur og Súðavíkur, forsvarsmenn útibúa Hafrannsóknastofnunarinnar, Matís, Veðurstofunnar, Vinnumálastofnunar og Vinnueftirlitsins, forsvarsmenn Háskólaseturs Vestfjarða, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Náttúrustofu Vestfjarða. Einnig komu á fund nefndarinnar fulltrúar atvinnulífs á Ísafirði og Bolungarvík. Þá áttu Halldór Halldórsson og Aðalsteinn Óskarsson fundi með fulltrúum sveitarfélaganna Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Reykhólahrepps og með nokkrum fulltrúum atvinnulífs.

Á þessum fundum komu fram ýmsar tillögur og hugmyndir um hvernig bæta megi atvinnuástand á Vestfjörðum. Þá bárust nefndinni að auki nokkrar tillögur frá áhugasömum einstaklingum. Nefndin óskaði eftir viðbrögðum frá viðkomandi ráðuneytum um útfærslu og framkvæmd framkominna tillagna. Daganna 29.–30. mars sl. átti nefndin fundi með fulltrúum 8 ráðuneyta í Reykjavík. Á þeim fundum voru lagðar fram ýmsar útfærðar tillögur um flutning og fjölgun opinberra starfa á Vestfjörðum á næstu árum.

Ísafjarðarbær er einn þriggja byggðarkjarna utan höfuðborgarsvæðisins sem skilgreindir eru í stefnumótandi byggðaáætlun, sem ber að byggja upp. Samfélög á Vestfjörðum geta tekið við 1.500 til 2.000 íbúa fjölgun án mikillar fjárfestingar fyrir ríki og sveitarfélög.

Vestfirði hefur um nokkurt skeið skort aðdráttarafl sem áhugaverður staður til búsetu. Ýmsar ástæður liggja þar að baki. Ýmislegt bendir nú til að á því geti orðið breyting á næstu árum. Stjórnvöld hafa ákveðið að verja á næstu fjórum árum allt að 13 milljörðum króna til framkvæmda við vegi, fjarskipti og snjóflóðavarnir. Auk tillagna um almennar umbætur á Vestfjörðum miða tillögur nefndarinnar að því að leggja til við stjórnvöld að blása ungu fólki, sem og öllum Vestfirðingum í brjóst aukna bjartsýni á möguleika svæðisins til búsetu og atvinnuuppbyggingar með því að efla starfsemi opinberra stofnana sem eru á svæðinu. Um er að ræða stofnanir m.a. á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar sem í samvinnu við fyrirtækin á svæðinu geti snúið við atvinnuþróuninni til aukinnar verðmætasköpunar.

Í fyrri kafla skýrslunnar er fjallað um þróun búsetu og atvinnulífs á Vestfjörðum á síðustu 10 árum. Í síðari kafla skýrslunnar er gerð grein fyrir tillögum nefndarinnar um aðgerðir ríkisins til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum. Í fyrri viðauka er nánari lýsing á 37 tillögum sem nefndin leggur fram um fjölgun starfa og í síðari viðauka eru upplýsingar um vinnumarkað, atvinnuleysi, tekjur og menntun á Vestfjörðum.

Í viðauka I hefur nefndin jafnframt reynt eftir megni að leggja mat á kostnað við að koma tillögunum í framkvæmd. Gróft áætlað má gera ráð fyrir því að þær 37 tillögur sem þar er að finna feli í sér allt að 80 ný störf á Vestfjörðum sem kalla myndi á viðbótarkostnað upp á rúmlega 500 m.kr. á ári þegar þær eru að fullu komnar til framkvæmda.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Vestfjardarnefnd.pdf 471.9Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta