#

Kárahnjúkavirkjun : vistgerðir á ofanverðum Múla og Hraunum

Skoða fulla færslu

Titill: Kárahnjúkavirkjun : vistgerðir á ofanverðum Múla og HraunumKárahnjúkavirkjun : vistgerðir á ofanverðum Múla og Hraunum
Höfundur: Sigurður H. Magnússon 1945 ; Guðmundur Guðjónsson 1953 ; Kristinn Haukur Skarphéðinsson 1956 ; Landsvirkjun
URI: http://hdl.handle.net/10802/4228
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 10.2001
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-01019
Efnisorð: Umhverfismat; Kárahnjúkavirkjun
ISSN: 1670-0120
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01019.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991003816979706886
Athugasemdir: Unnið fyrir LandsvirkjunMyndefni: kort, töflur
Útdráttur: Vistgerða- og gróðurkort voru unnin á grundvelli fyrirliggjandi gróðurkortlagningar á stórum hluta fyrirhugaðra veitusvæða á ofanverðum Múla og Hraunum. Við flokkun lands í vistgerðir var byggt á niðurstöðum sem áður hafa fengist við mælingar á vistgerðum á Vesturöræfum, Brúardölum og Hofsafrétt.

Á kortlagða svæðinu, sem er 146 km2, eru 15 gerðir gróður- og landgerða. Stærstu gróðurlendin eru annars vegar víðimói og kjarr og hins vegar starmói sem finnast á 51 og 34 km2 lands. Mýri og flói koma næst í röðinni en þau þekja hvort um sig 18 og 10 km2. Hálfdeigja finnst á tæpum 4 km2 en önnur gróðurlendi, svo sem mosagróður, lyngmói, graslendi og fjalldrapamói, eru mun minni; öll undir 3 km2 að flatarmáli. Af lítt grónu landi eru melar langsamlega stærstir en þeir ná yfir samtals um 8,4 km2. Stórgrýtt land þekur tæpa 6 km2 og áreyrar 2,6 km2. Svæðið er tiltölulega vel gróið; á 53 km2 er gróðurþekja yfir 90% og alls eru 122 km2 með yfir 10% gróðurþekju.

Á kortlagða svæðinu er að finna 7 vistgerðir auk melavista sem ekki eru aðgreindar á vistgerðakorti. Langstærsta vistgerðin er hélumosavist sem finnst á um 52 km2, þ.e. á 36% kortlagða svæðisins. Næstar í röðinni eru móavist og giljamóavist sem ekki voru aðgreindar á vistgerðakorti; til samans þekja þær um 31 km2 eða um 21% svæðisins. Ljóst er að móavist er miklu víðáttumeiri en giljamóavist og er hana einkum að finna á nyrðri hluta svæðisins meðfram Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá. Giljamóavist er á tiltölulega afmörkuðu svæði norðvestur af Hafursá. Melavistir þekja um 16 km2 eða 11%. Mýravist er að finna á tæplega 15 km2 eða á um 10% svæðisins. Flóavistin er nokkru minni, eða um 10 km2.

Í lónstæði Kelduárlóns (7,5 km2) er að finna 6 vistgerðir auk melavistanna tveggja. Stærstar eru móavist, hélumosavist og mýravist sem allar eru um 1,25 km2 að flatarmáli eða meira. Það land sem ekki var unnt að flokka í vistgerðir við Kelduárlón er mestmegnis mólendi og mýrlendi, samtals tæplega 1 km2 að flatarmáli.

Í lónstæði Ufsarlóns (1,0 km2) eru 6 vistgerðir auk melavista. Móavist er langstærst og er hana að finna á um helmingi þess lands sem fara mun undir vatn. Einnig er nokkuð af hélumosavist og holtamóavist; sú síðarnefnda er fremur sjaldgæf á þessum slóðum.

Ekki er líklegt að fágætar eða sérstæðar vistgerðir raskist við myndun Kelduárlóns, Ufsarlóns, Grjótárveitu og Innri-Sauðárveitu. Nokkrar vistgerðir munu hins vegar skerðast töluvert á svæðisvísu; 15% af holtamóavist á kortlagða svæðinu mun eyðast við tilkomu Ufsarlóns; 9% af mýravist (aðallega vegna Keldurárlóns) og 7% móavistar. Mýravist er talin hafa hátt verndargildi, móavist miðlungs en holtamóavist fremur lágt verndargildi. Að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands mun verndargildi þessa svæðis rýrna nokkuð þegar tekið er tillit til þeirra vistgerða sem munu raskast.

Ef ráðist verður í framkvæmdir við Hraunaveitu þarf að kanna fuglalíf í lónstæði fyrirhugaðs Kelduárlóns. Einnig þarf að kanna flóru (háplöntur, mosa, sveppi og fléttur) við lónstæði og önnur svæði sem ætlunin er að raska austan Kelduár.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-01019.pdf 993.5Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta